Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 21. júlí 2025 08:38 Réttarefnafræðingurinn Adam Erik Bauer segir rannsóknarstofu Háskóla Íslands greina mikla aukningu í ketamínneyslu í fráveitu. Vísir/Vilhelm Neysla á ketamíni hefur aukist verulega á síðustu árum og síaukið magn mælist í fráveitu. Lögregla hefur lagt hald á yfir þrjúhundruðfalt meira magn af efninu það sem af er ári en allt árið 2022. Undanfarin fjögur ár hefur lögregla lagt hald á sífellt meira magn af fíkniefninu ketamíni. Árið 2022 voru það þrjú grömm en það var fyrsta árið sem lögregla lagði hald á efnið. Árið 2023 var lagt hald á rúm 4,8 kíló og tæp 5,4 kíló í fyrra. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefur lögregla lagt hald á rúmt eitt kíló af efninu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur götuvirði efnisins lækkað mjög á síðustu tveimur árum, sem gefur til kynna að neysla þess hafi aukist. Árið 2023 seldist eitt gramm af ketamíni á um þrjátíu þúsund krónur en það fæst nú fyrir um átján þúsund. Rannsóknarstofa í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands hefur einnig mælt aukningu á efninu. „Við höfum verið að skoða fráveituna og erum að mæla þá viku og viku í senn í hverjum mánuði. Það sem við erum að sjá síðustu misseri er að ketamín er að aukast í fráveitu,“ segir Adam Erik Bauer réttarefnafræðingur. Deyfandi, veldur ofskynjunum og raunveruleikarofi Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir í samtali við fréttastofu að starfsfólk hafi orðið vart við aukna neyslu á ketamíni. Fólk neyti efnisins oft með öðrum efnum en upp hafi komið tilfelli hjá meðferðarúrræðinu þar sem fólk glímir fyrst og fremst við ketamínfíkn. Algengast er að fólk neyti ketamíns með kókaíni eða með ópíóðum. Lyfið er deyfandi, veldur ofskynjunum og raunveruleikarofi. Lyfið er notað í læknisfræðilegum tilgangi, sérstaklega í bráðalækningum en hefur verið notað við meðhöndlun á geðsjúkdómum erlendis. Lyfið er nokkuð vinsælt til notkunar í andlegum tilgangi vegna ofskynjunaráhrifa. Ofneysla efnisins getur valdið líffæraskemmdum, sér í lagi á lifrinni og nýrum. „Það sem er líka áhugavert er að við erum með greiningartæki til þess að greina á milli: Er þetta lyfjaketamín, sem er að koma frá sjúkrahúsunum, eða er þetta götuketamín? Og við erum að sjá að þetta er götuketamín í aukningunni,“ segir Adam Erik Fíkn Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Sjá meira
Undanfarin fjögur ár hefur lögregla lagt hald á sífellt meira magn af fíkniefninu ketamíni. Árið 2022 voru það þrjú grömm en það var fyrsta árið sem lögregla lagði hald á efnið. Árið 2023 var lagt hald á rúm 4,8 kíló og tæp 5,4 kíló í fyrra. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefur lögregla lagt hald á rúmt eitt kíló af efninu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur götuvirði efnisins lækkað mjög á síðustu tveimur árum, sem gefur til kynna að neysla þess hafi aukist. Árið 2023 seldist eitt gramm af ketamíni á um þrjátíu þúsund krónur en það fæst nú fyrir um átján þúsund. Rannsóknarstofa í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands hefur einnig mælt aukningu á efninu. „Við höfum verið að skoða fráveituna og erum að mæla þá viku og viku í senn í hverjum mánuði. Það sem við erum að sjá síðustu misseri er að ketamín er að aukast í fráveitu,“ segir Adam Erik Bauer réttarefnafræðingur. Deyfandi, veldur ofskynjunum og raunveruleikarofi Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir í samtali við fréttastofu að starfsfólk hafi orðið vart við aukna neyslu á ketamíni. Fólk neyti efnisins oft með öðrum efnum en upp hafi komið tilfelli hjá meðferðarúrræðinu þar sem fólk glímir fyrst og fremst við ketamínfíkn. Algengast er að fólk neyti ketamíns með kókaíni eða með ópíóðum. Lyfið er deyfandi, veldur ofskynjunum og raunveruleikarofi. Lyfið er notað í læknisfræðilegum tilgangi, sérstaklega í bráðalækningum en hefur verið notað við meðhöndlun á geðsjúkdómum erlendis. Lyfið er nokkuð vinsælt til notkunar í andlegum tilgangi vegna ofskynjunaráhrifa. Ofneysla efnisins getur valdið líffæraskemmdum, sér í lagi á lifrinni og nýrum. „Það sem er líka áhugavert er að við erum með greiningartæki til þess að greina á milli: Er þetta lyfjaketamín, sem er að koma frá sjúkrahúsunum, eða er þetta götuketamín? Og við erum að sjá að þetta er götuketamín í aukningunni,“ segir Adam Erik
Fíkn Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Sjá meira