Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2025 16:02 Marta Vieira var sex sinnum kosin besta knattspyrnukona heims og enginn hefur skorað fleiri mörk í úrslitakeppni HM. Getty/Franklin Jacome Eina besta fótboltakona sögunnar hefur gagnrýnt Knattspyrnusamband Suður-Ameríku fyrir þá aðstöðu sem bestu knattspyrnukonum Suður-Ameríku er boðið upp á þessa dagana. Suðurameríkukeppni landsliða, Copa América, stendur nú yfir hjá konunum í Ekvador. Knattspyrnukonurnar fengu ekki að hita upp út á vellinum fyrir leik til að að spara völlinn. Þær þurftu í staðinn að hita upp á sérstöku innisvæði. Það vakti athygli á samfélagsmiðlum þegar lið Brasilíu og Bólívíu þurftu að hita upp á þröngu svæði fyrir leik liðanna. Þarna voru bæði lið í hálfgerðum troðningi. Ástæðan var mikið álag á Gonzalo Pozo Ripalda leikvanginum því það fóru fram tveir leikir á vellinum á sama degi. „Það er langt síðan ég spilaði í móti hér í Suður-Ameríku og ég sorgmædd yfir þessum kringumstæðum,“ sagði Marta við Globo Esporte í Brasilíu. „Það er búist við því að íþróttamenn standi sig vel og leggi mikið á sig en við gerum líka kröfur um alvöru utanumhald,“ sagði Marta. „Það var ekki nógu mikið pláss fyrir bæði lið til að hita upp en auðvitað vildu þau bæði undirbúa sig sem best. Ég skil bara ekki af hverju við máttum ekki hita upp inn á vellinum,“ sagði Marta. „Þetta var líka vandamál fyrir okkur því það var mjög heitt inni í viðbót við það að vera spila í mikilli hæð. Ég vona að CONMEBOL breyti hlutum hjá sér og getur betrumbætur á aðstöðunni,“ sagði Marta. Þetta er kannski svipað og íslensku goðsagnirnar voru að kvarta yfir í heimildaþáttunum Systraslag en þær lentu í svipuðu á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Þá máttu þær ekki spila á grasinu og þurftu að sætta sig við mölina eða að spila á malarskóm til að eyðileggja ekki grasið. Fortíðin hjá íslenskum knattspyrnukonum er því miður nútíðin hjá þeim í Suður-Ameríku og að meira að segja á stórmóti. Copa América Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Suðurameríkukeppni landsliða, Copa América, stendur nú yfir hjá konunum í Ekvador. Knattspyrnukonurnar fengu ekki að hita upp út á vellinum fyrir leik til að að spara völlinn. Þær þurftu í staðinn að hita upp á sérstöku innisvæði. Það vakti athygli á samfélagsmiðlum þegar lið Brasilíu og Bólívíu þurftu að hita upp á þröngu svæði fyrir leik liðanna. Þarna voru bæði lið í hálfgerðum troðningi. Ástæðan var mikið álag á Gonzalo Pozo Ripalda leikvanginum því það fóru fram tveir leikir á vellinum á sama degi. „Það er langt síðan ég spilaði í móti hér í Suður-Ameríku og ég sorgmædd yfir þessum kringumstæðum,“ sagði Marta við Globo Esporte í Brasilíu. „Það er búist við því að íþróttamenn standi sig vel og leggi mikið á sig en við gerum líka kröfur um alvöru utanumhald,“ sagði Marta. „Það var ekki nógu mikið pláss fyrir bæði lið til að hita upp en auðvitað vildu þau bæði undirbúa sig sem best. Ég skil bara ekki af hverju við máttum ekki hita upp inn á vellinum,“ sagði Marta. „Þetta var líka vandamál fyrir okkur því það var mjög heitt inni í viðbót við það að vera spila í mikilli hæð. Ég vona að CONMEBOL breyti hlutum hjá sér og getur betrumbætur á aðstöðunni,“ sagði Marta. Þetta er kannski svipað og íslensku goðsagnirnar voru að kvarta yfir í heimildaþáttunum Systraslag en þær lentu í svipuðu á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Þá máttu þær ekki spila á grasinu og þurftu að sætta sig við mölina eða að spila á malarskóm til að eyðileggja ekki grasið. Fortíðin hjá íslenskum knattspyrnukonum er því miður nútíðin hjá þeim í Suður-Ameríku og að meira að segja á stórmóti.
Copa América Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira