Fótbolti

Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gær­dagsins

Siggeir Ævarsson skrifar
Víkingar hafa fagnað sigri í síðustu tveimur leikjum af þremur
Víkingar hafa fagnað sigri í síðustu tveimur leikjum af þremur Vísir/Anton Brink

Tveir leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í gær þar sem sjö mörk litu dagsins ljós. 

FH - Fram 3-1

FH gefur ekkert eftir í toppbaráttunni í Bestu deild kvenna og skaut sér upp í 2. sæti með 3-1 sigri á Fram í gær. 

Maya Lauren Hansen skoraði tvívegis fyrir FH í fyrri hálfleik en Murielle Tiernan minnkaði muninn. Thelma Karen Pálmadóttir innsiglaði síðan sigurinn eftir góðan undirbúning frá hinni ungu Ingibjörgu Magnúsdóttur.

Klippa: FH - Fram 3-1

Víkingur - Stjarnan 2-1

Shainu Ashouri var ekki lengi að láta að sér kveða í fyrsta leik með Víkingum og skoraði mark strax á 12. mínútu. Dagný Rún Pétursdóttir tvöfaldaði forystu Víkings svo á 43. mínútu en Stjarnan lagaði stöðuna til með marki úr vítaspyrnu undir lokin. 

Klippa: Víkingur - Stjarnan 2-1

Þetta var fyrsti leikur Víkings undir stjórn Einars Guðnasonar sem fagnaði sigri í sínum fyrsta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×