Fótbolti

Liverpool sam­þykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hugo Ekitike er við það að ganga í raðir Liverpool.
Hugo Ekitike er við það að ganga í raðir Liverpool. Sebastian El-Saqqa - firo sportphoto/Getty Images

Englandsmeistarar Liverpool hafa samþykkt að greiða þýska félaginu Eintracht Frankfurt allt að 79 milljónir punda fyrir franska framherjann Hugo Ekitike.

Liverpool greiðir 69 milljónir punda fyrir framherjann, en verðið gæti hækkað upp í 79 milljónir með árangurstengdum bónusgreiðslum. Alls gæti Liverpool því greitt rúma þrettán milljarða íslenskra króna fyrir leikmanninn.

Mark McAdam á Sky Sports greinir frá því að búist sé við því að Ekitike fljúgi til Liverpool og gangist undir læknisskoðun síðar í þessari viku.

Ekitike kemur til Liverpool frá Eintracht Frankurt þar sem hann hefur leikið frá því í fyrra, fyrst á láni frá PSG áður en hann var keyptur síðasta sumar.

Á síðasta tímabili skoraði hann 15 mörk í 33 deildarleikjum fyrir Frankfurt.

Ekitike bætist því í hóp öflugra leikmanna sem Liverpool hefur sótt í sumar. Liðið hefur nú þegar gengið frá kaupum á Florian Wirtz og Jeremie Frimpong frá Bayer Leverkusen og Milos Kerkez frá Bournemouth.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×