Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Árni Sæberg skrifar 11. júlí 2025 16:08 Hanna Katrín atvinnuvegaráðherra gæti þurft að bíða aðeins lengur eftir að frumvarp hennar verður samþykkt. Vísir/Vilhelm Annarri umræðu um frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingu á veiðigjöldum er nú lokið og málið verður tekið fyrir í nefnd síðar í dag. Ætla má að þar stoppi það stutt en þá tekur við þriðja umræða. Ekki er hægt að leggjast í málþóf í þriðju umræðu en þó er hægt að ræða málið lengi vel, sé sá gállinn á þingmönnum. Eftir lengstu aðrar umræður um lagafrumvarp frá því að Alþingi sameinaðist í eina deild var frumvarp atvinnuvegaráðherra afgreitt úr annarri umræðu í dag. Það tók ekki nema 160 klukkustundir af ræðuhöldum. Haldið var utan um lokadag annarrar umræðu í vaktinni, sem lesa má í fréttinni hér að neðan: Eftir aðra umræðu fara þingmál aftur í nefnd og nú hefur verið boðað til fundar í atvinnuveganefnd, þar sem eina málið á dagskrá er veiðigjaldafrumvarpið. Þingmenn minnihlutans séu fegnir Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar, segir í samtali við Vísi að gert sé ráð fyrir því að fundurinn taki 45 mínútur. Á fundinn muni þeir gestir koma fyrir nefndina sem stóðu eftir þegar nefndin fjallaði um málið fyrir aðra umræðu. Hann gerir ekki ráð fyrir því að minnihlutinn í nefndinni dragi fundinn á langinn. „Ég reikna með því að það séu ýmsir í stjórnarandstöðunni sem eru fegnir að þetta mál sé leitt til lykta í dag. Þetta er búið að vera erfitt fyrir þá, að standa í þessu málþófi.“ Met slegið í fyrstu umræðu Sigurjón segir að málið verði tekið til þriðju umræðu á þingfundi á morgun. Samkvæmt þingsköpum Alþingis er ekki hægt að ráðast í málþóf í þriðju umræðu enda gilda um þær sömu reglur og um fyrstu umferð. Þrátt fyrir ómöguleika á málþófi tók fyrsta umræða um veiðigjaldafrumvarpið á fjórða tug klukkustunda og varð lengsta fyrsta umræða í sögu sameinaðs þings. Því er ekki loku fyrir það skotið að þriðja umræða taki einhverja tugi klukkutíma. Þó verður að teljast harla ólíklegt að þriðja umræða taki jafnlangan tíma og sú fyrsta, enda tóku stjórnarþingmenn þátt í fyrstu umferð, sem þeir munu líklega ekki gera í miklum mæli í þeirri þriðju. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingar, segir aftur á móti á í færslu á Facebook að þriðja umræða hefjist á morgun og endanleg atkvæðagreiðsla fari þá fram. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Eftir lengstu aðrar umræður um lagafrumvarp frá því að Alþingi sameinaðist í eina deild var frumvarp atvinnuvegaráðherra afgreitt úr annarri umræðu í dag. Það tók ekki nema 160 klukkustundir af ræðuhöldum. Haldið var utan um lokadag annarrar umræðu í vaktinni, sem lesa má í fréttinni hér að neðan: Eftir aðra umræðu fara þingmál aftur í nefnd og nú hefur verið boðað til fundar í atvinnuveganefnd, þar sem eina málið á dagskrá er veiðigjaldafrumvarpið. Þingmenn minnihlutans séu fegnir Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar, segir í samtali við Vísi að gert sé ráð fyrir því að fundurinn taki 45 mínútur. Á fundinn muni þeir gestir koma fyrir nefndina sem stóðu eftir þegar nefndin fjallaði um málið fyrir aðra umræðu. Hann gerir ekki ráð fyrir því að minnihlutinn í nefndinni dragi fundinn á langinn. „Ég reikna með því að það séu ýmsir í stjórnarandstöðunni sem eru fegnir að þetta mál sé leitt til lykta í dag. Þetta er búið að vera erfitt fyrir þá, að standa í þessu málþófi.“ Met slegið í fyrstu umræðu Sigurjón segir að málið verði tekið til þriðju umræðu á þingfundi á morgun. Samkvæmt þingsköpum Alþingis er ekki hægt að ráðast í málþóf í þriðju umræðu enda gilda um þær sömu reglur og um fyrstu umferð. Þrátt fyrir ómöguleika á málþófi tók fyrsta umræða um veiðigjaldafrumvarpið á fjórða tug klukkustunda og varð lengsta fyrsta umræða í sögu sameinaðs þings. Því er ekki loku fyrir það skotið að þriðja umræða taki einhverja tugi klukkutíma. Þó verður að teljast harla ólíklegt að þriðja umræða taki jafnlangan tíma og sú fyrsta, enda tóku stjórnarþingmenn þátt í fyrstu umferð, sem þeir munu líklega ekki gera í miklum mæli í þeirri þriðju. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingar, segir aftur á móti á í færslu á Facebook að þriðja umræða hefjist á morgun og endanleg atkvæðagreiðsla fari þá fram.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira