Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. júlí 2025 20:06 Ásgeir segist fyrst og fremst vilja fá að njóta ævikvöldsins í friði. Íbúar í Árskógum í Breiðholti festa ekki svefn vegna áhyggja af framkvæmdum á nýjum skjólvegg og göngustíg beint fyrir framan hús þeirra. Hús í sömu götu hefur verið í fréttum vegna græna gímaldsins svokallaða. Framkvæmdirnar hófust í síðustu viku en auk göngustígsins stendur til að setja upp steyptan vegg í eins og hálfs metra hæð við enda göngustígarins. Ásgeir Gunnarsson, eftirlaunaþegi og íbúi sem býr á fyrstu hæð að Árskógum 5-7, mun fá vegginn beint fyrir framan sína íbúð og segist ekki hafa getað sofið vegna áhyggja af framkvæmdunum. „Þeir ætla að drekkja okkur hérna í steinsteypu. Steinsteyptur veggur hérna við hliðina á okkur, mér hérna á hægri hönd. Hann verður líklega í svipaðri hæð og þetta hérna,“ segir Ásgeir. „Síðan þetta gerðist, það er nú komin vika síðan þetta gerðist fyrst, höfum við sofið lítið og við erum lurkum lamin. Þetta reynir á gamalt fólk. Við erum komin hingað til að hvíla okkur í restina á þessu lífi en það er greinilegt að það er ekki tekið tillit til þess.“ Mótmæltu framkvæmdunum um helgina Íbúar mótmæltu framkvæmdunum um helgina og kvarta yfir samráðsleysi af hálfu Reykjavíkurborgar. „Við stoppuðum vinnu hérna. En Reykjavíkurborg vill ekki tala við okkur. Ég skil ekki hvað er á ferðinni hérna, ég segi bara alveg eins og er, að þurfa að eyðileggja heila íbúð. Þeir eyðileggja okkar íbúð og stórskemma þessa því þar eru settir ljósastaurar fyrir framan.“ Hann óttast að íbúð sín og eiginkonu sinnar muni hríðfalla í verði. Hann hafi fengið þær upplýsingar að stígurinn hafi verið á deiluskipulagi frá 2009. Í þarnæsta húsi hafa íbúar átt í erjum við borgaryfirvöld vegna græna gímaldsins svokallaða, gríðarstórrar vöruskemmu sem hefur verð reist við Álfabakka 2 í nokkurra metra fjarlgæð frá fjölbýlishúsi í götunni. „Þegar þetta gímald kom þarna, þið sjáið það þarna. Þegar það kom þá var ekkert vandamál að byggja það yfir endann á þessum stíg. Þá var hann ekkert heilagur. En það er eins og hann sé heilagur núna. Það er einn hérna sem þóttist þekkja þetta, hann sagði, þetta eru tíu til fimmtán milljónir, að minnsta kosti,“ segir Ásgeir. „Ég vil helst fá að vera í friði og helst fá að geta sofið hér í rólegheitum og eins og ég segi, notið síðustu dagana hér á þessu jarðríki, en það er víst alveg útilokað.“ Reykjavík Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
Framkvæmdirnar hófust í síðustu viku en auk göngustígsins stendur til að setja upp steyptan vegg í eins og hálfs metra hæð við enda göngustígarins. Ásgeir Gunnarsson, eftirlaunaþegi og íbúi sem býr á fyrstu hæð að Árskógum 5-7, mun fá vegginn beint fyrir framan sína íbúð og segist ekki hafa getað sofið vegna áhyggja af framkvæmdunum. „Þeir ætla að drekkja okkur hérna í steinsteypu. Steinsteyptur veggur hérna við hliðina á okkur, mér hérna á hægri hönd. Hann verður líklega í svipaðri hæð og þetta hérna,“ segir Ásgeir. „Síðan þetta gerðist, það er nú komin vika síðan þetta gerðist fyrst, höfum við sofið lítið og við erum lurkum lamin. Þetta reynir á gamalt fólk. Við erum komin hingað til að hvíla okkur í restina á þessu lífi en það er greinilegt að það er ekki tekið tillit til þess.“ Mótmæltu framkvæmdunum um helgina Íbúar mótmæltu framkvæmdunum um helgina og kvarta yfir samráðsleysi af hálfu Reykjavíkurborgar. „Við stoppuðum vinnu hérna. En Reykjavíkurborg vill ekki tala við okkur. Ég skil ekki hvað er á ferðinni hérna, ég segi bara alveg eins og er, að þurfa að eyðileggja heila íbúð. Þeir eyðileggja okkar íbúð og stórskemma þessa því þar eru settir ljósastaurar fyrir framan.“ Hann óttast að íbúð sín og eiginkonu sinnar muni hríðfalla í verði. Hann hafi fengið þær upplýsingar að stígurinn hafi verið á deiluskipulagi frá 2009. Í þarnæsta húsi hafa íbúar átt í erjum við borgaryfirvöld vegna græna gímaldsins svokallaða, gríðarstórrar vöruskemmu sem hefur verð reist við Álfabakka 2 í nokkurra metra fjarlgæð frá fjölbýlishúsi í götunni. „Þegar þetta gímald kom þarna, þið sjáið það þarna. Þegar það kom þá var ekkert vandamál að byggja það yfir endann á þessum stíg. Þá var hann ekkert heilagur. En það er eins og hann sé heilagur núna. Það er einn hérna sem þóttist þekkja þetta, hann sagði, þetta eru tíu til fimmtán milljónir, að minnsta kosti,“ segir Ásgeir. „Ég vil helst fá að vera í friði og helst fá að geta sofið hér í rólegheitum og eins og ég segi, notið síðustu dagana hér á þessu jarðríki, en það er víst alveg útilokað.“
Reykjavík Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira