Sögulegt sveitaball í hundrað ár Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. júlí 2025 17:01 Þórunn og Helga Snorradætur eru andlit Ögurballsins á Vestfjörðum þetta árið en báðar hafa djúpa tengingu við þetta aldagamla ball. Facebook Ögurballið Hið goðsagnakennda og árlega Ögurball verður haldið í Ögri við Ísafjarðardjúp laugardaginn 19. júlí næstkomandi og fagnar hvorki meira né minna en heillrar aldar afmæli. Því verður nóg um að vera á Vestfjörðum í vikunni. Gestir frá 18-88 ára Í fréttatilkynningu segir: „Upphitunardagskrá hefst 17. júlí en aðgöngumiða fylgir tjaldsvæði, aðgangur að sveitaballinu og samkvæmt hefð heimagerður rabarbaragrautur með rjóma. Gestir ballsins eru frá 18-88 ára og til að höfða til mismunandi aldurshópa er eitt og annað á dagskránni. Samkomuhúsið í Ögri sem hýsir viðburðina og kaffihús var byggt 1925 og er húsið því 100 ára gamalt og í tilefni þess er vegleg dagskrá í boði. Dagskráin hefst með tónleikum með Skúla mennska fimmtudagskvöld 17.júlí. Á föstudegi verður skötuveisla á kaffihúsinu í hádeginu, en um kvöldið verður harmonikuball þar sem Vigdís Jónsdóttir, Marinó Björnsson og Einar Friðgeir Björnsson leika fyrir dansi. Ungir og aldnir fá þarna kjörið tækifæri til að upplifa ball í anda þess tíma þegar Ögurhreppur var blómleg sveit með litríku mannlífi og öflugu menningar- og félagsstarfi. Á laugardagsmorgni verður söguganga um svæðið sem endar með messu í Ögurkirkju, leiksýningin Ariasman. Um miðjan dag verður beer pong mót og Ögurballið sjálft fer svo fram um kvöldið, þar sem hljómsveitin Fagranes spilar fyrir dansi.“ Hljómsveitin Fagranes spilar fyrir dansi.Facebook Ögurballið Eiga djúp persónuleg tengsl við Ögurballið Á hverju ári velja systkinin í Ögri einstaklinga sem eiga sérstaka tengingu við Ögurballið til að vera andlit þess og taka þátt í kynningu viðburðarins. Í ár eru það systurnar Þórunn og Helga Snorradætur frá Ísafirði sem gegna því hlutverki og eiga báðar djúp persónuleg tengsl við Ögurballið. Þórunn var hluti af hljómsveitinni Þórunn & Halli, sem spilaði samfellt á ballinu frá 1999 til 2021 og naut mikilla vinsælda meðal gesta. Helga var eiginkona Halla, sem lést á síðasta ári langt fyrir aldur fram. Því þykir bæði fallegt og viðeigandi að systurnar sameinist nú sem andlit Ögurballsins – táknræn þátttaka sem endurspeglar sterk tengsl þeirra við viðburðinn. Enda kvöldið á rabarbaragraut með rjóma Halla María Halldórsdóttir, ein af skipuleggjendum ballsins segir: „Það er gömul hefð að bjóða rabarbaragraut með rjóma á ballinu. Þegar ballið var haldið fyrst fyrir 100 árum kom fólk alls staðar að, úr Djúpinu, flestir sjóleiðina og sumir ríðandi eða gangandi. Svo var dansað til morguns. Til að hjálpa gestum að skerpa athyglina fyrir heimferðina var tekið upp á því að bjóða upp á dísætan rabarbaragraut með hnausþykkum rjóma. Við höldum í hefðina og gerum grautinn eftir uppskrift mömmu minnar Maju í Ögri, rjómann fáum við frá Erpsstöðum. Þetta er í leiðinni hálfgert ættarmót, stórfjölskyldan skipuleggur sumarfríið út frá þessari helgi. Vinir og vandamenn eru farnir að gera það sama til að hjálpa okkur og það er svo frábært að sjá sama fólkið koma ár eftir ár. Einu sinni mætt getur ekki hætt.