Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar 18. júlí 2025 20:00 Um þessar mundir virðist ekki vera nokkur skortur á ábyrgðarlausum yfirlýsingum á íslenska stjórnmálasviðinu. Þinginu var slitið í upphafi vikunnar í skugga óræðra hótana af hálfu stjórnarandstöðunnar í kjölfar þess að bundinn var endi á málþóf og tafaleiki sem hafa einkennt allt starf vorsins síðan þing kom saman í febrúar. Þá hefur Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður sjálfstæðisflokksins sett fram undarleg viðbrögð á Facebook síðu sinni þann 17. júlí vegna heimsóknar forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursulu von der Leyen til landsins í tilefni af samstarfsyfirlýsingu við Ísland um öryggis- og varnarmál. Formaður Sjálfstæðisflokksins talar um leynileg áform, „grundvallarstefnubreytingar“ og gefið í skyn að þjóðin hafi ekki veitt umboð sitt til þess að eiga tvíhliða samtal við Evrópusambandið um þessi málefni enda geti það farið í bága við skyldur okkar sem NATO-þjóð. Það er skemmst að segja frá því að Evrópusambandið hefur um þessar mundir hafið sambærilegt samtal við aðrar Evrópuþjóðir sem standa utan bandalagsins. Þetta eru þjóðir sem við Íslendingar viljum sannarlega bera okkur saman við, til að mynda NATO-þjóðirnar Noregur og Bretland. Þá hefur önnur NATO-þjóð, Kanada, tekið afdráttarlaus skref í átt að auknu samstarfi við Evrópusambandi á sviði öryggis- og varnarmála en einnig viðskipta. Vel að merkja er hér um að ræða þjóðir sem eiga sér öfluga og gagnrýna stjórnarandstöðu af hægri vængnum sem hefur tekið samstarfinu fagnandi. Af þeirra hálfu er horfst í augu við heiminn eins og hann er og stjórnarandstaðan stillir sig um að slá ódýrar pólitískar keilur um jafn mikilvæg málefni. Samstarfsyfirlýsing Íslands og Evrópusambandsins lýtur að fjölmörgum atriðum, til að mynda auknu upplýsingaflæði, samráði um öryggi á hafsvæðum og á norðurslóðum, möguleika á þátttöku í friðargæsluverkefnum og samstarfi um fjárfestingar í innviðum sem nýtast í senn til almannavarna og hefðbundinna varnarverkefna. Þetta eru málefni sem Ísland hefur þegar sinnt þátttöku í gegnum NATO. Það gengur ekki gegn skyldum okkar sem stofnaðila að Norður Atlantshafsbandalaginu að efla varnir okkar í samstarfi við líkt þenkjandi þjóðir. Það er beinlínis ábyrg stefna og verður að skoða í samhengi við ákall vestanhafs um að aðildarþjóðir auki við framlög sín til varnarmála. Það þarf ekki að minna formann Sjálfstæðisflokksins að stríð geisar í Evrópu og eðli sem og form öryggisógna taka gífurlega hröðum breytingum. Þá gildir öllu að taka höndum saman við okkar helstu bandamenn í Evrópu sem eru og verða okkar mikilvægasti viðskiptavettvangur. Með því að taka á móti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á tvíhliða grunni styrkir Ísland ekki bara samstarf sitt við helstu bandamenn sína í öryggis- og varnarmálum með sýnilegum hætti heldur stöndum við styrkri stöðu sem sjálfstæður samningsaðili. Þetta ætti að vera öllum fagnaðarefni. Ísland er sjálfstætt ríki og verður það vonandi um ókomna tíð. Við erum hins vegar ekki ein. Við eigum allt okkar öryggi undir því að alþjóðalög séu virt og milliríkjaviðskipti séu ræktuð sem mest við önnur lýðræðisríki sem deila með okkur gildum og hagsmunum. Að vissu leyti hef ég skilning á því að formaður stjórnmálaflokks í stjórnarandstöðu noti tilefnið og setji heimsókn forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að einhverju leyti í samhengi við fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hugsanlegt áframhald á aðildarviðræðum Íslands við sambandið. Óeðlilegt hefði verið ef málefnið hefði ekki borist til tals og viðbúið var að Sjálfstæðisflokkurinn vilji stilla sér gegn því að þeim verði fram haldið. Þá á hins vegar að ræða slíkt beint. Hér missti formaður sjálfstæðisflokksins af gullnu tækifæri á að benda á hversu máttug við jafnvel erum sem smáþjóð sem hefur burði til að gera tvíhliða samkomulag við hið stóra Evrópusamband. Það er því ekkert eðlilega óábyrgt að reyna að gera ábyrgt, rökrétt og skynsamlegt samstarf Íslands og Evrópusambandsins í öryggis- og varnarmálum tortryggilegt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og á sæti í utanríkismálanefnd Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Dagbjört Hákonardóttir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir virðist ekki vera nokkur skortur á ábyrgðarlausum yfirlýsingum á íslenska stjórnmálasviðinu. Þinginu var slitið í upphafi vikunnar í skugga óræðra hótana af hálfu stjórnarandstöðunnar í kjölfar þess að bundinn var endi á málþóf og tafaleiki sem hafa einkennt allt starf vorsins síðan þing kom saman í febrúar. Þá hefur Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður sjálfstæðisflokksins sett fram undarleg viðbrögð á Facebook síðu sinni þann 17. júlí vegna heimsóknar forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursulu von der Leyen til landsins í tilefni af samstarfsyfirlýsingu við Ísland um öryggis- og varnarmál. Formaður Sjálfstæðisflokksins talar um leynileg áform, „grundvallarstefnubreytingar“ og gefið í skyn að þjóðin hafi ekki veitt umboð sitt til þess að eiga tvíhliða samtal við Evrópusambandið um þessi málefni enda geti það farið í bága við skyldur okkar sem NATO-þjóð. Það er skemmst að segja frá því að Evrópusambandið hefur um þessar mundir hafið sambærilegt samtal við aðrar Evrópuþjóðir sem standa utan bandalagsins. Þetta eru þjóðir sem við Íslendingar viljum sannarlega bera okkur saman við, til að mynda NATO-þjóðirnar Noregur og Bretland. Þá hefur önnur NATO-þjóð, Kanada, tekið afdráttarlaus skref í átt að auknu samstarfi við Evrópusambandi á sviði öryggis- og varnarmála en einnig viðskipta. Vel að merkja er hér um að ræða þjóðir sem eiga sér öfluga og gagnrýna stjórnarandstöðu af hægri vængnum sem hefur tekið samstarfinu fagnandi. Af þeirra hálfu er horfst í augu við heiminn eins og hann er og stjórnarandstaðan stillir sig um að slá ódýrar pólitískar keilur um jafn mikilvæg málefni. Samstarfsyfirlýsing Íslands og Evrópusambandsins lýtur að fjölmörgum atriðum, til að mynda auknu upplýsingaflæði, samráði um öryggi á hafsvæðum og á norðurslóðum, möguleika á þátttöku í friðargæsluverkefnum og samstarfi um fjárfestingar í innviðum sem nýtast í senn til almannavarna og hefðbundinna varnarverkefna. Þetta eru málefni sem Ísland hefur þegar sinnt þátttöku í gegnum NATO. Það gengur ekki gegn skyldum okkar sem stofnaðila að Norður Atlantshafsbandalaginu að efla varnir okkar í samstarfi við líkt þenkjandi þjóðir. Það er beinlínis ábyrg stefna og verður að skoða í samhengi við ákall vestanhafs um að aðildarþjóðir auki við framlög sín til varnarmála. Það þarf ekki að minna formann Sjálfstæðisflokksins að stríð geisar í Evrópu og eðli sem og form öryggisógna taka gífurlega hröðum breytingum. Þá gildir öllu að taka höndum saman við okkar helstu bandamenn í Evrópu sem eru og verða okkar mikilvægasti viðskiptavettvangur. Með því að taka á móti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á tvíhliða grunni styrkir Ísland ekki bara samstarf sitt við helstu bandamenn sína í öryggis- og varnarmálum með sýnilegum hætti heldur stöndum við styrkri stöðu sem sjálfstæður samningsaðili. Þetta ætti að vera öllum fagnaðarefni. Ísland er sjálfstætt ríki og verður það vonandi um ókomna tíð. Við erum hins vegar ekki ein. Við eigum allt okkar öryggi undir því að alþjóðalög séu virt og milliríkjaviðskipti séu ræktuð sem mest við önnur lýðræðisríki sem deila með okkur gildum og hagsmunum. Að vissu leyti hef ég skilning á því að formaður stjórnmálaflokks í stjórnarandstöðu noti tilefnið og setji heimsókn forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að einhverju leyti í samhengi við fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hugsanlegt áframhald á aðildarviðræðum Íslands við sambandið. Óeðlilegt hefði verið ef málefnið hefði ekki borist til tals og viðbúið var að Sjálfstæðisflokkurinn vilji stilla sér gegn því að þeim verði fram haldið. Þá á hins vegar að ræða slíkt beint. Hér missti formaður sjálfstæðisflokksins af gullnu tækifæri á að benda á hversu máttug við jafnvel erum sem smáþjóð sem hefur burði til að gera tvíhliða samkomulag við hið stóra Evrópusamband. Það er því ekkert eðlilega óábyrgt að reyna að gera ábyrgt, rökrétt og skynsamlegt samstarf Íslands og Evrópusambandsins í öryggis- og varnarmálum tortryggilegt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og á sæti í utanríkismálanefnd Alþingis.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun