Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. júlí 2025 17:00 Jennifer Lopez ásamt eiginmönnum sínum fjórum: Ojani Noa, Cris Judd, Marc Anthony og Ben Affleck. Getty Jennifer Lopez greindi aðdáendum sínum frá því á tónleikum að hún ætlar ekki að gifta sig oftar. Lopez hefur gengið í hjónaband fjórum sinnum og skilið jafnoft. Á tónleikum Lopez á Spáni á þriðjudag hélt einn tónleikagesti á skilti sem á stóð „JLo, viltu giftast mér?“ Söngkonan sá skiltið greinilega og svaraði svo: „Ég held ég sé búin með það. Ég er búinn að reyna það nokkrum sinnum“. Sjá einnig: Jennifer Lopez sækir um skilnað Fjórði og nýjasti skilnaður Lopez gekk í gegn í janúar á þessu ári, fimm mánuðum eftir að hún sóttist eftir skilnaði frá Ben Affleck eftir tæplega tveggja ára hjónaband þeirra. Jennifer Lopez reacts to a fan asking to marry her:“I think I’m done with that. I’ve tried that a few times” 😂 pic.twitter.com/zoQqxse0Tl— Jennifer Lopez Updates (@JLopezUpdate2) July 16, 2025 Fjórir eiginmenn og A-Rod kærasti Affleck og Lopez voru eitt heitasta par Hollywood, yfirleitt kölluð Bennifer, þegar þau byrjuðu fyrst saman árið 2002. Ekki nóg með að þau væru saman heldur léku þau á móti hvoru öðru í bæði Gigli (2003) og Jersey Girl (2004). Parið gekk svo langt að trúlofa sig en sambandið rann á endanum út í sandinn eftir átján mánuði. Affleck og Lopez tóku aftur saman árið 2021 og giftu sig við litla athöfn í Las Vegas eftir þriggja mánaða trúlofun. Það hjónaband entist ekki lengur en í tvö ár eins og hefur komið fram. Lopez með Alexander Rodriguez til vinstri, og Marc Anthony til hægri.Getty Áður en Lopez tók aftur saman við Affleck átti hún fjögurra ára samband með fyrrverandi hafnaboltaleikmanninum Alexander Rodriguez, A-Rod. Þar áður var Lopez gift popparanum Marc Anthony frá 2004 til 2014 en þau eiga saman tvíburana Max og Emme. Lopez og Anthony léku saman í kvikmyndinni El Cantante (2006) og fóru saman á El Cantante-tónleikaferðalagið árið 2007. Á undan Anthony kom dansarinn Cris Judd sem Lopez kynntist árið 2001 við tökur á tónlistarmyndbandinu við lag hennar „Love Don't Cost a Thing“. Þau hófu ástarsamband eftir tökurnar, giftu sig sama ár en skildu um einu og hálfu ári síðar, 2003. Jennifer Lopez með fyrsta eiginmanni sínum, Ojani Noa, til vinstri og öðrum eiginmanni sínum, Cris Judd, til hægri.Getty Fyrsti eiginmaður Lopez var kúbverski þjónninn Ojani Noa sem hún giftist í febrúar 1997, aðeins mánuði áður en hún öðlaðist heimsfrægð fyrir leik sinn í ævisögulegu kvikmyndinni Selenu um samnefnda söngkonu. Hjónabandið entist í aðeins ellefu mánuði og var Noa síðar meinað að gefa út bók um hjónabandið og nota myndefni úr brúðkaupi þeirra í heimildarmynd. Noa tjáði sig um hjónabandið í Youtube-myndbandi árið 2011 þar sem hann sagði: „Brúðkaupið var mjög klikkað. Ég elska þá staðreynd að ég gifti mig því ég var algjörlega ástfanginn, ég var ástfanginn upp fyrir haus. Við vorum algjörlega ástfangin.“ Ástin og lífið Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Sjá meira
Á tónleikum Lopez á Spáni á þriðjudag hélt einn tónleikagesti á skilti sem á stóð „JLo, viltu giftast mér?“ Söngkonan sá skiltið greinilega og svaraði svo: „Ég held ég sé búin með það. Ég er búinn að reyna það nokkrum sinnum“. Sjá einnig: Jennifer Lopez sækir um skilnað Fjórði og nýjasti skilnaður Lopez gekk í gegn í janúar á þessu ári, fimm mánuðum eftir að hún sóttist eftir skilnaði frá Ben Affleck eftir tæplega tveggja ára hjónaband þeirra. Jennifer Lopez reacts to a fan asking to marry her:“I think I’m done with that. I’ve tried that a few times” 😂 pic.twitter.com/zoQqxse0Tl— Jennifer Lopez Updates (@JLopezUpdate2) July 16, 2025 Fjórir eiginmenn og A-Rod kærasti Affleck og Lopez voru eitt heitasta par Hollywood, yfirleitt kölluð Bennifer, þegar þau byrjuðu fyrst saman árið 2002. Ekki nóg með að þau væru saman heldur léku þau á móti hvoru öðru í bæði Gigli (2003) og Jersey Girl (2004). Parið gekk svo langt að trúlofa sig en sambandið rann á endanum út í sandinn eftir átján mánuði. Affleck og Lopez tóku aftur saman árið 2021 og giftu sig við litla athöfn í Las Vegas eftir þriggja mánaða trúlofun. Það hjónaband entist ekki lengur en í tvö ár eins og hefur komið fram. Lopez með Alexander Rodriguez til vinstri, og Marc Anthony til hægri.Getty Áður en Lopez tók aftur saman við Affleck átti hún fjögurra ára samband með fyrrverandi hafnaboltaleikmanninum Alexander Rodriguez, A-Rod. Þar áður var Lopez gift popparanum Marc Anthony frá 2004 til 2014 en þau eiga saman tvíburana Max og Emme. Lopez og Anthony léku saman í kvikmyndinni El Cantante (2006) og fóru saman á El Cantante-tónleikaferðalagið árið 2007. Á undan Anthony kom dansarinn Cris Judd sem Lopez kynntist árið 2001 við tökur á tónlistarmyndbandinu við lag hennar „Love Don't Cost a Thing“. Þau hófu ástarsamband eftir tökurnar, giftu sig sama ár en skildu um einu og hálfu ári síðar, 2003. Jennifer Lopez með fyrsta eiginmanni sínum, Ojani Noa, til vinstri og öðrum eiginmanni sínum, Cris Judd, til hægri.Getty Fyrsti eiginmaður Lopez var kúbverski þjónninn Ojani Noa sem hún giftist í febrúar 1997, aðeins mánuði áður en hún öðlaðist heimsfrægð fyrir leik sinn í ævisögulegu kvikmyndinni Selenu um samnefnda söngkonu. Hjónabandið entist í aðeins ellefu mánuði og var Noa síðar meinað að gefa út bók um hjónabandið og nota myndefni úr brúðkaupi þeirra í heimildarmynd. Noa tjáði sig um hjónabandið í Youtube-myndbandi árið 2011 þar sem hann sagði: „Brúðkaupið var mjög klikkað. Ég elska þá staðreynd að ég gifti mig því ég var algjörlega ástfanginn, ég var ástfanginn upp fyrir haus. Við vorum algjörlega ástfangin.“
Ástin og lífið Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Sjá meira