Fótbolti

City að kaupa fyrrum leik­mann sinn fyrir met­fé

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
James Trafford er við það ganga í raðir Manchester City.
James Trafford er við það ganga í raðir Manchester City. James Gill - Danehouse/Getty Images

Manchester City er við það að ganga frá kaupum á enska markverðinum James Trafford frá Burnley.

Trafford hefur leikið með Burnley frá árinu 2023, en á árunum 2015-2021 lék hann með unglingaliðum Manchester City.

Hann fékk svo atvinnumannasamning við City árið 2021, en náði aldrei að leika deildarleik fyrir félagið. Hann var mestmegnis á láni hjá Accrington Stanley og Bolton Wanderers áður en hann var keyptur til Burnley.

Nú stefnir hins vegar í að Trafford snúi aftur til uppeldisfélagsins og samkvæmt heimildum Sky Sports mun Manchester City greiða meira en 30 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Ef kaupverðið fer yfir 30 milljónir punda verður Trafford að dýrasti breski markvörður sögunnar. Jordan Pickford er í dag dýrasti breski markvörður sögunnar, en hann var keyptur til Everton á 30 milljónir punda árið 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×