Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júlí 2025 17:08 Japönsk stjórnvöld hafa lýst óánægju sinni vegna úrskurðarins. AP/Thomas Padilla Alþjóðalögreglan Interpol hefur fjarlægt aðgerðarsinnann og hvalavininn Paul Watson af lista sínum yfir eftirlýsta glæpamenn. Hann var handtekinn á síðasta ári á Grænlandi en er einnig alræmdur innan hvalveiðiiðnaðarins á Íslandi. Paul Watson hefur reglulega ratað í íslenska fjölmiðla allt frá því að hann sökkti tveimur hvalveiðibátum úr flota Hvals hf. með því að skrúfa botnlokur þeirra lausar á níunda áratugnum. Watson er 74 gamall og hefur lengi beitt sér í þágu hvalaverndar, meðal annars sem formaður samtakanna Sea Shepherd Conservation Society sem tókst á við hvalveiðibáta víða um heim. Þetta hefur eins og gefur að skilja komið honum í kast við lögin um allan heim en Japanir hafa haft vel brýnt horn í síðu honum Interpol hafði áður gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur honum að ósk japanskra stjórnvalda vegna aðför hans að japönsku hvalrannsóknaskipi árið 2010. Hann er sakaður um að hafa hindrað áhöfn skipsins við störf sín með því að skipa skipstjóra síns eigin skips að kasta sprengjum á hvalskipið. Hann neitar þessum ásökunum staðfastlega. Handtökuskipun Interpol hefur verið í gildi frá árinu 2010 en hefur nú verið dregin til baka. Í millitíðinni hefur Paul Watson siglt um öll heimsins höf og barist í þágu hvalaverndar. Á síðasta ári var hann handtekinn þegar hann fór í höfn í Nuuk á Grænlandi. Hann sat í fangelsi þar í fimm mánuði en var svo sleppt eftir að dönsk yfirvöld höfnuðu framsalsbeiðni Japana. „Þetta er lítill sigur réttlætisins fyrir mig, risa sigur réttlætisins fyrir hvala,“ segir Watson í yfirlýsingu en fréttaveitan AP greinir frá. Í yfirlýsingu sagði Interpol að ákvörðunin um að afturkalla handtökuskipunina fæli ekki í sér mat á efnislegum atriðum í Japan, en að tekið hefði verið tillit til þess að Danmörk neitaði að framselja hann. Enn er hann þó eftirlýstur í Japan og því ekki laus allra mála. Hvalir Dýr Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Paul Watson hefur reglulega ratað í íslenska fjölmiðla allt frá því að hann sökkti tveimur hvalveiðibátum úr flota Hvals hf. með því að skrúfa botnlokur þeirra lausar á níunda áratugnum. Watson er 74 gamall og hefur lengi beitt sér í þágu hvalaverndar, meðal annars sem formaður samtakanna Sea Shepherd Conservation Society sem tókst á við hvalveiðibáta víða um heim. Þetta hefur eins og gefur að skilja komið honum í kast við lögin um allan heim en Japanir hafa haft vel brýnt horn í síðu honum Interpol hafði áður gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur honum að ósk japanskra stjórnvalda vegna aðför hans að japönsku hvalrannsóknaskipi árið 2010. Hann er sakaður um að hafa hindrað áhöfn skipsins við störf sín með því að skipa skipstjóra síns eigin skips að kasta sprengjum á hvalskipið. Hann neitar þessum ásökunum staðfastlega. Handtökuskipun Interpol hefur verið í gildi frá árinu 2010 en hefur nú verið dregin til baka. Í millitíðinni hefur Paul Watson siglt um öll heimsins höf og barist í þágu hvalaverndar. Á síðasta ári var hann handtekinn þegar hann fór í höfn í Nuuk á Grænlandi. Hann sat í fangelsi þar í fimm mánuði en var svo sleppt eftir að dönsk yfirvöld höfnuðu framsalsbeiðni Japana. „Þetta er lítill sigur réttlætisins fyrir mig, risa sigur réttlætisins fyrir hvala,“ segir Watson í yfirlýsingu en fréttaveitan AP greinir frá. Í yfirlýsingu sagði Interpol að ákvörðunin um að afturkalla handtökuskipunina fæli ekki í sér mat á efnislegum atriðum í Japan, en að tekið hefði verið tillit til þess að Danmörk neitaði að framselja hann. Enn er hann þó eftirlýstur í Japan og því ekki laus allra mála.
Hvalir Dýr Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira