Innlent

Hand­tekinn vegna ólög­legs vopna­burðar

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Maðurinn sem var handtekinn var meðal annars með úðavopn.
Maðurinn sem var handtekinn var meðal annars með úðavopn. Vísir/Vilhelm

Maður var handtekinn í Garðabæ í dag vegna ólöglegs vopnaburðar, en hann var meðal annars með úðavopn. Hann var látinn laus að lokinni yfirheyrslu.

Þetta er meðal þess sem tíundað er í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir verkefni dagsins.

Tilkynnt var um mann sofandi í anddyri íbúðarblokkar í miðbænum og var honum vísað á brott.

Þá var tilkynnt um umferðarslys í Hafnarfirði þar sem maður fékk áverka á höfði og var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku til frekari skoðunar. Bifreiðin var flutt á brott með dráttarbíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×