Innlent

Akur­eyri skelfur vegna jarð­hræringa við Gríms­ey

Agnar Már Másson skrifar
Skjálftinn fannst á Akureyri.
Skjálftinn fannst á Akureyri. Vísir/Vilhelm

Stór skjálfti fannst á Akureyri í kvöld en hann mældist suðaustur við Grímsey klukkan 23.30. Hann var um 3,9 að stærð.

Þetta segir Minney Sigurðardóttir náttúruvársérfræðingur í samtali við fréttastofu. 

Veðurstofunni hafa borist fjölmargar tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist í byggð, m.a. Akureyri, Húsavík og Þórshöfn.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×