Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar 18. júlí 2025 20:00 Um þessar mundir virðist ekki vera nokkur skortur á ábyrgðarlausum yfirlýsingum á íslenska stjórnmálasviðinu. Þinginu var slitið í upphafi vikunnar í skugga óræðra hótana af hálfu stjórnarandstöðunnar í kjölfar þess að bundinn var endi á málþóf og tafaleiki sem hafa einkennt allt starf vorsins síðan þing kom saman í febrúar. Þá hefur Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður sjálfstæðisflokksins sett fram undarleg viðbrögð á Facebook síðu sinni þann 17. júlí vegna heimsóknar forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursulu von der Leyen til landsins í tilefni af samstarfsyfirlýsingu við Ísland um öryggis- og varnarmál. Formaður Sjálfstæðisflokksins talar um leynileg áform, „grundvallarstefnubreytingar“ og gefið í skyn að þjóðin hafi ekki veitt umboð sitt til þess að eiga tvíhliða samtal við Evrópusambandið um þessi málefni enda geti það farið í bága við skyldur okkar sem NATO-þjóð. Það er skemmst að segja frá því að Evrópusambandið hefur um þessar mundir hafið sambærilegt samtal við aðrar Evrópuþjóðir sem standa utan bandalagsins. Þetta eru þjóðir sem við Íslendingar viljum sannarlega bera okkur saman við, til að mynda NATO-þjóðirnar Noregur og Bretland. Þá hefur önnur NATO-þjóð, Kanada, tekið afdráttarlaus skref í átt að auknu samstarfi við Evrópusambandi á sviði öryggis- og varnarmála en einnig viðskipta. Vel að merkja er hér um að ræða þjóðir sem eiga sér öfluga og gagnrýna stjórnarandstöðu af hægri vængnum sem hefur tekið samstarfinu fagnandi. Af þeirra hálfu er horfst í augu við heiminn eins og hann er og stjórnarandstaðan stillir sig um að slá ódýrar pólitískar keilur um jafn mikilvæg málefni. Samstarfsyfirlýsing Íslands og Evrópusambandsins lýtur að fjölmörgum atriðum, til að mynda auknu upplýsingaflæði, samráði um öryggi á hafsvæðum og á norðurslóðum, möguleika á þátttöku í friðargæsluverkefnum og samstarfi um fjárfestingar í innviðum sem nýtast í senn til almannavarna og hefðbundinna varnarverkefna. Þetta eru málefni sem Ísland hefur þegar sinnt þátttöku í gegnum NATO. Það gengur ekki gegn skyldum okkar sem stofnaðila að Norður Atlantshafsbandalaginu að efla varnir okkar í samstarfi við líkt þenkjandi þjóðir. Það er beinlínis ábyrg stefna og verður að skoða í samhengi við ákall vestanhafs um að aðildarþjóðir auki við framlög sín til varnarmála. Það þarf ekki að minna formann Sjálfstæðisflokksins að stríð geisar í Evrópu og eðli sem og form öryggisógna taka gífurlega hröðum breytingum. Þá gildir öllu að taka höndum saman við okkar helstu bandamenn í Evrópu sem eru og verða okkar mikilvægasti viðskiptavettvangur. Með því að taka á móti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á tvíhliða grunni styrkir Ísland ekki bara samstarf sitt við helstu bandamenn sína í öryggis- og varnarmálum með sýnilegum hætti heldur stöndum við styrkri stöðu sem sjálfstæður samningsaðili. Þetta ætti að vera öllum fagnaðarefni. Ísland er sjálfstætt ríki og verður það vonandi um ókomna tíð. Við erum hins vegar ekki ein. Við eigum allt okkar öryggi undir því að alþjóðalög séu virt og milliríkjaviðskipti séu ræktuð sem mest við önnur lýðræðisríki sem deila með okkur gildum og hagsmunum. Að vissu leyti hef ég skilning á því að formaður stjórnmálaflokks í stjórnarandstöðu noti tilefnið og setji heimsókn forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að einhverju leyti í samhengi við fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hugsanlegt áframhald á aðildarviðræðum Íslands við sambandið. Óeðlilegt hefði verið ef málefnið hefði ekki borist til tals og viðbúið var að Sjálfstæðisflokkurinn vilji stilla sér gegn því að þeim verði fram haldið. Þá á hins vegar að ræða slíkt beint. Hér missti formaður sjálfstæðisflokksins af gullnu tækifæri á að benda á hversu máttug við jafnvel erum sem smáþjóð sem hefur burði til að gera tvíhliða samkomulag við hið stóra Evrópusamband. Það er því ekkert eðlilega óábyrgt að reyna að gera ábyrgt, rökrétt og skynsamlegt samstarf Íslands og Evrópusambandsins í öryggis- og varnarmálum tortryggilegt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og á sæti í utanríkismálanefnd Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Dagbjört