Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. júlí 2025 10:07 Sigurjón Þórðarson er þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar alþingis. Vísir/Anton brink Þriðja umræðan um frumvarp atvinnuvegaráðherra hefst í dag eftir að 71. grein þingskapalaga var beitt í gær til að ljúka annarri umræðu. Frumvarpið fór fyrir atvinnuveganefnd í gær sem leggur til að veiðigjöldin verði innleidd í skrefum. Eftir viðburðaríkan dag á þinginu fór veiðigjaldafrumvarpið fyrir atvinnuveganefnd sem boðaði fulltrúa Byggðastofnunar og Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga á fundinn. Að honum loknum var lögð fram breytingartillaga, samþykkt af meirihluta nefndarinnar, þar sem lagt er til að frumvarpið verður innleitt í skrefum. Rökstuðningur tillögunnar er sá að fulltrúar hagsmunaaðilanna sem sátu fundin höfðu miklar áhyggjur af áhrifum veiðigjaldanna og sé verið að reyna koma til móts við þá með breytingunni. Hér má lesa nánar um vendingar gærdagsins: Einnig er lagt til að Byggðastofnun skuli meta áhrif veiðigjaldsins á sjávarútvegssveitarfélögin. Skila eigi skýrslu fyrir árslok 2027. Í greinagerð tillögunnar segir að meirihluti atvinnuveganefndar telji það mikilvægt að slík áhrif verið metin út frá byggðasjónarmiðum. María Rut Kristinsdóttir, þingmaður Viðreisnar, situr í nefndinni en hún tjáði sig um fundinn í Facebook færslu í gærkvöld, líkt og RÚV greindi fyrst frá. Þar lýsir hún fundinum sem góðum og segir fulltrúa hagsmunaðila hafa greint skýrt og vel frá sinni hlið. „Þetta eru skref sem tekin eru vegna þess að málefnaleg rök hafa verið lögð fram af hálfu þessara aðila. Þannig höfum við unnið málið frá upphafi,“ skrifar María Rut. María segir einnig að minnihlutinn hafi ítrekað hafnað breytingartillögunum sem samþykktar voru af meirihlutanum. Þingfundur hófst klukkan tíu í dag þar sem þriðja umræða um frumvarpið hefst. Að loknum þingfundi í gær hefur málið verið rætt í rúmar 160 klukkustundir. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Eftir viðburðaríkan dag á þinginu fór veiðigjaldafrumvarpið fyrir atvinnuveganefnd sem boðaði fulltrúa Byggðastofnunar og Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga á fundinn. Að honum loknum var lögð fram breytingartillaga, samþykkt af meirihluta nefndarinnar, þar sem lagt er til að frumvarpið verður innleitt í skrefum. Rökstuðningur tillögunnar er sá að fulltrúar hagsmunaaðilanna sem sátu fundin höfðu miklar áhyggjur af áhrifum veiðigjaldanna og sé verið að reyna koma til móts við þá með breytingunni. Hér má lesa nánar um vendingar gærdagsins: Einnig er lagt til að Byggðastofnun skuli meta áhrif veiðigjaldsins á sjávarútvegssveitarfélögin. Skila eigi skýrslu fyrir árslok 2027. Í greinagerð tillögunnar segir að meirihluti atvinnuveganefndar telji það mikilvægt að slík áhrif verið metin út frá byggðasjónarmiðum. María Rut Kristinsdóttir, þingmaður Viðreisnar, situr í nefndinni en hún tjáði sig um fundinn í Facebook færslu í gærkvöld, líkt og RÚV greindi fyrst frá. Þar lýsir hún fundinum sem góðum og segir fulltrúa hagsmunaðila hafa greint skýrt og vel frá sinni hlið. „Þetta eru skref sem tekin eru vegna þess að málefnaleg rök hafa verið lögð fram af hálfu þessara aðila. Þannig höfum við unnið málið frá upphafi,“ skrifar María Rut. María segir einnig að minnihlutinn hafi ítrekað hafnað breytingartillögunum sem samþykktar voru af meirihlutanum. Þingfundur hófst klukkan tíu í dag þar sem þriðja umræða um frumvarpið hefst. Að loknum þingfundi í gær hefur málið verið rætt í rúmar 160 klukkustundir.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira