Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. júlí 2025 15:32 Robbie mun bregða sér í sama hlutverk og Allison Hayes lék árið 1958 og Daryl Hannah árið 1993. Ástralska leikkonan Margot Robbie mun leika fimmtíu feta konuna í endurgerð leikstjórans Tims Burton á sígildu B-myndinni frá 1958. Upphaflega var greint frá því í febrúar 2024 að Burton myndi leikstýra endurgerð Attack of the Fifty Foot Woman og að rithöfundurinn Gillian Flynn, sem skrifaði glæpasöguna Gone Girl og handrit samnefndrar kvikmyndar, myndi skrifa handrit endurgerðarinnar. Síðan þá hefur ekkert heyrst af myndinni þar til í dag þegar Hollywood-blaðamaðurinn Jeff Sneider greindi frá ráðningu Robbie. Sneider hefur jafnframt eftir heimildamönnum sínum að Margot Robbie og LuckyChap Entertainment, framleiðslufyrirtæki hennar, hafi gengið til liðs við framleiðsluteymi myndarinnar. Í upprunalegu myndinni lék Allison Hayes hina efnuðu Nancy Archer sem hittir fyrir geimveru, breytist í kjölfarið í fimmtíu feta (fimmtán metra) tröllkonu og ákveður að hefna sín á sviksömum eiginmanni sínum. Myndin var endurgerð 1993 sem sjónvarpsgrínmynd með Daryl Hannah í aðalhlutverki. Fantasía, Wuthering Heights og tröllkona Robbie lék síðast dúkkuna Barbie í Barbie (2023) sem rakaði inn gríðarlegum tekjum fyrir Warner Bros-samsteypuna. Robbie var einnig framleiðandi stórmyndarinnar og hefur verið að færa sig meira og meira út í framleiðslu. Robbie bleikklædd að kynna Barbie-myndina.Jon Kopaloff/Getty Images Myndin kemur væntanlega ekki fyrr en 2027 í fyrsta lagi en á undan því mun Robbie leika aðalhlutverkið í rómantísku fantasíunni A Big Bold Beatiful Journey og svo Catherine Earnshaw í enn einni útgáfunni af Wuthering Heights. Tim Burton leikstýrði síðast framhaldsmyndinni Beetlejuice Beetlejuice (2024) sem kom út í fyrra og þar áður fjölskyldumyndunum Dumbo (2019) og Miss Peregrine's Home for Peculiar Children (2016). Það verður spennandi í hvað átt Robbie og Burton fara með skrímslamyndar-endurgerðina. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Margot Robbie orðin mamma Leikkonan Margot Robbie og Tom Ackerley eignuðust dreng í síðasta mánuði. Um er að ræða fyrsta barn þeirra hjóna sem hafa verið gift frá 2016. 3. nóvember 2024 14:43 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira
Upphaflega var greint frá því í febrúar 2024 að Burton myndi leikstýra endurgerð Attack of the Fifty Foot Woman og að rithöfundurinn Gillian Flynn, sem skrifaði glæpasöguna Gone Girl og handrit samnefndrar kvikmyndar, myndi skrifa handrit endurgerðarinnar. Síðan þá hefur ekkert heyrst af myndinni þar til í dag þegar Hollywood-blaðamaðurinn Jeff Sneider greindi frá ráðningu Robbie. Sneider hefur jafnframt eftir heimildamönnum sínum að Margot Robbie og LuckyChap Entertainment, framleiðslufyrirtæki hennar, hafi gengið til liðs við framleiðsluteymi myndarinnar. Í upprunalegu myndinni lék Allison Hayes hina efnuðu Nancy Archer sem hittir fyrir geimveru, breytist í kjölfarið í fimmtíu feta (fimmtán metra) tröllkonu og ákveður að hefna sín á sviksömum eiginmanni sínum. Myndin var endurgerð 1993 sem sjónvarpsgrínmynd með Daryl Hannah í aðalhlutverki. Fantasía, Wuthering Heights og tröllkona Robbie lék síðast dúkkuna Barbie í Barbie (2023) sem rakaði inn gríðarlegum tekjum fyrir Warner Bros-samsteypuna. Robbie var einnig framleiðandi stórmyndarinnar og hefur verið að færa sig meira og meira út í framleiðslu. Robbie bleikklædd að kynna Barbie-myndina.Jon Kopaloff/Getty Images Myndin kemur væntanlega ekki fyrr en 2027 í fyrsta lagi en á undan því mun Robbie leika aðalhlutverkið í rómantísku fantasíunni A Big Bold Beatiful Journey og svo Catherine Earnshaw í enn einni útgáfunni af Wuthering Heights. Tim Burton leikstýrði síðast framhaldsmyndinni Beetlejuice Beetlejuice (2024) sem kom út í fyrra og þar áður fjölskyldumyndunum Dumbo (2019) og Miss Peregrine's Home for Peculiar Children (2016). Það verður spennandi í hvað átt Robbie og Burton fara með skrímslamyndar-endurgerðina.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Margot Robbie orðin mamma Leikkonan Margot Robbie og Tom Ackerley eignuðust dreng í síðasta mánuði. Um er að ræða fyrsta barn þeirra hjóna sem hafa verið gift frá 2016. 3. nóvember 2024 14:43 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira
Margot Robbie orðin mamma Leikkonan Margot Robbie og Tom Ackerley eignuðust dreng í síðasta mánuði. Um er að ræða fyrsta barn þeirra hjóna sem hafa verið gift frá 2016. 3. nóvember 2024 14:43