Erlent

Stal 73 rauðvíns­flöskum og rúllaði burt á þríhjóli

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Maðurinn var gómaður á öryggismyndavélum.
Maðurinn var gómaður á öryggismyndavélum. Lögreglan í London

Maður á fótknúnu þríhjóli sem braust inn á veitingastað í London og rændi þar 73 dýrum rauðvínsflöskum hefur játað sekt í þremur ákæruliðum bresku lögreglunnar.

Maðurinn var ákærður fyrir þjófnað fyrir að hafa brotist inn á veitingastað, haft þar á brott 73 rauðvínsflöskur að andvirði 24 þúsund punda, eða rétt tæplega fjögurra milljón króna, og ekið með þær burt á ökutæki sínu.

Á myndbandsupptökum öryggismyndavéla sést þegar maðurinn fer inn í vínkjallarann og raðar rauðvínsflöskum ofan í stóra ruslatunnu sem hann flytur svo með kerru út í þríhjól sitt.

Hinn 61 árs gamli maður braust inn á veitingastaðinn í þrígang, fyrst sjötta júní, og hafði þá marga tugi rauðvínsflaskna á brott. Næst var það fimmtánda júní sem hann braust inn og tók þrjár flöskur til viðbótar.

Nítjánda júní braust maðurinn inn þriðja sinni en stal þá engum rauðvínsflöskum. Var hann svo handtekinn þrem dögum síðar.

BBC 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×