Erlent

Setjast enn og aftur við samninga­borðið en væntingar eru litlar

Agnar Már Másson skrifar
Rustem Umerov, formaður sendinefndar Úkraínumanna til Istanbúl.
Rustem Umerov, formaður sendinefndar Úkraínumanna til Istanbúl. Getty

Sendinefnd Rússa er á leið til Istanbúl í Tyrklandi þar sem hún tekur þátt í nýrri umferð friðarviðræðna með fulltrúum Úkraínu. Væntingarnar eru litlar.

Þetta staðfestir Dmítrí Peskov, talsmaður Kremlar, í samtali við Al Jazeera en hann bætir við að hann byggist við að samningaviðræðurnar yrðu „mjög erfiðar“.

Úkraínsk sendinefnd kom til Ankara, höfuðborgar Tyrklands, í dag og mun sitja fund með tyrkneskum embættismönnum áður en viðræðurnar við Rússland hefjast í Istanbúl, að sögn úkraínsks erindreka við fréttastofu Reuters. Hann segir að stjórnvöld í Kænugarði séu reiðubúin að taka mikilvæg skref í átt að friði og fullu vopnahléi.

Er þetta þriðja umferð í friðarviðræðum Rússa og Úkraínu á síðustu mánuðum. Fundurinn, sem Úkraína lagði til í síðustu viku vegna þrýstings Bandaríkjamanna um að semja um vopnahlé, verður sá fyrsti milli ríkjanna í meira en sjö vikur, en væntingar eru ekki miklar að sögn Rússa.

„Enginn býst við auðveldri leið,“ sagði Peskov við blaðamenn.

Fyrri umferðir viðræðna hafa leitt til nokkurra skipta á stríðsföngum og líkum fallinna hermanna. En ekki hefur tekist að koma á vopnahléi, þar sem rússneskir samningamenn neituðu að falla frá sínum kröfum sem voru óásættanlegar fyrir Úkraínumönnum, þar á meðal að afsala fjórum úkraínskum héruðum sem Rússland gerir tilkall til og að Úkraína hafni hernaðarstuðningi frá Vesturlöndum.


Tengdar fréttir

Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu

Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa spurt Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta að því á dögunum hvort Úkraínumenn gætu gert árás á Moskvu eða St. Pétursborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×