Sport

Dag­skráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk fé­lög í beinni og for­múla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Höskuldur Gunnlaugsson og félagar í Breiðabliki mæta fyrstir á nýja gervigrasið hjá KR-ingum.
Höskuldur Gunnlaugsson og félagar í Breiðabliki mæta fyrstir á nýja gervigrasið hjá KR-ingum. Vísir/Hulda Margrét

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á laugardögum.

Stórleikur dagsins er á milli KR og Breiðabliks á Meistaravöllum en þetta er fyrsti leikurinn á nýja gervigrasi KR-inga.

Það verða einnig sýndir æfingarleikir hjá ensku úrvalsdeildarfélögunum Everton, Bournemouth, Manchester United og West Ham.

Formúla 1 er í Belgíu í þessari viku og það verður sýnt beint frá Sprint keppninni og frá tímatöku fyrir sjálfan kappaksturinn á morgun.

Það verður einnig The Senior Open golfmótinu og frá kvöldi átta á World Matchplay í pílukasti.

Kvöldið endar síðan með leik í bandaríska hafnaboltanum.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

Sýn Sport Ísland

Klukkan 16.50 hefst bein útsending frá leik KR og Breiðabliks í Bestu deild karla í fótbolta.

Sýn Sport 2

Klukkan 19.50 hefst bein útsending frá undirbúningsleik Everton og Bournemouth fyrir komandi tímabil.

Klukkan 22.50 hefst bein útsending frá undirbúningsleik Manchester United og West Ham fyrir komandi tímabil.

SÝN Sport 4

Klukkan 12.30 hefst bein útsending frá The Senior Open golfmótinu.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 9.55 hefst bein útsending frá Sprint keppninni sem er haldin í tengslum við belgíska kappaksturinn í formúlu 1.

Klukkan 13.45 hefst bein útsending frá tímatöku fyrir belgíska kappaksturinn í formúlu 1.

Klukkan 18.30 hefst útsending frá kvöldi átta á World Matchplay í pílukasti.

Klukkan 22.30 hefst bein útsending frá leik Cincinnati Reds og Tampa Bay Rays í bandarísku hafnaboltadeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×