Fótbolti

Segir að Trump hafi stungið gull­medalíu inn á sig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Donald Trump ræðir við Robert Sanchez markvörð Chelsea en fyrirliðinn Reece James bíður eftir leyfi til að fá að lyfta bikarnum
Donald Trump ræðir við Robert Sanchez markvörð Chelsea en fyrirliðinn Reece James bíður eftir leyfi til að fá að lyfta bikarnum Getty/David Ramos

Chelsea varð heimsmeistari félagsliða í New York á dögunum en Donald Trump Bandaríkjaforseti var heiðursgestur á úrslitaleiknum og afhenti verðlaunin. Það lítur út fyrir að allar gullmedalíurnar hafi ekki skilað sér um háls leikmanna Chelsea þetta kvöld.

Spænski bakvörðurinn Marc Cucurella segist nefnilega hafa séð Trump stinga einni gullmedalíunni inn á sig í verðlaunaafhendingunni.

Trump vakti líka athygli fyrir að vilja vera með á myndinni þegar Chelsea lyfti bikarnum. Hann fór hvergi og á endanum lyfti Reece James bikarnum með Trump í miðjum hópi Chelsea manna.

Cucurella segir að Trump hafi örugglega tekið gullverðlaunin hans Noni Madueke. Madueke byrjaði mótið með Chelsea en yfirgaf liðið rétt fyrir úrslitaleikinn af því að félagið var að selja hann til Arsenal.

„Trump setti gullverðlaun Madueke í vasann. Hann er með þau þarna í Hvíta húsinu. Mjög góður staður fyrir þau,“ sagði Marc Cucurella.

Trump talaði um það í viðtali sem var tekið á úrslitaleiknum að hann væri líka með alvöru bikarinn í Hvíta húsinu en Chelsea hafi bara fengið eftirlíkinguna af honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×