Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar 14. júlí 2025 16:32 Undanfarna daga höfum við séð fólk úr ýmsum stéttum sem starfa á Landspítalanum lýsa upplifun sinni af stöðu mála á háskólasjúkrahúsinu í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga. Starfsfólk Landspítalans hefur þungar áhyggjur af þróun mála og þar erum við geislafræðingar ekki undanskildir. Geislafræðingar sinna mikilvægum störfum á heilbrigðisstofnunum landsins, annars vegar við myndgreiningu og hins vegar við geislameðferð. Eins og kemur fram í úttekt Ríkisendurskoðunar sinna of fáir geislafræðingar þessum störfum, og ekki hefur tekist að ráða í öll þau störf sem hafa verið auglýst. Þá eru núverandi stöðugildi geislafræðinga á röntgendeild Landspítalans rétt ríflega helmingur af skilgreindri mönnunarþörf, eða 60 stöðugildi í stað 109 sem þyrftu að vera skv. úttekt landlæknis frá árinu 2023. Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar fjallað um að bið eftir geislameðferð á ákveðnum tegundum krabbameina hafi lengst fram úr hófi og sé nú orðin tvöfalt lengri en miðað er við. Þessi staða leggst auðvitað þungt á okkar skjólstæðinga, sem eru fólk sem stendur í miðri erfiðri krabbameinsmeðferð og má ekki við frekari óvissu. Geislafræðingar hafa lengi haft áhyggjur af því að þessi staða gæti komið upp. Greint hefur verið frá bráðaaðgerðum sem heilbrigðisyfirvöld reyna nú að tryggja, eins og að sjúklingar verði sendir erlendis í geislameðferð og að leitað verði til erlendra starfsmannaleiga til að mæta starfsmannaþörf. En það er ljóst að það geta bara verið lausnir til skamms tíma og að við verðum að laga grunnvandamálið til þess að geta tryggt nægilega mönnun nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu hér á Íslandi sem geislafræðingar sinna, í takt við fjölgun þjóðarinnar og aukið álag. Félag geislafræðinga hefur átt fund með heilbrigðisráðherra og óskað eftir samtali við forystu Landspítalans um hvernig hægt sé að taka höndum saman til að leysa vandann til framtíðar. Heilbrigðisráðherra hefur greint frá vilja til að kaupa 1-2 línuhraðla til viðbótar, en til þess að nota þá þarf sérhæft starfsfólk og við þurfum að tryggja nægilega mönnun. Til þess þarf að greina orsakir þess að ekki tekst að ráða í auglýst störf við geislameðferð og gera umbætur á starfsumhverfi og -kjörum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisendurskoðun Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Undanfarna daga höfum við séð fólk úr ýmsum stéttum sem starfa á Landspítalanum lýsa upplifun sinni af stöðu mála á háskólasjúkrahúsinu í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga. Starfsfólk Landspítalans hefur þungar áhyggjur af þróun mála og þar erum við geislafræðingar ekki undanskildir. Geislafræðingar sinna mikilvægum störfum á heilbrigðisstofnunum landsins, annars vegar við myndgreiningu og hins vegar við geislameðferð. Eins og kemur fram í úttekt Ríkisendurskoðunar sinna of fáir geislafræðingar þessum störfum, og ekki hefur tekist að ráða í öll þau störf sem hafa verið auglýst. Þá eru núverandi stöðugildi geislafræðinga á röntgendeild Landspítalans rétt ríflega helmingur af skilgreindri mönnunarþörf, eða 60 stöðugildi í stað 109 sem þyrftu að vera skv. úttekt landlæknis frá árinu 2023. Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar fjallað um að bið eftir geislameðferð á ákveðnum tegundum krabbameina hafi lengst fram úr hófi og sé nú orðin tvöfalt lengri en miðað er við. Þessi staða leggst auðvitað þungt á okkar skjólstæðinga, sem eru fólk sem stendur í miðri erfiðri krabbameinsmeðferð og má ekki við frekari óvissu. Geislafræðingar hafa lengi haft áhyggjur af því að þessi staða gæti komið upp. Greint hefur verið frá bráðaaðgerðum sem heilbrigðisyfirvöld reyna nú að tryggja, eins og að sjúklingar verði sendir erlendis í geislameðferð og að leitað verði til erlendra starfsmannaleiga til að mæta starfsmannaþörf. En það er ljóst að það geta bara verið lausnir til skamms tíma og að við verðum að laga grunnvandamálið til þess að geta tryggt nægilega mönnun nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu hér á Íslandi sem geislafræðingar sinna, í takt við fjölgun þjóðarinnar og aukið álag. Félag geislafræðinga hefur átt fund með heilbrigðisráðherra og óskað eftir samtali við forystu Landspítalans um hvernig hægt sé að taka höndum saman til að leysa vandann til framtíðar. Heilbrigðisráðherra hefur greint frá vilja til að kaupa 1-2 línuhraðla til viðbótar, en til þess að nota þá þarf sérhæft starfsfólk og við þurfum að tryggja nægilega mönnun. Til þess þarf að greina orsakir þess að ekki tekst að ráða í auglýst störf við geislameðferð og gera umbætur á starfsumhverfi og -kjörum.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun