„Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. júlí 2025 12:08 Mikil gosmóða hefur legið yfir höfuðborgarsvæðinu. vísir/ívar Mælt er með því að takmarka mikla áreynslu utandyra vegna talsverðrar gasmengunar sem hefur gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu það sem af er dagi. Lungnalæknir segir að hraust fólk yfir tvítugu þurfi ekki að hafa áhyggjur af menguninni. Há gildi brennisteinsdíoxíðs hafa mælst á höfuðborgarsvæðinu í morgun eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar. Hæst yfir tvö þúsund míkrógrömm á rúmmeter sem eru hæstu gildi sem hafa mælst frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga. Loftgæði hafa skánað með deginum en mælast óholl á fimm mælum Umhverfisstofnunar núna rétt fyrir hádegi á Laugarnesi í Hafnarfirði við Hvaleyrarholt, Njarðvík, Vogum og Hvalfirði við Gröf. Þar veldur svifryk mestum áhrifum en magn brennisteinsdíoxíð mælist nú sæmilegt eða gott. Loftgæði mælast víðast hvar góð eða óholl fyrir viðkvæma. Kveikt á aðflugsljósunum um hábjartan dag Mengunin hefur sett svip sinn á daginn en til að mynda voru öll störf hópa í garðyrkju hjá Vinnuskóla Reykjavíkur felld niður í dag vegna mengunar og þá var kveikt á aðflugsljósunum á Reykjavíkurflugvelli um hábjartan dag vegna gosmóðu. Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir og prófessor við læknadeild HÍ, segir að hraust fólk eldra en tuttugu ára þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af menguninni þó að ástæða sé til að taka stöðuna alvarlega. „Þetta eru ansi há gildi af brennisteinsdíoxíð. Sem betur fer er það lækkandi núna og ef veðrið breytist þá gæti þetta breyst fljótt. Við mælum líka með því að fólk sé ekki í mjög mikilli áreynslu þar sem það verður hröð öndun og djúp. Því þá fær maður meira af þessu ofan í sig.“ Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir og prófessor við HÍ.vísir Tveir hópar þurfi að hafa varann á Hann tekur fram að tveir hópar þurfi sérstaklega að hafa varann á. Vísar hann til fólks undir tvítugu, þar sem lungu þeirra eru enn að þroskast, og fólks með undirliggjandi lungnasjúkdóma líkt og astma og langvinna lungnateppu. „Þetta getur aukið á einkenni þeirra og næmi fyrir sýkingum og öðru. Ég hvet þá sem eru með undirliggjandi lungnasjúkdóma að vera duglegir að nota lyfin sín og ná sér í lyf ef þeir eiga þau ekki heima.“ Er þá best að halda sig innandyra fyrir þá sem eru viðkvæmir? „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra. En það er betra að vera ekki í mikilli áreynslu eða mjög lengi úti við meðan að þetta ástanda varir.“ Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Heilbrigðismál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Há gildi brennisteinsdíoxíðs hafa mælst á höfuðborgarsvæðinu í morgun eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar. Hæst yfir tvö þúsund míkrógrömm á rúmmeter sem eru hæstu gildi sem hafa mælst frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga. Loftgæði hafa skánað með deginum en mælast óholl á fimm mælum Umhverfisstofnunar núna rétt fyrir hádegi á Laugarnesi í Hafnarfirði við Hvaleyrarholt, Njarðvík, Vogum og Hvalfirði við Gröf. Þar veldur svifryk mestum áhrifum en magn brennisteinsdíoxíð mælist nú sæmilegt eða gott. Loftgæði mælast víðast hvar góð eða óholl fyrir viðkvæma. Kveikt á aðflugsljósunum um hábjartan dag Mengunin hefur sett svip sinn á daginn en til að mynda voru öll störf hópa í garðyrkju hjá Vinnuskóla Reykjavíkur felld niður í dag vegna mengunar og þá var kveikt á aðflugsljósunum á Reykjavíkurflugvelli um hábjartan dag vegna gosmóðu. Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir og prófessor við læknadeild HÍ, segir að hraust fólk eldra en tuttugu ára þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af menguninni þó að ástæða sé til að taka stöðuna alvarlega. „Þetta eru ansi há gildi af brennisteinsdíoxíð. Sem betur fer er það lækkandi núna og ef veðrið breytist þá gæti þetta breyst fljótt. Við mælum líka með því að fólk sé ekki í mjög mikilli áreynslu þar sem það verður hröð öndun og djúp. Því þá fær maður meira af þessu ofan í sig.“ Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir og prófessor við HÍ.vísir Tveir hópar þurfi að hafa varann á Hann tekur fram að tveir hópar þurfi sérstaklega að hafa varann á. Vísar hann til fólks undir tvítugu, þar sem lungu þeirra eru enn að þroskast, og fólks með undirliggjandi lungnasjúkdóma líkt og astma og langvinna lungnateppu. „Þetta getur aukið á einkenni þeirra og næmi fyrir sýkingum og öðru. Ég hvet þá sem eru með undirliggjandi lungnasjúkdóma að vera duglegir að nota lyfin sín og ná sér í lyf ef þeir eiga þau ekki heima.“ Er þá best að halda sig innandyra fyrir þá sem eru viðkvæmir? „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra. En það er betra að vera ekki í mikilli áreynslu eða mjög lengi úti við meðan að þetta ástanda varir.“
Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Heilbrigðismál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira