Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 23. júlí 2025 16:31 Undanfarið hefur umræða um borgaruppbyggingu einkennst af gagnrýni sem beinist að þéttingu byggðar. Þétting hefur í síauknum mæli verið gerð að blóraböggli fyrir allt sem miður hefur farið í skipulags- og byggingarmálum. En þessi nálgun er bæði ómálefnaleg og hættuleg fyrir framþróun borga. Sú einföldun að telja þéttleika rót alls ills í borgarskipulagi hylmir yfir þann raunverulega þátt sem skiptir öllu máli: Gæði og samhengi uppbyggingar, óháð þéttleika. Það er hægt að byggja upp vel heppnaða þétta byggð, rétt eins og hægt er að klúðra uppbyggingu í dreifðri byggð. Þéttleiki í sjálfu sér segir lítið um gæði og lífsgæði – það er hönnunin, samhengið og framkvæmdin sem skipta máli. Dæmi um þetta er Kaupmannahöfn, borg sem er um 13 sinnum þéttari en Reykjavík og nýtur engu að síður gífurlegra vinsælda meðal Íslendinga sem ferðast þangað í massavís til að njóta menningar, mannlífs, þjónustu og borgarumhverfis sem virkar. Á sama tíma er Reykjavík dreifðasta höfuðborg Norðurlanda. Það er því vart hægt að halda því fram að gengið hafi verið of langt í þéttingu hér. Það sem skiptir máli er hvernig við tryggjum gæði í uppbyggingu, hvort sem hún er þétt eða dreifð. Umræðan um þéttingu byggðar hefur í auknum mæli orðið að pólitísku þrætuepli. Þeir sem lengi hafa staðið utan valdastóls í borginni hafa nýtt sér umræðuna til að skapa skautun. Þetta er hættuleg þróun sem hamlar því að við getum rætt skipulagsmál af yfirvegun með gæði og framtíðarsýn að leiðarljósi. Nú hefur Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar og fyrrum borgarstjóri rasað fram á völlinn en það sem er grátbroslegt við það er að hann hafði takmarkaðan smekk fyrir áhuga mínum á gæðum og borgarhönnunarstefnu en setti mikinn þrýsting á hraða. Þegar hraði er eina viðfangsefnið í uppbyggingu falla gæðin í skuggann. Þá gengur uppbyggingin ekki alltaf eins vel og lagt var upp með. Vel heppnuð uppbygging snýst um gæði en ekki þéttleika. Í stað þess að festa sig í tvíhyggju um þétta eða dreifða byggð ættum við að einblína á borgarhönnun og gæði. Reykjavíkurborg vinnur nú að sinni fyrstu borgarhönnunarstefnu og undir minni forystu í umhverfis- skipulagsráði stefnum við að því að klára hana haustið 2025. Markmiðið er að skapa sameiginlegan ramma um hvernig við byggjum borg sem þjónar fólkinu sem í henni býr með hamingju, heilsu, sjálfbærni og mannlíf að leiðarljósi. Við verðum að spyrja okkur: Viljum við byggja upp borg í anda Kaupmannahafnar þar sem við getum gengið, hjólað, notað almenningssamgöngur og notið menningar og mannlífs? Eða viljum við byggja í anda Orlando í Florida, með endalausum bílahverfum og þjónustukjörnum eins og Korputorgi? Þetta eru ekki aðeins hugmyndafræðilegir valkostir því þeir hafa raunveruleg áhrif á heilsu, hamingju, umhverfið og framtíðarkostnað einstaklinga og samfélagsins. Við eigum að gera betur en Sjálfstæðisflokkurinn sem sótti sína hugmyndafræði og sækir enn til Bandaríkjanna og lagði grunn að þeirri bílaborg sem Reykjavík er nú. Bestu dæmin um þetta eru Skeifan, Múlarnir, Korputorg og Spöngin sem hafa næst að því drepið hverfisverslanir sem áður þjónustuðu nærumhverfið. Við getum gert betur til að einfalda líf fólks, minnka skutlið, draga úr hraða samfélagsins, streitu og veseni. En það krefst þess að við höfum kjark til að horfast í augu við það sem betur má fara, læra af því sem hefur virkað vel og beina athyglinni að gæðunum og góðri borgarhönnun. Að þétta byggð er góð borgarþróun - en það er ekki sama hvernig það er gert. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og oddviti Pírata í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Píratar Framsóknarflokkurinn Skipulag Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur umræða um borgaruppbyggingu einkennst af gagnrýni sem beinist að þéttingu byggðar. Þétting hefur í síauknum mæli verið gerð að blóraböggli fyrir allt sem miður hefur farið í skipulags- og byggingarmálum. En þessi nálgun er bæði ómálefnaleg og hættuleg fyrir framþróun borga. Sú einföldun að telja þéttleika rót alls ills í borgarskipulagi hylmir yfir þann raunverulega þátt sem skiptir öllu máli: Gæði og samhengi uppbyggingar, óháð þéttleika. Það er hægt að byggja upp vel heppnaða þétta byggð, rétt eins og hægt er að klúðra uppbyggingu í dreifðri byggð. Þéttleiki í sjálfu sér segir lítið um gæði og lífsgæði – það er hönnunin, samhengið og framkvæmdin sem skipta máli. Dæmi um þetta er Kaupmannahöfn, borg sem er um 13 sinnum þéttari en Reykjavík og nýtur engu að síður gífurlegra vinsælda meðal Íslendinga sem ferðast þangað í massavís til að njóta menningar, mannlífs, þjónustu og borgarumhverfis sem virkar. Á sama tíma er Reykjavík dreifðasta höfuðborg Norðurlanda. Það er því vart hægt að halda því fram að gengið hafi verið of langt í þéttingu hér. Það sem skiptir máli er hvernig við tryggjum gæði í uppbyggingu, hvort sem hún er þétt eða dreifð. Umræðan um þéttingu byggðar hefur í auknum mæli orðið að pólitísku þrætuepli. Þeir sem lengi hafa staðið utan valdastóls í borginni hafa nýtt sér umræðuna til að skapa skautun. Þetta er hættuleg þróun sem hamlar því að við getum rætt skipulagsmál af yfirvegun með gæði og framtíðarsýn að leiðarljósi. Nú hefur Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar og fyrrum borgarstjóri rasað fram á völlinn en það sem er grátbroslegt við það er að hann hafði takmarkaðan smekk fyrir áhuga mínum á gæðum og borgarhönnunarstefnu en setti mikinn þrýsting á hraða. Þegar hraði er eina viðfangsefnið í uppbyggingu falla gæðin í skuggann. Þá gengur uppbyggingin ekki alltaf eins vel og lagt var upp með. Vel heppnuð uppbygging snýst um gæði en ekki þéttleika. Í stað þess að festa sig í tvíhyggju um þétta eða dreifða byggð ættum við að einblína á borgarhönnun og gæði. Reykjavíkurborg vinnur nú að sinni fyrstu borgarhönnunarstefnu og undir minni forystu í umhverfis- skipulagsráði stefnum við að því að klára hana haustið 2025. Markmiðið er að skapa sameiginlegan ramma um hvernig við byggjum borg sem þjónar fólkinu sem í henni býr með hamingju, heilsu, sjálfbærni og mannlíf að leiðarljósi. Við verðum að spyrja okkur: Viljum við byggja upp borg í anda Kaupmannahafnar þar sem við getum gengið, hjólað, notað almenningssamgöngur og notið menningar og mannlífs? Eða viljum við byggja í anda Orlando í Florida, með endalausum bílahverfum og þjónustukjörnum eins og Korputorgi? Þetta eru ekki aðeins hugmyndafræðilegir valkostir því þeir hafa raunveruleg áhrif á heilsu, hamingju, umhverfið og framtíðarkostnað einstaklinga og samfélagsins. Við eigum að gera betur en Sjálfstæðisflokkurinn sem sótti sína hugmyndafræði og sækir enn til Bandaríkjanna og lagði grunn að þeirri bílaborg sem Reykjavík er nú. Bestu dæmin um þetta eru Skeifan, Múlarnir, Korputorg og Spöngin sem hafa næst að því drepið hverfisverslanir sem áður þjónustuðu nærumhverfið. Við getum gert betur til að einfalda líf fólks, minnka skutlið, draga úr hraða samfélagsins, streitu og veseni. En það krefst þess að við höfum kjark til að horfast í augu við það sem betur má fara, læra af því sem hefur virkað vel og beina athyglinni að gæðunum og góðri borgarhönnun. Að þétta byggð er góð borgarþróun - en það er ekki sama hvernig það er gert. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og oddviti Pírata í borgarstjórn.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun