Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2025 07:13 Late Night undir stjórn Colbert hefur notið mikilla vinsælda. Stjórnendur CBS segja ákvörðunina fjárhagslega. Getty/Dimitros Kambouris Þáttastjórnandinn Stephen Colbert greindi frá því í gærkvöldi að honum hefði verið tilkynnt á miðvikudaginn að stjórnendur CBS hefðu ákveðið að leggja niður kvöldþáttinn Late Show. Colbert hefur stýrt þættinum í fimmtán ár og tók við af David Letterman, sem stýrði honum í yfir 20 ár. Þáttastjórnandinn greindi áhorfendum í sjónvarpssal frá tíðindunum við upptökur á nýjasta þættinum. Áhorfendur brugðust illa við fregnunum og Colbert sagðist sama sinnis. „Þetta er frábært starf,“ sagði hann. „Ég vildi óska að einhver annar væri að fá það. Og þetta er starf sem ég hlakka til að sinna með þessum bjánum næstu tíu mánuðina,“ sagði Colbert og vísaði þar til samstarfsmanna sinna sem hann sagðist afar þakklátur fyrir. Þátturinn mun hverfa úr loftinu á næsta ári. Just finished taping with Stephen Colbert who announced his show was cancelled.If Paramount and CBS ended the Late Show for political reasons, the public deserves to know. And deserves better.— Adam Schiff (@SenAdamSchiff) July 17, 2025 Fregnirnar hafa komið á óvart og þykja um margt grunsamlegar en þátturinn hefur notið mikilla vinsælda. Margir hafa bent á að Colbert hafi um langt skeið verið einn af beittustu gagnrýnendum Donald Trump en eigendur Paramount, móðurfyrirtækis CBS, hafa unnið að því leynt og ljóst síðustu misseri að fá stjórnvöld til að leggja blessun sína yfir samruna Paramount og fjölmiðlafyrirtækisins Skydance. Í þessu samhengi vekur athygli að fyrr í vikunni kallaði Colbert ákvörðun stjórnenda Paramount um að gera samkomulag við Trump í máli hans gegn fyrirtækinu „stórar, feitar mútur“. Bandaríkin Donald Trump Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Sjá meira
Colbert hefur stýrt þættinum í fimmtán ár og tók við af David Letterman, sem stýrði honum í yfir 20 ár. Þáttastjórnandinn greindi áhorfendum í sjónvarpssal frá tíðindunum við upptökur á nýjasta þættinum. Áhorfendur brugðust illa við fregnunum og Colbert sagðist sama sinnis. „Þetta er frábært starf,“ sagði hann. „Ég vildi óska að einhver annar væri að fá það. Og þetta er starf sem ég hlakka til að sinna með þessum bjánum næstu tíu mánuðina,“ sagði Colbert og vísaði þar til samstarfsmanna sinna sem hann sagðist afar þakklátur fyrir. Þátturinn mun hverfa úr loftinu á næsta ári. Just finished taping with Stephen Colbert who announced his show was cancelled.If Paramount and CBS ended the Late Show for political reasons, the public deserves to know. And deserves better.— Adam Schiff (@SenAdamSchiff) July 17, 2025 Fregnirnar hafa komið á óvart og þykja um margt grunsamlegar en þátturinn hefur notið mikilla vinsælda. Margir hafa bent á að Colbert hafi um langt skeið verið einn af beittustu gagnrýnendum Donald Trump en eigendur Paramount, móðurfyrirtækis CBS, hafa unnið að því leynt og ljóst síðustu misseri að fá stjórnvöld til að leggja blessun sína yfir samruna Paramount og fjölmiðlafyrirtækisins Skydance. Í þessu samhengi vekur athygli að fyrr í vikunni kallaði Colbert ákvörðun stjórnenda Paramount um að gera samkomulag við Trump í máli hans gegn fyrirtækinu „stórar, feitar mútur“.
Bandaríkin Donald Trump Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Sjá meira