Sport

Sænskur lands­liðs­maður vill verða Rússi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dmytro Timashov hefur spilað lengst af í sænska íshokkíinu en nú vill hann verða Rússi.
Dmytro Timashov hefur spilað lengst af í sænska íshokkíinu en nú vill hann verða Rússi. Getty/Monika Majer

Dmytro „Dima“ Timashov er fyrrum sænskur landsliðsmaður í íshokkí sem er fæddur í Úkraínu en nú vill hann fá rússneskt vegabréf.

@Sportbladet

Timashov hefur samið við rússneska félagið Admiral Vladivostok til tveggja ára en hann vill líka verða Rússi. Aftonbladet segir frá.

„Ég vil spila í rússnesku deildinni til að komast nær fjölskyldu minni sem býr þar. Mér leið vel með allt eftir að hafa rætt við framkvæmdastjórann og þjálfarann,“ sagði Timashov um nýja samninginn.

„Það verður gaman að spila aftur í rússnesku KHL deildinni og fá að vera nálægt rússnesku fjölskyldu minni. Ég varla séð þau síðan ég flutti til Svíþjóðar og svo var ég líka í Bandaríkjunum,“ sagði Timashov.

Móðir Timashov kemur frá Kirovograd sem er mitt á milli Kiev og Odessa. Timashov segir að fjölskyldan hafi sloppið við allar árásir tengdar stríðinu.

Timashov ólst upp á Stokkhólmssvæðinu í Svíþjóð og hefur spilað fyrir sænsku félögin Djurgården, Modo, Mora, Björklöven og Brynäs. Faðir hans er frá Rússlandi.

Timashov spilaði fimm landsleiki fyrir Svía á 2021-22 tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×