Hákonardóttir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir virðist ekki vera nokkur skortur á ábyrgðarlausum yfirlýsingum á íslenska stjórnmálasviðinu. Þinginu var slitið í upphafi vikunnar í skugga óræðra hótana af hálfu stjórnarandstöðunnar í kjölfar þess að bundinn var endi á málþóf og tafaleiki sem hafa einkennt allt starf vorsins síðan þing kom saman í febrúar. Þá hefur Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður sjálfstæðisflokksins sett fram undarleg viðbrögð á Facebook síðu sinni þann 17. júlí vegna heimsóknar forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursulu von der Leyen til landsins í tilefni af samstarfsyfirlýsingu við Ísland um öryggis- og varnarmál. Formaður Sjálfstæðisflokksins talar um leynileg áform, „grundvallarstefnubreytingar“ og gefið í skyn að þjóðin hafi ekki veitt umboð sitt til þess að eiga tvíhliða samtal við Evrópusambandið um þessi málefni enda geti það farið í bága við skyldur okkar sem NATO-þjóð. Það er skemmst að segja frá því að Evrópusambandið hefur um þessar mundir hafið sambærilegt samtal við aðrar Evrópuþjóðir sem standa utan bandalagsins. Þetta eru þjóðir sem við Íslendingar viljum sannarlega bera okkur saman við, til að mynda NATO-þjóðirnar Noregur og Bretland. Þá hefur önnur NATO-þjóð, Kanada, tekið afdráttarlaus skref í átt að auknu samstarfi við Evrópusambandi á sviði öryggis- og varnarmála en einnig viðskipta. Vel að merkja er hér um að ræða þjóðir sem eiga sér öfluga og gagnrýna stjórnarandstöðu af hægri vængnum sem hefur tekið samstarfinu fagnandi. Af þeirra hálfu er horfst í augu við heiminn eins og hann er og stjórnarandstaðan stillir sig um að slá ódýrar pólitískar keilur um jafn mikilvæg málefni. Samstarfsyfirlýsing Íslands og Evrópusambandsins lýtur að fjölmörgum atriðum, til að mynda auknu upplýsingaflæði, samráði um öryggi á hafsvæðum og á norðurslóðum, möguleika á þátttöku í friðargæsluverkefnum og samstarfi um fjárfestingar í innviðum sem nýtast í senn til almannavarna og hefðbundinna varnarverkefna. Þetta eru málefni sem Ísland hefur þegar sinnt þátttöku í gegnum NATO. Það gengur ekki gegn skyldum okkar sem stofnaðila að Norður Atlantshafsbandalaginu að efla varnir okkar í samstarfi við líkt þenkjandi þjóðir. Það er beinlínis ábyrg stefna og verður að skoða í samhengi við ákall vestanhafs um að aðildarþjóðir auki við framlög sín til varnarmála. Það þarf ekki að minna formann Sjálfstæðisflokksins að stríð geisar í Evrópu og eðli sem og form öryggisógna taka gífurlega hröðum breytingum. Þá gildir öllu að taka höndum saman við okkar helstu bandamenn í Evrópu sem eru og verða okkar mikilvægasti viðskiptavettvangur. Með því að taka á móti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á tvíhliða grunni styrkir Ísland ekki bara samstarf sitt við helstu bandamenn sína í öryggis- og varnarmálum með sýnilegum hætti heldur stöndum við styrkri stöðu sem sjálfstæður samningsaðili. Þetta ætti að vera öllum fagnaðarefni. Ísland er sjálfstætt ríki og verður það vonandi um ókomna tíð. Við erum hins vegar ekki ein. Við eigum allt okkar öryggi undir því að alþjóðalög séu virt og milliríkjaviðskipti séu ræktuð sem mest við önnur lýðræðisríki sem deila með okkur gildum og hagsmunum. Að vissu leyti hef ég skilning á því að formaður stjórnmálaflokks í stjórnarandstöðu noti tilefnið og setji heimsókn forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að einhverju leyti í samhengi við fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hugsanlegt áframhald á aðildarviðræðum Íslands við sambandið. Óeðlilegt hefði verið ef málefnið hefði ekki borist til tals og viðbúið var að Sjálfstæðisflokkurinn vilji stilla sér gegn því að þeim verði fram haldið. Þá á hins vegar að ræða slíkt beint. Hér missti formaður sjálfstæðisflokksins af gullnu tækifæri á að benda á hversu máttug við jafnvel erum sem smáþjóð sem hefur burði til að gera tvíhliða samkomulag við hið stóra Evrópusamband. Það er því ekkert eðlilega óábyrgt að reyna að gera ábyrgt, rökrétt og skynsamlegt samstarf Íslands og Evrópusambandsins í öryggis- og varnarmálum tortryggilegt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og á sæti í utanríkismálanefnd Alþingis.
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun