„Margt dýrmætt á þessum ferli“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. júlí 2025 11:32 Ásbjörn lítur til baka yfir ferilinn með miklu stolti og skilur sáttur við handboltann. vísir / ívar Eftir langan og farsælan feril eru handboltaskór Ásbjörns Friðrikssonar komnir upp í hillu. Hann ætlar að kúpla sig alfarið út til að byrja með fjölskyldunnar vegna og skilur sáttur við. Með sanni má segja að Ásbjörns verði saknað úr Kaplakrikanum eftir að hafa verið leikmaður FH í meira og minna sautján ár, en hvernig má það vera að maður að norðan sé svona mikill FH-ingur? „Pabbi svaraði þessu ágætlega eftir að hann kom í Krikann í vor, við vorum að ræða þetta og hann sagði: Það er tekið svo vel á móti manni hérna, það er eins og allir þekki mann. Ég held að það sé svolítið stemningin hérna og svo er maður búinn að búa í Hafnarfirði lengi, orðinn harður FH-ingur en líka KA-maður, inn við beinið, bara langt síðan maður var þar“ segir Ásbjörn. FH varð Íslandsmeistari á síðasta ári.vísir Aldrei sýnt öðrum liðum áhuga Ásbjörn gekk fyrst til liðs við FH árið 2008 og sneri svo aftur til félagsins árið 2012 eftir tvö ár með Alingsas í Svíþjóð í millitíðinni. Hann segir önnur íslensk lið hafa sýnt sér áhuga en sá áhugi var ekki gagnkvæmur. „Ég ýtti því alltaf strax frá mér“ segir Ásbjörn. Auðvelt í sumarfríi en verður erfitt í haust Ásbjörn er orðinn 37 ára gamall og segir tímapunktinn réttan til að skilja við leikmannaferilinn, ákvörðunin hafi samt verið erfið og eigi eftir að verða erfiðari með haustinu. „Ég held að hún verði ennþá erfiðari þegar boltinn fer aftur í gang núna í haust en hún er auðveld núna þegar þú ert bara í sumarfríi“ segir Ásbjörn. Ásbjörn í bikarúrslitaleiknum sem FH vann árið 2019.vísir Kúplar sig alfarið út og skilur sáttur við Ásbjörn hefur verið aðstoðarþjálfari FH undanfarin ár samhliða skyldum sínum sem leikmaður, en hættir einnig í þeirri stöðu. Hann segir gott að kúpla sig alfarið út um hríð og setja fjölskylduna í forgang. „Ágætis tímapunktur að fara út úr því núna. Maður þarf líka að geta átt seinnipart heima með fjölskyldunni, sem verða aðeins fleiri þegar maður fer út úr þessu. Þannig að það er fullt af hlutum sem tosa í þá átt, að taka sér smá pásu frá því líka“ segir Ásbjörn sem lítur til baka yfir ferilinn með miklu stolti. Bikarmeistaratitill í hús árið 2019. vísir „Ég er bara mjög ánægður með ferilinn, fullt af félögum, unnið titla, verið í góðum liðum, sjaldan verið í einhverju stórkostlegu veseni í mínu liði. Titlarnir og félagarnir sem maður hefur eignast í gegnum þetta, það er margt dýrmætt á þessum ferli“ segir Ásbjörn að lokum í innslagi Sportpakka Sýnar sem má sjá í spilaranum að ofan. Handbolti FH Olís-deild karla Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira
Með sanni má segja að Ásbjörns verði saknað úr Kaplakrikanum eftir að hafa verið leikmaður FH í meira og minna sautján ár, en hvernig má það vera að maður að norðan sé svona mikill FH-ingur? „Pabbi svaraði þessu ágætlega eftir að hann kom í Krikann í vor, við vorum að ræða þetta og hann sagði: Það er tekið svo vel á móti manni hérna, það er eins og allir þekki mann. Ég held að það sé svolítið stemningin hérna og svo er maður búinn að búa í Hafnarfirði lengi, orðinn harður FH-ingur en líka KA-maður, inn við beinið, bara langt síðan maður var þar“ segir Ásbjörn. FH varð Íslandsmeistari á síðasta ári.vísir Aldrei sýnt öðrum liðum áhuga Ásbjörn gekk fyrst til liðs við FH árið 2008 og sneri svo aftur til félagsins árið 2012 eftir tvö ár með Alingsas í Svíþjóð í millitíðinni. Hann segir önnur íslensk lið hafa sýnt sér áhuga en sá áhugi var ekki gagnkvæmur. „Ég ýtti því alltaf strax frá mér“ segir Ásbjörn. Auðvelt í sumarfríi en verður erfitt í haust Ásbjörn er orðinn 37 ára gamall og segir tímapunktinn réttan til að skilja við leikmannaferilinn, ákvörðunin hafi samt verið erfið og eigi eftir að verða erfiðari með haustinu. „Ég held að hún verði ennþá erfiðari þegar boltinn fer aftur í gang núna í haust en hún er auðveld núna þegar þú ert bara í sumarfríi“ segir Ásbjörn. Ásbjörn í bikarúrslitaleiknum sem FH vann árið 2019.vísir Kúplar sig alfarið út og skilur sáttur við Ásbjörn hefur verið aðstoðarþjálfari FH undanfarin ár samhliða skyldum sínum sem leikmaður, en hættir einnig í þeirri stöðu. Hann segir gott að kúpla sig alfarið út um hríð og setja fjölskylduna í forgang. „Ágætis tímapunktur að fara út úr því núna. Maður þarf líka að geta átt seinnipart heima með fjölskyldunni, sem verða aðeins fleiri þegar maður fer út úr þessu. Þannig að það er fullt af hlutum sem tosa í þá átt, að taka sér smá pásu frá því líka“ segir Ásbjörn sem lítur til baka yfir ferilinn með miklu stolti. Bikarmeistaratitill í hús árið 2019. vísir „Ég er bara mjög ánægður með ferilinn, fullt af félögum, unnið titla, verið í góðum liðum, sjaldan verið í einhverju stórkostlegu veseni í mínu liði. Titlarnir og félagarnir sem maður hefur eignast í gegnum þetta, það er margt dýrmætt á þessum ferli“ segir Ásbjörn að lokum í innslagi Sportpakka Sýnar sem má sjá í spilaranum að ofan.
Handbolti FH Olís-deild karla Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira