Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Tómas Arnar Þorláksson skrifar 14. júlí 2025 19:29 Mikil stemmning var í Nauthólsvík enda mikið blíðviðri. Vísir/Lýður Hlýr loftmassi sem gekk yfir landið í dag orsakaði blíðviðri víðast hvar. Egg var steikt á bíl, hitamet slegin víða og mátti litlu muna að vísa þyrfti sundlaugargestum frá í Reykjavík. Fréttastofa ræddi við landsmenn sem nutu sín í sól og sumaryl. Sannkölluð hitabylgja gekk yfir allt land í dag og óhætt að segja að nóg hafi verið að gera í öllum sundlaugum landsins enda fátt annað í stöðunni en að kæla sig niður. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá hvað borgarbúar tóku sér fyrir hendur í dag. Hitamet slegin víða Í dag var í fyrsta skipti sem hitastig náði yfir tuttugu gráður á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári en hitamet féllu á fjórum stöðvum Veðurstofunnar í dag og var hlýjast í Hjarðarlandi í Biskupstungum þar sem hitinn fór upp í 29,5 stig. Litlu mátti muna að vísa hefði þurft fólki frá í Sundhöll Reykjavíkur enda aðsóknin gífurleg. „Það er búið að vera mjög mikið að gera í öllum laugunum og setið alls staðar þar sem fólk kemst fyrir og þannig viljum við hafa það,“ sagði Snorri Örn Arnaldsson, forstöðumaður Sundhallarinnar í Reykjavík. Var í klukkutíma í kaldapottinum Hinn níu ára Davíð Plodz er einn af þeim sem lögðu leið sína í sund til að fagna góða veðrinu. Er gaman að koma í sund? „Já mjög gaman. Líka því mér var mjög heitt á Klambratúni. Og ég var bara að hitast upp. Það var mjög gaman að vera í kaldapottinum. Í gær var ég í klukkutíma.“ Fyrir utan Sundhöllina biðu bræðurnir, Rögnvaldur Hildar Lárusson og Þórður Bjarki Hildar Lárusson, eftir því að selja þyrstum sundlaugargestum límónaði. Hvernig er búið að ganga í dag? „Það er búið að ganga mjööög vel! Alveg yndislega. Ég hvet önnur börn líka til að gera þetta.“ Græðir maður vel á þessu? „Ó já maður mokar inn.“ Eignaðist nýjan vin Þá var nóg um að vera í Nauthólsvík. „Ég er með krabba hér. Ég heiti Hilmir. Krabbinn er hér hann er lifandi,“ sagði hinn fimm ára Hilmir sem sagði krabbann heita Krabba Villi og tók fram að hann myndi taka krabbann með sér heim og að hann væri búinn að eignast nýjan vin. Þá var hægt að steikja egg í hitanum í Hveragerði eins og Einar Örn Konráðsson gerði en það má berja augum í spilaranum hér að ofan. Lífsnauðsynlegt að fá sér ís Já, þó það sé ýmislegt hægt að gera í svona góðu veðri þá er fátt jafn inngreipað í þjóðarsálina og að fá sér ís í sólinu. Anna Svava Knútsdóttir, eigandi Valdís, tók undir það og sagði: „Já það er mjöög mikilvægt en ég held samt í dag að það sé lífsnauðsynlegt.“ Anna Svava Knútsdóttir ásamt þremur sprækum stúlkum sem fengu sér ís í blíðviðrinu.vísir/lýður Valberg Veður Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Sjá meira
Sannkölluð hitabylgja gekk yfir allt land í dag og óhætt að segja að nóg hafi verið að gera í öllum sundlaugum landsins enda fátt annað í stöðunni en að kæla sig niður. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá hvað borgarbúar tóku sér fyrir hendur í dag. Hitamet slegin víða Í dag var í fyrsta skipti sem hitastig náði yfir tuttugu gráður á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári en hitamet féllu á fjórum stöðvum Veðurstofunnar í dag og var hlýjast í Hjarðarlandi í Biskupstungum þar sem hitinn fór upp í 29,5 stig. Litlu mátti muna að vísa hefði þurft fólki frá í Sundhöll Reykjavíkur enda aðsóknin gífurleg. „Það er búið að vera mjög mikið að gera í öllum laugunum og setið alls staðar þar sem fólk kemst fyrir og þannig viljum við hafa það,“ sagði Snorri Örn Arnaldsson, forstöðumaður Sundhallarinnar í Reykjavík. Var í klukkutíma í kaldapottinum Hinn níu ára Davíð Plodz er einn af þeim sem lögðu leið sína í sund til að fagna góða veðrinu. Er gaman að koma í sund? „Já mjög gaman. Líka því mér var mjög heitt á Klambratúni. Og ég var bara að hitast upp. Það var mjög gaman að vera í kaldapottinum. Í gær var ég í klukkutíma.“ Fyrir utan Sundhöllina biðu bræðurnir, Rögnvaldur Hildar Lárusson og Þórður Bjarki Hildar Lárusson, eftir því að selja þyrstum sundlaugargestum límónaði. Hvernig er búið að ganga í dag? „Það er búið að ganga mjööög vel! Alveg yndislega. Ég hvet önnur börn líka til að gera þetta.“ Græðir maður vel á þessu? „Ó já maður mokar inn.“ Eignaðist nýjan vin Þá var nóg um að vera í Nauthólsvík. „Ég er með krabba hér. Ég heiti Hilmir. Krabbinn er hér hann er lifandi,“ sagði hinn fimm ára Hilmir sem sagði krabbann heita Krabba Villi og tók fram að hann myndi taka krabbann með sér heim og að hann væri búinn að eignast nýjan vin. Þá var hægt að steikja egg í hitanum í Hveragerði eins og Einar Örn Konráðsson gerði en það má berja augum í spilaranum hér að ofan. Lífsnauðsynlegt að fá sér ís Já, þó það sé ýmislegt hægt að gera í svona góðu veðri þá er fátt jafn inngreipað í þjóðarsálina og að fá sér ís í sólinu. Anna Svava Knútsdóttir, eigandi Valdís, tók undir það og sagði: „Já það er mjöög mikilvægt en ég held samt í dag að það sé lífsnauðsynlegt.“ Anna Svava Knútsdóttir ásamt þremur sprækum stúlkum sem fengu sér ís í blíðviðrinu.vísir/lýður Valberg
Veður Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent