Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. júlí 2025 11:00 Hér má sjá hvar göngustígurinn mun liggja framhjá íbúðunum. Aðsend/Ingi Þór Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir að göngustígur sem nú er unnið að við Árskóga hafi verið á skipulagi alveg frá upphafi. Íbúar eru óánægðir með stíginn, sem liggur þétt við húsið. Framkvæmdin kemur á hæla byggingu vöruhússins við Álfabakka 2, sem stendur enn óbreytt þrátt fyrir mikil mótmæli. Ámundi var spurður að því í Bítinu á Bylgjunni í morgun hvernig málið blasti við borgaryfirvöldum. „Nú þetta blasir þannig við okkur að við erum þarna í framkvæmdum við gerð göngustígs sem er hluti af stígakerfinu í Breiðholtinu og umlýkur í rauninni íþróttasvæði ÍR. Og reyndar er þetta ekki bara göngustígur heldur er þetta líka aðkoma neyðarbíla slökkviliðsins. Ef þannig aðstæður koma upp er nauðsynlegt að slökkviliðið hafi aðgang að þessari hlið lóðarinnar og hússins sem þarna stendur, með körfubíl til að bjarga fólki ef svo ber undir.“ Skipulag á svæðinu megi rekja til ársins 2009 en árið 2015 hafi verið gerðar breytingar að ósk lóðarhafa, Félags eldri borgara, þannig að byggingareiturinn innan lóðar var stækkaður og færður út að lóðamörkunum, þar sem gert var ráð fyrir göngustíg. „Lóðarhöfum mátti vera það fullkomlega ljóst að þarna væri göngustígur,“ segir Ámundi. Spurður að því hvort kaupendum hafi verið gert það ljóst segist hann ekki vita hvernig upplýsingagjöf var háttað við þau viðskipti. Búin að koma til móts við athugasemdir Ámundi segir göngustíga meðfram íbúðum ekki óalgenga í borginni. Komið hafi verið til móts við athugasemdir íbúa með því að mjókka göngustíginn um hálfan metra og færa hann fjær lóðarmörkunum en áður hafði verið gert ráð fyrir. Stígurinn sé nú 1,25 metra frá lóðamörkunum. Múrveggur sem verður reistur fyrir framan tvær íbúðir sé ekki á skipulagi, „en hann er til kominn vegna þess að frágangurinn á lóðinni í suðausturhorninu er þannig að hann er ekki í samræmi við útgefið hæðarblað sem borgin gefur út og segir til um það hvernig lóðarhafi eigi að ganga frá lóðinni“. Ámundi segir skiljanlegt að framkvæmdirnar komi við íbúa en að öllum ætti að hafa verið ljóst að þarna kæmi göngustígur. Búið sé að færa hann eins og hægt er, án þess að ganga á æfingasvæði ÍR. „Við erum búin að gera allt sem við getum,“ segir hann og ítrekar að þarna sé ekki aðeins um göngustíg að ræða heldur einnig aðkomu neyðarbíla. Ámundi segist skilja að íbúum sé brugðið en að þetta ætti ekki að koma þeim að óvörum. „Við teljum að við séum að gera þetta allt eftir bókinni; þetta hafi legið fyrir, fólki hafi mátt vera þetta ljóst,“ segir Ámundi, enda hafi fyrstu fundir um málið verið haldnir árið 2022. Skipulag Reykjavík Vöruskemma við Álfabakka Bítið Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Fleiri fréttir Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Sjá meira
Íbúar eru óánægðir með stíginn, sem liggur þétt við húsið. Framkvæmdin kemur á hæla byggingu vöruhússins við Álfabakka 2, sem stendur enn óbreytt þrátt fyrir mikil mótmæli. Ámundi var spurður að því í Bítinu á Bylgjunni í morgun hvernig málið blasti við borgaryfirvöldum. „Nú þetta blasir þannig við okkur að við erum þarna í framkvæmdum við gerð göngustígs sem er hluti af stígakerfinu í Breiðholtinu og umlýkur í rauninni íþróttasvæði ÍR. Og reyndar er þetta ekki bara göngustígur heldur er þetta líka aðkoma neyðarbíla slökkviliðsins. Ef þannig aðstæður koma upp er nauðsynlegt að slökkviliðið hafi aðgang að þessari hlið lóðarinnar og hússins sem þarna stendur, með körfubíl til að bjarga fólki ef svo ber undir.“ Skipulag á svæðinu megi rekja til ársins 2009 en árið 2015 hafi verið gerðar breytingar að ósk lóðarhafa, Félags eldri borgara, þannig að byggingareiturinn innan lóðar var stækkaður og færður út að lóðamörkunum, þar sem gert var ráð fyrir göngustíg. „Lóðarhöfum mátti vera það fullkomlega ljóst að þarna væri göngustígur,“ segir Ámundi. Spurður að því hvort kaupendum hafi verið gert það ljóst segist hann ekki vita hvernig upplýsingagjöf var háttað við þau viðskipti. Búin að koma til móts við athugasemdir Ámundi segir göngustíga meðfram íbúðum ekki óalgenga í borginni. Komið hafi verið til móts við athugasemdir íbúa með því að mjókka göngustíginn um hálfan metra og færa hann fjær lóðarmörkunum en áður hafði verið gert ráð fyrir. Stígurinn sé nú 1,25 metra frá lóðamörkunum. Múrveggur sem verður reistur fyrir framan tvær íbúðir sé ekki á skipulagi, „en hann er til kominn vegna þess að frágangurinn á lóðinni í suðausturhorninu er þannig að hann er ekki í samræmi við útgefið hæðarblað sem borgin gefur út og segir til um það hvernig lóðarhafi eigi að ganga frá lóðinni“. Ámundi segir skiljanlegt að framkvæmdirnar komi við íbúa en að öllum ætti að hafa verið ljóst að þarna kæmi göngustígur. Búið sé að færa hann eins og hægt er, án þess að ganga á æfingasvæði ÍR. „Við erum búin að gera allt sem við getum,“ segir hann og ítrekar að þarna sé ekki aðeins um göngustíg að ræða heldur einnig aðkomu neyðarbíla. Ámundi segist skilja að íbúum sé brugðið en að þetta ætti ekki að koma þeim að óvörum. „Við teljum að við séum að gera þetta allt eftir bókinni; þetta hafi legið fyrir, fólki hafi mátt vera þetta ljóst,“ segir Ámundi, enda hafi fyrstu fundir um málið verið haldnir árið 2022.
Skipulag Reykjavík Vöruskemma við Álfabakka Bítið Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Fleiri fréttir Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Sjá meira