Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. júlí 2025 10:23 Engar fregnir hafa borist af því að til standi að koma til móts víð íbúa vegna vöruskemmunnar við Álfabakka 2. Og nú eru framkvæmdir hafnar við göngustíga þétt upp við svalir íbúa. Vísir/Vilhelm Ingi Þór Hafsteinsson, íbúi í Árskógum, segir íbúa vera búna að standa í stappi við Reykjavíkurborg allt frá því þeir fluttu inn. Fyrst var það frágangur við húsið, svo göngustígur og að lokum „græna gímaldið“ svokallaða. Nú eru aftur hafnar framkvæmdir við göngustíg, sem Ingi Þór segir liggja í minna en metra fjarlægð frá svölunum hjá sér. „Í reglum segir að þeir eigi að hafa samráð við íbúa varðandi allar svona framkvæmdir í nærumhverfinu en það var ekkert haft samráð við okkur. Það mættu bara vinnuvélar einn morguninn í síðust viku og byrjuðu.“ Ingi Þór setti sig í framhaldinu í samband við borgina og fékk að lokum teikningar, sem hann segir sýna steyptan vegg fyrir framan tvær íbúðir, upp við og upp fyrir gluggana. „Þannig að blessað fólkið sem býr þarna í endaíbúðinni og ætlar að njóta þess að sitja þarna úti á svölum hjá sér, það horfir bara á Berlínarmúrinn,“ segir Ingi Þór. „Svalirnar hjá okkur eru allar yfirbyggðar, mjög huggulegar svalir, og fólk notar þær mikil til að setjast út og njóta.“ Ingi Þór segir íbúa hafa átt fund með verkefnastjóra, sem hafi gengið vel. Menn hafi tekið jákvætt í þeirra tillögur. „En svo snýst allt á annan endann og það á bara að halda áfram sömu vitleysunni,“ bætir hann við. „Að reisa þennan vegg og malbika hérna göngustíg. Tillögur okkar voru að leggja bara gras hérna fyrir framan en þá kom í ljós að það á að vera hægt að keyra hérna inn á þetta, neyðarbílar.“ Spurður að því hvernig stemningin sé meðal íbúa eftir allt sem á undan er gengið er Ingi Þór ekki lengi að svara. „Mórallinn er bara ömurlegur,“ segir hann. „Og maður nær kannski tveimur, þremur tímum á nóttunni útaf þessu.“ Ingi Þór segist nú bíða og sjá hvað verður; hvort mótmæli sem íbúar efndu til í gær skila einhverju. Hann segist þó hóflega bjartsýnn miðað við hvernig komið hafi verið fram við íbúana hingað til. Bítið Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Nú eru aftur hafnar framkvæmdir við göngustíg, sem Ingi Þór segir liggja í minna en metra fjarlægð frá svölunum hjá sér. „Í reglum segir að þeir eigi að hafa samráð við íbúa varðandi allar svona framkvæmdir í nærumhverfinu en það var ekkert haft samráð við okkur. Það mættu bara vinnuvélar einn morguninn í síðust viku og byrjuðu.“ Ingi Þór setti sig í framhaldinu í samband við borgina og fékk að lokum teikningar, sem hann segir sýna steyptan vegg fyrir framan tvær íbúðir, upp við og upp fyrir gluggana. „Þannig að blessað fólkið sem býr þarna í endaíbúðinni og ætlar að njóta þess að sitja þarna úti á svölum hjá sér, það horfir bara á Berlínarmúrinn,“ segir Ingi Þór. „Svalirnar hjá okkur eru allar yfirbyggðar, mjög huggulegar svalir, og fólk notar þær mikil til að setjast út og njóta.“ Ingi Þór segir íbúa hafa átt fund með verkefnastjóra, sem hafi gengið vel. Menn hafi tekið jákvætt í þeirra tillögur. „En svo snýst allt á annan endann og það á bara að halda áfram sömu vitleysunni,“ bætir hann við. „Að reisa þennan vegg og malbika hérna göngustíg. Tillögur okkar voru að leggja bara gras hérna fyrir framan en þá kom í ljós að það á að vera hægt að keyra hérna inn á þetta, neyðarbílar.“ Spurður að því hvernig stemningin sé meðal íbúa eftir allt sem á undan er gengið er Ingi Þór ekki lengi að svara. „Mórallinn er bara ömurlegur,“ segir hann. „Og maður nær kannski tveimur, þremur tímum á nóttunni útaf þessu.“ Ingi Þór segist nú bíða og sjá hvað verður; hvort mótmæli sem íbúar efndu til í gær skila einhverju. Hann segist þó hóflega bjartsýnn miðað við hvernig komið hafi verið fram við íbúana hingað til.
Bítið Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira