Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2025 07:02 Var mikilvægur hlekkur í tvöföldu meistaraliði, valinn besti ungi leikmaðurinn og lék sína fyrstu A-landsleiki. Kristian Tuxen Ladegaard Berg/Getty Images Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson var stærsta sala í sögu FC Kaupmannahafnar en það styttist í að staðfest verði að það met hafi verið slegið. Framherjinn Orri Steinn gekk í raðir Real Sociedad á Spáni á lokadegi félagaskiptagluggans síðasta sumar. Hann kostaði Sociedad sléttar 20 milljónir evra – 2,8 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi – og varð um leið dýrasta sala í sögu félagsins. Metið áður átti Hákon Arnar Haraldsson en Lille keypti Skagamanninn á 15 milljónir evra sumarið 2023. Sú upphæð gat þó hækkað upp í 17 milljónir evra með árangurstengdum greiðslum. Áfram heldur FCK að selja leikmenn dýrum dómum. Hinn 19 ára gamli Victor Froholdt er nú við það að verða dýrasta sala FCK sem og efstu deildar Danmerkur. Hinn síhlaupandi miðjumaður er á leið til Porto í Portúgal fyrir 22 milljónir evra – 3,1 milljarð íslenskra króna. Froholdt var orðaður við Eintracht Frankfurt sem og önnur félög eftir magnaða frammistöðu á síðustu leiktíð þar sem FCK stóð uppi sem tvöfaldur meistari. Þá lék hann sína fyrstu A-landsleiki. Það var hins vegar snemma ljóst að FCK var ekki tilbúið að samþykkja neitt nema mettilboð í leikmanninn og því var sagt nei við Frankfurt þegar það bauð svipaða upphæð og Lille bauð í Hákon Arnar fyrir tveimur árum. 🚨🔵 Victor #Froholdt is now on the verge of joining FC Porto for €22m, as per Tipsbladet.Froholdt had already reached a full verbal agreement with Eintracht on a contract until 2030. However, Frankfurt have pulled out of the race due to the high asking price. FC Copenhagen… pic.twitter.com/VLAjkD1YsK— Florian Plettenberg (@Plettigoal) July 21, 2025 Porto er hins vegar tilbúið að opna veskið og styttist í að salan verði frágengin. Froholdt spilaði allan leikinn þegar FCK hóf tímabilið á 3-2 útisigri en hann var ekki á æfingu liðsins í dag, mánudag, og er ekki í leikmannahópnum þegar FCK mætir FC Drita í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudag. Fótbolti Danski boltinn Portúgalski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur Sjá meira
Framherjinn Orri Steinn gekk í raðir Real Sociedad á Spáni á lokadegi félagaskiptagluggans síðasta sumar. Hann kostaði Sociedad sléttar 20 milljónir evra – 2,8 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi – og varð um leið dýrasta sala í sögu félagsins. Metið áður átti Hákon Arnar Haraldsson en Lille keypti Skagamanninn á 15 milljónir evra sumarið 2023. Sú upphæð gat þó hækkað upp í 17 milljónir evra með árangurstengdum greiðslum. Áfram heldur FCK að selja leikmenn dýrum dómum. Hinn 19 ára gamli Victor Froholdt er nú við það að verða dýrasta sala FCK sem og efstu deildar Danmerkur. Hinn síhlaupandi miðjumaður er á leið til Porto í Portúgal fyrir 22 milljónir evra – 3,1 milljarð íslenskra króna. Froholdt var orðaður við Eintracht Frankfurt sem og önnur félög eftir magnaða frammistöðu á síðustu leiktíð þar sem FCK stóð uppi sem tvöfaldur meistari. Þá lék hann sína fyrstu A-landsleiki. Það var hins vegar snemma ljóst að FCK var ekki tilbúið að samþykkja neitt nema mettilboð í leikmanninn og því var sagt nei við Frankfurt þegar það bauð svipaða upphæð og Lille bauð í Hákon Arnar fyrir tveimur árum. 🚨🔵 Victor #Froholdt is now on the verge of joining FC Porto for €22m, as per Tipsbladet.Froholdt had already reached a full verbal agreement with Eintracht on a contract until 2030. However, Frankfurt have pulled out of the race due to the high asking price. FC Copenhagen… pic.twitter.com/VLAjkD1YsK— Florian Plettenberg (@Plettigoal) July 21, 2025 Porto er hins vegar tilbúið að opna veskið og styttist í að salan verði frágengin. Froholdt spilaði allan leikinn þegar FCK hóf tímabilið á 3-2 útisigri en hann var ekki á æfingu liðsins í dag, mánudag, og er ekki í leikmannahópnum þegar FCK mætir FC Drita í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudag.
Fótbolti Danski boltinn Portúgalski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur Sjá meira