Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júlí 2025 14:30 Vilhjálmur Árnason er hugsi yfir alþjóðlegri vernd þeirra sem endurtekið komist í kast við lögin eða ógni öryggi og friði samborgara sinna. Vísir/Anton/Sigurjón Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að vísa ætti palestínskum karlmanni sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara í gær úr landi. Þingmaðurinn telur að fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar vegna alvarlegra glæpa þurfi að ganga lengra og ná til þeirra sem ógni öryggi og friði samborgara sinna. Uppi varð fótur og fit við utanríkisráðuneytið þar sem mótmælandi úr hópnum Ísland-Palestína skvetti rauðri málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins sem var þar við störf. Ljósmyndarinn hyggst kæra skvettarann til lögreglu. „Ég reikna með því að kæra þetta mál. Prinsipplega getum við ekki látið þetta yfir okkur ganga sem stétt,“ segir Eyþór Árnason ljósmyndari í samtali við fréttastofu. Sá heitir Naji Asar og kom til Íslands frá Grikklandi sumarið 2021 þaðan sem hann flúði nokkru áður frá Palestínu. Fram kom í viðtali við hann í desember 2023 að hann flúði Gasa árið 2018 ásamt föður sínum og þremur frændum á grunnskólaaldri. Þá stóð hann fyrir tjaldbúðum ásamt fleiri Palestínumönnum á Austurvelli og kölluðu eftir því að stjórnvöld beittu sér fyrir því að fjölskyldumeðlimir hans, sem hefðu fengið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar, kæmust til Íslands. Fjölmargir hafa fordæmt skvettu Asar í gær, samtökin Ísland-Palestína hafa harmað atvikið í yfirlýsingu auk þess sem Blaðamannafélag Íslands og Blaðaljósmyndarafélag Íslands hafa sagt gjörningin skelfilegan. Asar hefur sagt á Instagram að um brandara hafi verið að ræða hjá Palestínumanni, föstum á Íslandi, sem þrái ekkert heitar en að geta lifað eðlilegu lífi í Palestínu. Tilefni skvettunnar virðist hafa verið ósætti við umfjöllun Morgunblaðsins um ástandið á Gasa. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir grafalvarlegt þegar ráðist sé á fjölmiðlamenn. „Slík framkoma er árás á tjáningarfrelsið og það lýðræðissamfélag sem Ísland svo sannarlega er,“ segir Vilhjálmur. „Í þessu tilfelli er um að ræða palestínskan flóttamann sem hefur áður viðurkennt að hafa verið handtekinn í tengslum við mótmæli, og nú hefur hann aftur brotið alvarlega af sér. Slíkt er ekki aðeins brot á lögum, það er algjör vanvirðing við þau gildi sem við byggjum íslenskt samfélag á.“ Vísar Vilhjálmur til þess að Asar hefur áður verið handtekinn vegna mótmæla hér á landi. „Þegar fólk fær að njóta þeirra forréttinda að fá vernd í einu friðsælasta og frjálslyndasta samfélagi heims, þá fylgir því einnig sú skylda að virða lög og reglur og taka þátt í samfélaginu af ábyrgð. Þeir sem ekki treysta sér til þess, eiga ekki að njóta áframhaldandi verndar.“ Vilhjálmur telur ljóst að samfélagið þurfi að setja skýrari mörk, löggjöf og framkvæmd hennar þurfi að vera skýrari og ákveðnari. Vísar hann til væntanlegs frumvarps dómsmálaráðherra þess efnis að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þegar fólk brjóti alvarlega af sér hér á landi. Það sé ekki nóg. „Við verðum að ganga lengra en fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra gerir ráð fyrir. Þegar Alþingi kemur saman að nýju verður að endurskoða reglur um dvalarleyfi þeirra sem brjóta af sér, þannig að hægt verði að vísa þeim úr landi. Ekki aðeins þegar um er að ræða verstu glæpi, heldur einnig þegar menn ógna öryggi og friði samborgara sinna. Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar.“ Lögreglumál Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Uppi varð fótur og fit við utanríkisráðuneytið þar sem mótmælandi úr hópnum Ísland-Palestína skvetti rauðri málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins sem var þar við störf. Ljósmyndarinn hyggst kæra skvettarann til lögreglu. „Ég reikna með því að kæra þetta mál. Prinsipplega getum við ekki látið þetta yfir okkur ganga sem stétt,“ segir Eyþór Árnason ljósmyndari í samtali við fréttastofu. Sá heitir Naji Asar og kom til Íslands frá Grikklandi sumarið 2021 þaðan sem hann flúði nokkru áður frá Palestínu. Fram kom í viðtali við hann í desember 2023 að hann flúði Gasa árið 2018 ásamt föður sínum og þremur frændum á grunnskólaaldri. Þá stóð hann fyrir tjaldbúðum ásamt fleiri Palestínumönnum á Austurvelli og kölluðu eftir því að stjórnvöld beittu sér fyrir því að fjölskyldumeðlimir hans, sem hefðu fengið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar, kæmust til Íslands. Fjölmargir hafa fordæmt skvettu Asar í gær, samtökin Ísland-Palestína hafa harmað atvikið í yfirlýsingu auk þess sem Blaðamannafélag Íslands og Blaðaljósmyndarafélag Íslands hafa sagt gjörningin skelfilegan. Asar hefur sagt á Instagram að um brandara hafi verið að ræða hjá Palestínumanni, föstum á Íslandi, sem þrái ekkert heitar en að geta lifað eðlilegu lífi í Palestínu. Tilefni skvettunnar virðist hafa verið ósætti við umfjöllun Morgunblaðsins um ástandið á Gasa. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir grafalvarlegt þegar ráðist sé á fjölmiðlamenn. „Slík framkoma er árás á tjáningarfrelsið og það lýðræðissamfélag sem Ísland svo sannarlega er,“ segir Vilhjálmur. „Í þessu tilfelli er um að ræða palestínskan flóttamann sem hefur áður viðurkennt að hafa verið handtekinn í tengslum við mótmæli, og nú hefur hann aftur brotið alvarlega af sér. Slíkt er ekki aðeins brot á lögum, það er algjör vanvirðing við þau gildi sem við byggjum íslenskt samfélag á.“ Vísar Vilhjálmur til þess að Asar hefur áður verið handtekinn vegna mótmæla hér á landi. „Þegar fólk fær að njóta þeirra forréttinda að fá vernd í einu friðsælasta og frjálslyndasta samfélagi heims, þá fylgir því einnig sú skylda að virða lög og reglur og taka þátt í samfélaginu af ábyrgð. Þeir sem ekki treysta sér til þess, eiga ekki að njóta áframhaldandi verndar.“ Vilhjálmur telur ljóst að samfélagið þurfi að setja skýrari mörk, löggjöf og framkvæmd hennar þurfi að vera skýrari og ákveðnari. Vísar hann til væntanlegs frumvarps dómsmálaráðherra þess efnis að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þegar fólk brjóti alvarlega af sér hér á landi. Það sé ekki nóg. „Við verðum að ganga lengra en fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra gerir ráð fyrir. Þegar Alþingi kemur saman að nýju verður að endurskoða reglur um dvalarleyfi þeirra sem brjóta af sér, þannig að hægt verði að vísa þeim úr landi. Ekki aðeins þegar um er að ræða verstu glæpi, heldur einnig þegar menn ógna öryggi og friði samborgara sinna. Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar.“
Lögreglumál Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira