Sport

Getur varla gengið lengur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ronnie Coleman átti rosalegan feril í vaxtarræktinni en það tók stóran toll af honum.
Ronnie Coleman átti rosalegan feril í vaxtarræktinni en það tók stóran toll af honum. Getty/Kevin Winter

Ronnie Coleman er einn besti vaxtaræktarmaður sögunnar en hann hefur þurft að þola grimm örlög eftir að gríðarlegt álag á líkamann náði heldur betur í skottið á honum.

Coleman er nú 61 árs gamall en skrokkurinn hans er alveg búinn að fá nóg.

Hann getur ekki lengur gengið vegna mikils álags vegna lyftinga og misheppnaða bakaðgerða.

Coleman er áttfaldur herra Ólympía en hann vann þann eftirsótta titil samfellt frá 1998 til 2005.

Frá árinu 2007 fór bakið hans að gefa sig undar þessu gríðarlega álagi. Hann hefur farið í meira en tólf bakaðgerðir síðan.

Coleman var rosalegur þegar hann var á hápunkti ferils síns en þá varð það frægt að hann var að borða sex þúsund kalóríur á dag þegar hann var upp á sitt besta.

Hann er enn að reyna að lyfta og hefur sagt það í viðtölum að hann sjái ekki eftir neinu. Hann ætlaði að verða eins öflugur vaxtarræktarmaður og hann átti möguleika á að verða. Ferilskráin talar sínu máli en skrokkurinn hans í dag er mikill fórnarkostnaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×