Lífið

Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Parið greindi frá óléttunni á Instagram sem er vinsælasti vettvangurinn í dag fyrir slíkar tilkynningar.
Parið greindi frá óléttunni á Instagram sem er vinsælasti vettvangurinn í dag fyrir slíkar tilkynningar.

Uppistandarinn Pete Davidson á von á sínu fyrsta barni með fyrirsætunni Elsie Hewitt. Parið hefur verið saman síðan í mars og fluttu inn saman í maí.

Hewitt greindi frá fréttunum í Instagram-færslu í gær en við færsluna skrifaði hún: „Nú vita allir að við sváfum saman“.

Heimildir dægurmiðilsins TMZ herma að von sé á barninu í vetur og að parið sé nýbyrjað að segja fjölskyldu og vinum fréttirnar. Hewitt er 29 ára en Davidson er 31 árs.

Parið hefur verið að stinga saman nefjum síðan í mars og fluttu þau inn saman í maí. Síðan þá hafa þau verið dugleg að birta myndir hvort af öðru á samfélagsmiðlum, hvort sem það er heima fyrir eða í sólarlandafríum.

Pete Davidson skaust fram á sjónarsviðið í SNL árið 2014 og hefur síðan vakið athygli fyrir grínleik og stefnumótasögu sína en meðal fyrri kærasta hans eru Kim Kardashian, Ariana Grande og Emily Ratajkowski. Nú virðist hins vegar sem hann sé búinn að skipta stefnumótunum út fyrir rólegra líf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.