Fótbolti

Neymar með sigur­markið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neymar fagnar sigurmarki sínu í 1-0 sigri Santos á toppliði Flamengo.
Neymar fagnar sigurmarki sínu í 1-0 sigri Santos á toppliði Flamengo. Getty/Ricardo Moreira

Neymar var hetja Santos í sigri á toppliði brasilíska boltans í nótt.

Santos vann þá 1-0 sigur á Flamengo og Neymar skoraði eina mark leiksins á 84. mínútu.

„Ég er mjög ánægður með að geta lagt mitt af mörkunum í sókn sem vörn. Flemengo er að mínu mati með besta liðið í deildinni. Þessi sigur er ný byrjun fyrir okkur. Við sýndum að við getum spilað á móti öllum liðum í brasilísku deildinni,“ sagði Neymar.

Þetta var hans fyrsta deildarmark á tímabilinu og fyrsti níutíu mínútna leikur hans síðan í febrúar.

Neymar hefur verið að glíma við vöðvameiðsli síðan að hann kom aftur til æskufélagsins eftir veru hjá sádi-arabíska félaginu Al Hilal. Neymar ætlaði að spila sig aftur í gang hjá Santos og snúa síðan aftur til Evrópu. Það hefur gengið frekar brösuglega en markið í nótt lofar góðu fyrir framhaldið.

Þetta var líka tímamótamark fyrir Neymar því þetta var hans sjöundraðasta mark sem hann kemur að með því annað hvort að skora sjálfur eða gefa stoðsendinguna.

Sigurmarkið hans á móti Flamengo má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×