Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar 16. júlí 2025 12:02 Eitt af málunum sem náði ekki í gegn á Alþingi rétt fyrir þinglok var frumvarp sem átti að tryggja 48 strandveiðidaga á ári. Atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, segir að það sé miður og að nú sé verið að skoða hvort hægt sé að finna leiðir til að láta þetta samt gerast. En málið er ekki svona einfalt. Það sem ráðherrann lagði til – að gefa út meira af veiðiheimildum sérstaklega fyrir strandveiðar – brýtur í raun gegn meginreglum íslensks fiskveiðistjórnunarkerfis. Þar á að ríkja jafnræði; það má ekki úthluta kvóta þannig að sumir hagnist en aðrir sitji eftir. Þetta frumvarp hefði gert nákvæmlega það – og Umboðsmaður Alþingis er nú með þetta til skoðunar. Í einföldu máli: Þorskveiðar eru nú þegar nýttar í topp miðað við það sem vísindamenn ráðleggja. Þrátt fyrir það hefur ráðherra nú þegar veitt meira af kvóta til strandveiða en lögin heimila – og vill nú gera enn meira. Það er áhyggjuefni. Þorskstofninn er ekki í góðu ástandi og vísindin segja okkur að dregið verði úr heildarveiði næsta ár. Ef við hlustum ekki á þessar ráðleggingar, þá gæti stofninn minnkað enn meira – og það gæti haft slæm áhrif á framtíð veiða og útflutning. Þótt strandveiðar séu vinsælar og margir séu háðir þeim, þá eru þær dýrar og ekki hagkvæmar. Fáir fiskar mikið, það fer mikið til spillis og veiðarnar eru áhættusamari en aðrar veiðar . Það er vitað mál. Þess vegna eru slíkar veiðar ekki skynsamlegar lausn þegar stofninn er veikur – og þegar Íslendingar selja nánast allan fisk sinn á markaði sem krefst þess að veiðarnar séu sjálfbærar og ábyrgðarfullar. Í stuttu máli: Ríkisstjórnin virðist ætla að auka veiðar með pólitískum vilja, ekki á grundvelli skynsemi, laga eða vísinda. Það getur skaðað trúverðugleika fiskveiðistjórnunar og ógnað hagsmunum þjóðarinnar. Skoðun Bláa hagkerfisins Ráðherrann á að hætta við þessar aðgerðir. Strandveiðikerfið þarf yfirhalningu – ekki fleiri dagar í kerfi sem allir vita að skilar ekki miklu nema sóun og vandræðum. Ef það á að hjálpa sjávarbyggðum, þá þarf að gera það með skýrum, lagalegum og hagkvæmum hætti – ekki með að hunsa reglurnar og fórna fiskstofnum fyrir skammtímapólitík. Höfundur er stofnandi Bláa hagkerfisins ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Strandveiðar Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af málunum sem náði ekki í gegn á Alþingi rétt fyrir þinglok var frumvarp sem átti að tryggja 48 strandveiðidaga á ári. Atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, segir að það sé miður og að nú sé verið að skoða hvort hægt sé að finna leiðir til að láta þetta samt gerast. En málið er ekki svona einfalt. Það sem ráðherrann lagði til – að gefa út meira af veiðiheimildum sérstaklega fyrir strandveiðar – brýtur í raun gegn meginreglum íslensks fiskveiðistjórnunarkerfis. Þar á að ríkja jafnræði; það má ekki úthluta kvóta þannig að sumir hagnist en aðrir sitji eftir. Þetta frumvarp hefði gert nákvæmlega það – og Umboðsmaður Alþingis er nú með þetta til skoðunar. Í einföldu máli: Þorskveiðar eru nú þegar nýttar í topp miðað við það sem vísindamenn ráðleggja. Þrátt fyrir það hefur ráðherra nú þegar veitt meira af kvóta til strandveiða en lögin heimila – og vill nú gera enn meira. Það er áhyggjuefni. Þorskstofninn er ekki í góðu ástandi og vísindin segja okkur að dregið verði úr heildarveiði næsta ár. Ef við hlustum ekki á þessar ráðleggingar, þá gæti stofninn minnkað enn meira – og það gæti haft slæm áhrif á framtíð veiða og útflutning. Þótt strandveiðar séu vinsælar og margir séu háðir þeim, þá eru þær dýrar og ekki hagkvæmar. Fáir fiskar mikið, það fer mikið til spillis og veiðarnar eru áhættusamari en aðrar veiðar . Það er vitað mál. Þess vegna eru slíkar veiðar ekki skynsamlegar lausn þegar stofninn er veikur – og þegar Íslendingar selja nánast allan fisk sinn á markaði sem krefst þess að veiðarnar séu sjálfbærar og ábyrgðarfullar. Í stuttu máli: Ríkisstjórnin virðist ætla að auka veiðar með pólitískum vilja, ekki á grundvelli skynsemi, laga eða vísinda. Það getur skaðað trúverðugleika fiskveiðistjórnunar og ógnað hagsmunum þjóðarinnar. Skoðun Bláa hagkerfisins Ráðherrann á að hætta við þessar aðgerðir. Strandveiðikerfið þarf yfirhalningu – ekki fleiri dagar í kerfi sem allir vita að skilar ekki miklu nema sóun og vandræðum. Ef það á að hjálpa sjávarbyggðum, þá þarf að gera það með skýrum, lagalegum og hagkvæmum hætti – ekki með að hunsa reglurnar og fórna fiskstofnum fyrir skammtímapólitík. Höfundur er stofnandi Bláa hagkerfisins ehf.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar