Telja jákvæðu skrefin of fá Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. júlí 2025 13:16 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar og Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar, eru meðal fulltrúa sem sitja í stjórn Samtaka Ssjávarútvegssveitarfélaga. Samsett Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga lýsir yfir vonbrigðum yfir breytingartillögu atvinnuveganefndar Alþingis. Þau telja of fáar breytingar hafi verið gerðar. Í morgun var greint frá breytingartillögu atvinnuveganefndar á veiðigjaldafrumvarpinu sem samþykkt var af meirihluta nefndarinnar. Þar var lagt til að veiðigjöldin yrðu innleidd í skrefum og að áhrif veiðigjaldsins yrðu metin út frá byggðasjónarmiðum. Fund nefndarinnar sátu fulltrúar Byggðastofnunar og Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Þau síðarnefndu hafa nú sent yfirlýsingu á forsætisráðherra, atvinnuvegaráðherra, fjármálaráðherra og atvinnuveganefnd Alþingis. Þar segir að Samtökin telja að leggja hefði átt fram stærri breytingar. „Má þar tiltaka hækkun hins svokallaða frítekjumarks, þrepaskiptingu hækkana veiðigjalda og fyrirhugað áhrifamat gjaldahækkana á stöðu sjávarútvegssveitarfélaga - sem samtökin hafa lagt mikla áherslu á,“ segir í yfirlýsingunni. Þau telja að skynsamlegra hefði verið að fresta málinu fram á haust og flýta gerð áhrifamats á fyrirhugaðar breytingar og hvaða fjárhagslegu áhrif veiðigjöldin kynnu að hafa. „Samtök sjávarútvegssveitarfélaga hvetja Alþingi til þess að hafa hagsmuni 80 þúsund íbúa í þessum sveitarfélögum til hliðsjónar þegar unnið er að breytingum á löggjöfinni.“ Bitni helst á samfélögum landsbyggðarinnar Yfirlýsingin er undirrituð af stjórnarmönnum eða varastjórnarmönnum bæjar- og sveitarstjórnar Vestmannaeyjabæjar, Skagafjarðar, Grindavíkurbæjar, Vesturbyggðar, Fjarðabyggðar, Dalvíkurbyggðar, Akureyrarbæjar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Þau telja að hækkun veiðigjalda muni helst bitna á samfélögum á landsbyggðinni „þar sem sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu.“ Lítil og meðalstór útgerðarfyrirtæki muni finna hvað mest fyrir áhrifum gjaldanna sem myndi leiða til fækkun starfa og að starfsemi fiskvinnsla leggist af á einhverjum stöðum. Jafnframt telja þau skrefin sem tekin voru af atvinnuveganefnd jákvæð en of lítil og fá. „Hækkunina á að innleiða mjög hratt, gjald á ákveðnar fisktegundir er illa ígrundað, áhrifamat mun liggja of seint fyrir og ekkert endurskoðunarákvæði er að finna í nýjum breytingartillögum meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis,“ segir í yfirlýsingunni. Breytingar á veiðigjöldum Vestmannaeyjar Grindavík Akureyri Sjávarútvegur Byggðamál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Í morgun var greint frá breytingartillögu atvinnuveganefndar á veiðigjaldafrumvarpinu sem samþykkt var af meirihluta nefndarinnar. Þar var lagt til að veiðigjöldin yrðu innleidd í skrefum og að áhrif veiðigjaldsins yrðu metin út frá byggðasjónarmiðum. Fund nefndarinnar sátu fulltrúar Byggðastofnunar og Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Þau síðarnefndu hafa nú sent yfirlýsingu á forsætisráðherra, atvinnuvegaráðherra, fjármálaráðherra og atvinnuveganefnd Alþingis. Þar segir að Samtökin telja að leggja hefði átt fram stærri breytingar. „Má þar tiltaka hækkun hins svokallaða frítekjumarks, þrepaskiptingu hækkana veiðigjalda og fyrirhugað áhrifamat gjaldahækkana á stöðu sjávarútvegssveitarfélaga - sem samtökin hafa lagt mikla áherslu á,“ segir í yfirlýsingunni. Þau telja að skynsamlegra hefði verið að fresta málinu fram á haust og flýta gerð áhrifamats á fyrirhugaðar breytingar og hvaða fjárhagslegu áhrif veiðigjöldin kynnu að hafa. „Samtök sjávarútvegssveitarfélaga hvetja Alþingi til þess að hafa hagsmuni 80 þúsund íbúa í þessum sveitarfélögum til hliðsjónar þegar unnið er að breytingum á löggjöfinni.“ Bitni helst á samfélögum landsbyggðarinnar Yfirlýsingin er undirrituð af stjórnarmönnum eða varastjórnarmönnum bæjar- og sveitarstjórnar Vestmannaeyjabæjar, Skagafjarðar, Grindavíkurbæjar, Vesturbyggðar, Fjarðabyggðar, Dalvíkurbyggðar, Akureyrarbæjar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Þau telja að hækkun veiðigjalda muni helst bitna á samfélögum á landsbyggðinni „þar sem sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu.“ Lítil og meðalstór útgerðarfyrirtæki muni finna hvað mest fyrir áhrifum gjaldanna sem myndi leiða til fækkun starfa og að starfsemi fiskvinnsla leggist af á einhverjum stöðum. Jafnframt telja þau skrefin sem tekin voru af atvinnuveganefnd jákvæð en of lítil og fá. „Hækkunina á að innleiða mjög hratt, gjald á ákveðnar fisktegundir er illa ígrundað, áhrifamat mun liggja of seint fyrir og ekkert endurskoðunarákvæði er að finna í nýjum breytingartillögum meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis,“ segir í yfirlýsingunni.
Breytingar á veiðigjöldum Vestmannaeyjar Grindavík Akureyri Sjávarútvegur Byggðamál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira