Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. júlí 2025 07:06 Trump og Gabbard hafa sakað Obama um tilraun til valdaráns. Getty Skrifstofa Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur sent út yfirlýsingu þar sem hún fordæmir harðlega ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta og undirmanna hans þess efnis að Obama hafi gerst sekur um landráð í kjölfar sigurs Trump í kosningunum 2016. „Af virðingu við forsetaembættið virðir þessi skrifstofa venjulega ekki þá stöðugu vitleysu og falsupplýsingar sem flæða úr Hvíta húsinu með svörum. En þessar ásakanir eru svo hneykslanlegar að þær kalla á svar. Þær eru fáránlegar og veik tilraun til að glepja,“ segir í yfirlýsingunni. Þar eru gerðar alvarlegar athugasemdir við skjal sem Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, gaf út í síðustu viku, þar sem hún sakar Obama og samstarfs menn hans um samsæri þegar þáverandi yfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að Rússar hefðu haft afskipti af forsetakosningunum vestanhafs og freistað þess að aðstoða Trump á kostnað Hillary Clinton. Their goal was to usurp President Trump and subvert the will of the American people.No matter how powerful, every person involved in this conspiracy must be investigated and prosecuted to the fullest extent of the law. The integrity of our democratic republic depends on it.We… pic.twitter.com/KJ7qrmMv0k— DNI Tulsi Gabbard (@DNIGabbard) July 18, 2025 Gabbard hefur verið gagnrýnd fyrir að þvæla saman ólíkum hlutum í skýrslu sinni til að komast að fyrirfram gefinni niðurstöðu og í yfirlýsingu skrifstofu Obama segir meðal annars að ekkert í henni afsanni þá almennt samþykktu niðurstöðu að Rússar hefðu freistað þess að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna 2016. Þá er bent á að niðurstöðurnar hefðu verið staðfestar í skýrslu þverpólitískrar þingnefndar árið 2020, sem þá var leidd af Marco Rubio, núverandi utanríkisráðherra. Trump var spurður út í skýrslu Gabbard og ásakanirnar gegn Obama á blaðamannafundi, þar sem hann sagðist meðal annars sammála Gabbard að hefja þyrfti sakamálarannsókn gegn Obama. Joe Biden varaforseti, James Comey, þáverandi forstjóri Alríkislögreglunnar, og fleiri hefðu einnig komið að málum. „Það voru líka þeir en leiðtogi gengisins var Obama forseti; Barack Hussein Obama. Hafið þið heyrt um hann?“ sagði Trump. Forsetinn sagði skýrsluna sönnun þess að Obama hefði farið fyrir valdaránstilraun. „Hann er sekur. Þetta voru landráð. Þetta var allt sem þú getur ímyndað þér. Þeir reyndu að stela kosningunum. Þeir reyndu að þvæla kosningarnar. Þeir gerðu hluti sem enginn hefði getað ímyndað sér.“ Þá hafði Trump eftir Gabbard að þúsundir skjala hvað þetta varðaði yrðu birt á næstunni. Bandaríkin Barack Obama Donald Trump Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Sjá meira
„Af virðingu við forsetaembættið virðir þessi skrifstofa venjulega ekki þá stöðugu vitleysu og falsupplýsingar sem flæða úr Hvíta húsinu með svörum. En þessar ásakanir eru svo hneykslanlegar að þær kalla á svar. Þær eru fáránlegar og veik tilraun til að glepja,“ segir í yfirlýsingunni. Þar eru gerðar alvarlegar athugasemdir við skjal sem Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, gaf út í síðustu viku, þar sem hún sakar Obama og samstarfs menn hans um samsæri þegar þáverandi yfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að Rússar hefðu haft afskipti af forsetakosningunum vestanhafs og freistað þess að aðstoða Trump á kostnað Hillary Clinton. Their goal was to usurp President Trump and subvert the will of the American people.No matter how powerful, every person involved in this conspiracy must be investigated and prosecuted to the fullest extent of the law. The integrity of our democratic republic depends on it.We… pic.twitter.com/KJ7qrmMv0k— DNI Tulsi Gabbard (@DNIGabbard) July 18, 2025 Gabbard hefur verið gagnrýnd fyrir að þvæla saman ólíkum hlutum í skýrslu sinni til að komast að fyrirfram gefinni niðurstöðu og í yfirlýsingu skrifstofu Obama segir meðal annars að ekkert í henni afsanni þá almennt samþykktu niðurstöðu að Rússar hefðu freistað þess að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna 2016. Þá er bent á að niðurstöðurnar hefðu verið staðfestar í skýrslu þverpólitískrar þingnefndar árið 2020, sem þá var leidd af Marco Rubio, núverandi utanríkisráðherra. Trump var spurður út í skýrslu Gabbard og ásakanirnar gegn Obama á blaðamannafundi, þar sem hann sagðist meðal annars sammála Gabbard að hefja þyrfti sakamálarannsókn gegn Obama. Joe Biden varaforseti, James Comey, þáverandi forstjóri Alríkislögreglunnar, og fleiri hefðu einnig komið að málum. „Það voru líka þeir en leiðtogi gengisins var Obama forseti; Barack Hussein Obama. Hafið þið heyrt um hann?“ sagði Trump. Forsetinn sagði skýrsluna sönnun þess að Obama hefði farið fyrir valdaránstilraun. „Hann er sekur. Þetta voru landráð. Þetta var allt sem þú getur ímyndað þér. Þeir reyndu að stela kosningunum. Þeir reyndu að þvæla kosningarnar. Þeir gerðu hluti sem enginn hefði getað ímyndað sér.“ Þá hafði Trump eftir Gabbard að þúsundir skjala hvað þetta varðaði yrðu birt á næstunni.
Bandaríkin Barack Obama Donald Trump Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Sjá meira