Enski boltinn

Forest í­hugar lög­sókn gegn Tottenham

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Morgan Gibbs-White heldur kyrru fyrir hjá Forest á meðan málið er rannsakað.
Morgan Gibbs-White heldur kyrru fyrir hjá Forest á meðan málið er rannsakað. Michael Regan/Getty Images

Nottingham Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham eftir að Lundúnaliðið reyndi að lokka Morgan Gibbs-White úr Skírisskógi. Forest heldur því fram að Tottenham hafi talað við leikmanninn án leyfis.

Félagaskipti Gibbs-White frá Forest til Tottenham virtust vera svo gott sem frágengin en félögin hafa slitið samskiptum.

Sky Sports greinir frá því að Forest sé fullvisst um að Tottenham hafi talað við leikmanninn án leyfis.

Þá trúir Forest því einnig að leynilegum upplýsingum um samningsmál hans hafi verið lekið, vegna þess að Tottenham bauð akkúrat upphæðina sem þurfti til að virkja klásúluna í samningnum.

Óvíst er hvort eitthvað verður úr félagaskiptunum en Forest hefur allavega ákveðið að slíta samskiptum við Tottenham að svo stöddu og lætur nú lögfræðinga félagsins meta hvort eigi að lögsækja Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×