Viðskipti innlent

Búast við tveggja milljarða tapi

Jón Þór Stefánsson skrifar
Play hefur sent frá sér afkomuviðvörun.
Play hefur sent frá sér afkomuviðvörun. Vísir/Vilhelm

Flugfélagið Play hefur sent frá sér afkomuviðvörun fyrir annan ársfjórðung þessa árs.

„Undirbúningur árshlutauppgjörs fyrir 2. ársfjórðung 2025 bendir til þess að afkoma verði lakari en á sama tímabili í fyrra og undir væntingum,“ segir í tilkynningu á vef Kauphallarinnar.

Þar segir að fyrirtækið geri ráð fyrir tapi upp á um það bil sextán milljónir Bandaríkjadala, eða um tvo milljarða króna, á öðrum ársfjórðungi 2025, samanborið við tap upp á tíu milljónir dala, eða 1,2 milljarða króna, á sama tímabili í fyrra.

Í tilkynningunni segir að eftirfarandi þættir hafi orðið til þess að frávik urðu á væntingum félagsins:

  • Neikvæð gengisáhrif upp á um það bil 2,5 milljónir dala vegna styrkingar íslensku krónunnar, sem hafði aðallega áhrif á laun, afgreiðslu- og flugvallargjöld.
  • Flugvél sem átti að fara til PLAY Europe í byrjun vors tafðist óvænt vegna viðhalds. Þetta leiddi til tekjutaps upp á um það bil 1,1 milljón dala.
  • Atlantshafsmarkaðurinn var veikari en áætlað var, vegna minni eftirspurnar og undir frammistöðu miðað við sama tímabil í fyrra.

Fram kemur að félagið hafi ráðist í hagræðingaraðgerðir sem ekki hafi skilað fullum áhrifum, á meðan félagið gengur í gegnum breytingar á viðskiptalíkani sínu.

„Þessar breytingar fela í sér tilfallandi kostnað sem hefur áhrif á afkomu tímabilsins.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×