Innlent

Gámur á ak­rein hringtorgs í Hvera­gerði

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Gámurinn er á fjölförnu hringtorgi sem fólk keyrir alla jafnan þegar það ferðast inn í bæinn.
Gámurinn er á fjölförnu hringtorgi sem fólk keyrir alla jafnan þegar það ferðast inn í bæinn. Vísir

Flutningagámur liggur á akrein hringtorgs í Hveragerði eftir að gámurinn féll af flutningabíl. 

Að sögn Einars Sigurjónssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurlandi, barst lögreglu tilkynning um málið klukkan hálf tólf. Einhverjar þrengingar og tafir eru á umferð en enginn er slasaður. Kranabíll sé á leiðinni.

Vísir

Vænta má að margir séu á ferð um hringtorgið en útihátíðin Kótelettan var haldinn á Selfossi um helgina og flughátíðin Allt sem flýgur á Hellu. Á vefsíðu Vegagerðarinnar segir að umferðartafir séu á Hringveginum á leið frá Hveragerði til höfuðborgarsvæðisins vegna óhapps við hringtorgið í Hveragerði.

Fréttin var uppfærð er upplýsingar fengust frá lögreglunni á Suðurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×