Viðskipti innlent

Auður leiðir nýja sam­steypu á ís­lenskum markaði

Jón Þór Stefánsson skrifar
Auður Daníelsdóttir er forstjóri Dranga.
Auður Daníelsdóttir er forstjóri Dranga.

Fjöldi þekktra íslenskra vörumerkja varða rekin undir nýju félagi, Dröngum ehf. eftir að Samkeppniseftirlitið samþykkti kaup Orkunnar á Samkaupum.

Í tilkynningu frá þessu nýja félagi segir að það muni starfa á ýmsum sviðum, líkt og á matvörumarkaði, í bílaþjónustu og í lyfsölu. Samtals verði þjónustustöðvar Dranga 161 um allt land.

Tekjur félaganna sem nú eru sameinuð voru 75 milljarðar á síðasta ári.

Auður Daníelsdóttir, hefur verið ráðinn forstjóri Dranga, en hún hefur leitt Orkuna undanfarin ár.

Umrædd vörumerki eru: Samkaup, Orkan, Lyfjaval, Nettó, Prís, 10-11, Heimkaup, Krambúðin, Kjörbúðin, og Iceland.

Auður Daníelsdóttir, hefur verið ráðinn forstjóri Dranga, en hún hefur leitt Orkuna undanfarin ár.

Í tilkynningunni segir að Drangar muni stefna að „einföldum, ódýrum og skilvirkum rekstri á öllum sínum starfseiningum“. Áhersla verði lögð á „skýra ásýnd vörumerkja og gott úrval á vöru og þjónustu þar sem viðskiptavinurinn verður í fyrsta sæti“.

Þá kemur fram að stefnt sé að skráningu Dranga á skipulegan markað í Kauphöll á Íslandi fyrir árslok 2027.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×