Innlent

Vilja inn­lima Vesturbakkann og deilu um göngu­stíg lýkur með vöfflum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.

Í kvöldfréttum fjöllum við áfram um ástandið á Gasa, þar sem eitt af hverjum fjórum börnum er sagt vannært. Ísraelska þingið ályktaði í dag að innlima eigi Vesturbakkann og virðist útiloka friðsælar samvistir við Palestínumenn.

Við fjöllum áfram um bílastæðin í borginni en fatlað fólk hefur ítrekað fengið sektir þrátt fyrir að eiga ekki að greiða í stæði. Verkefnastjóri hjá borginni segir unnið að því að koma í veg fyrir slík mistök.

Íbúar í Árskógum hrópa húrra yfir því að sátt hafi náðst við borgina um umdeildan göngustíg, sem þeir hafa mótmælt síðustu vikur. Formaður húsfélags við Árskóga býður borgarstjóra í vöfflukaffi í tilefni áfangans.

Við verðum í beinni útsendingu úr Vaglaskógi, þar sem Kaleó heldur tónleika í kvöld og hittum á eldri borgara í Vogum, sem fengu að leiða fótboltalið Þróttar inn á völlinn í gær, þegar liðið mætti Víði í Garði.

Í íþróttapakkanum verður rætt við Kristófer Acox, sem fer ekki á Evrópumótið í körfubolta í lok ágúst. Tíðindin koma mörgum á óvart en Kristófer segir deilur við landsliðsþjálfarann að baki.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á Sýn, Bylgjunni og Vísi klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×