“ Ögurballið er að hennar sögn einn vinsælasti viðburður sumarsins á Vestfjörðum. Á ballið er 18 ára aldurstakmark og enginn yngri má koma á svæðið nema í fylgd foreldra eða forráðamanna. Hér má nálgast nánari upplýsingar um ballið. Samkvæmislífið Ísafjarðarbær Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Gestir frá 18-88 ára Í fréttatilkynningu segir: „Upphitunardagskrá hefst 17. júlí en aðgöngumiða fylgir tjaldsvæði, aðgangur að sveitaballinu og samkvæmt hefð heimagerður rabarbaragrautur með rjóma. Gestir ballsins eru frá 18-88 ára og til að höfða til mismunandi aldurshópa er eitt og annað á dagskránni. Samkomuhúsið í Ögri sem hýsir viðburðina og kaffihús var byggt 1925 og er húsið því 100 ára gamalt og í tilefni þess er vegleg dagskrá í boði. Dagskráin hefst með tónleikum með Skúla mennska fimmtudagskvöld 17.júlí. Á föstudegi verður skötuveisla á kaffihúsinu í hádeginu, en um kvöldið verður harmonikuball þar sem Vigdís Jónsdóttir, Marinó Björnsson og Einar Friðgeir Björnsson leika fyrir dansi. Ungir og aldnir fá þarna kjörið tækifæri til að upplifa ball í anda þess tíma þegar Ögurhreppur var blómleg sveit með litríku mannlífi og öflugu menningar- og félagsstarfi. Á laugardagsmorgni verður söguganga um svæðið sem endar með messu í Ögurkirkju, leiksýningin Ariasman. Um miðjan dag verður beer pong mót og Ögurballið sjálft fer svo fram um kvöldið, þar sem hljómsveitin Fagranes spilar fyrir dansi.“ Hljómsveitin Fagranes spilar fyrir dansi.Facebook Ögurballið Eiga djúp persónuleg tengsl við Ögurballið Á hverju ári velja systkinin í Ögri einstaklinga sem eiga sérstaka tengingu við Ögurballið til að vera andlit þess og taka þátt í kynningu viðburðarins. Í ár eru það systurnar Þórunn og Helga Snorradætur frá Ísafirði sem gegna því hlutverki og eiga báðar djúp persónuleg tengsl við Ögurballið. Þórunn var hluti af hljómsveitinni Þórunn & Halli, sem spilaði samfellt á ballinu frá 1999 til 2021 og naut mikilla vinsælda meðal gesta. Helga var eiginkona Halla, sem lést á síðasta ári langt fyrir aldur fram. Því þykir bæði fallegt og viðeigandi að systurnar sameinist nú sem andlit Ögurballsins – táknræn þátttaka sem endurspeglar sterk tengsl þeirra við viðburðinn. Enda kvöldið á rabarbaragraut með rjóma Halla María Halldórsdóttir, ein af skipuleggjendum ballsins segir: „Það er gömul hefð að bjóða rabarbaragraut með rjóma á ballinu. Þegar ballið var haldið fyrst fyrir 100 árum kom fólk alls staðar að, úr Djúpinu, flestir sjóleiðina og sumir ríðandi eða gangandi. Svo var dansað til morguns. Til að hjálpa gestum að skerpa athyglina fyrir heimferðina var tekið upp á því að bjóða upp á dísætan rabarbaragraut með hnausþykkum rjóma. Við höldum í hefðina og gerum grautinn eftir uppskrift mömmu minnar Maju í Ögri, rjómann fáum við frá Erpsstöðum. Þetta er í leiðinni hálfgert ættarmót, stórfjölskyldan skipuleggur sumarfríið út frá þessari helgi. Vinir og vandamenn eru farnir að gera það sama til að hjálpa okkur og það er svo frábært að sjá sama fólkið koma ár eftir ár. Einu sinni mætt getur ekki hætt.“ Ögurballið er að hennar sögn einn vinsælasti viðburður sumarsins á Vestfjörðum. Á ballið er 18 ára aldurstakmark og enginn yngri má koma á svæðið nema í fylgd foreldra eða forráðamanna. Hér má nálgast nánari upplýsingar um ballið.
Samkvæmislífið Ísafjarðarbær Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist