Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júlí 2025 08:32 Áhöfnin með hendur á lofti meðan ísraelskir hermenn taka yfir skútuna. Ísraelsher hefur stöðvað skútuna Handala sem var að ferja barnaformúlu til Gasastrandarinnar. Ísraelska utanríkisráðuneytið segir sjóher landsins hafa stöðvað skútuna „frá því að sigla ólöglega inn á hafsvæði Gasastrandarinnar“ og rjúfa herkví. Breska ríkisútvarpið fjallar um málið en þetta er önnur skúta FFC (Freedom Flotilla Coalition) sem Ísraelsher stöðvar rétt fyrir komuna að Gasa. Ferð hinnar fyrstu vakti mikla athygli þar sem sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg var um borð. Í það skiptið var skútunni siglt að landi og aðgerðarsinnunum flogið til sinna heima. Á myndefni frá því í nótt má sjá áhöfn Handala með hendur á lofti meðan ísraelskir hermenn taka stjórn á henni. Israeli forces illegally boarded ‘Handala’ in international waters, abducting 21 unarmed civilians.Demand your government end its complicity in Israeli war crimes, ensure the unhindered delivery of humanitarian aid, and call for the immediate release of all crew members. pic.twitter.com/PSGDSPWznG— Freedom Flotilla Coalition (@GazaFFlotilla) July 27, 2025 Talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins sagði í nótt að skútunni yrði siglt „örugglega“ að ströndum Ísraels og að „allir farþegarnir væru öruggir“. Ekki kemur fram hvar nákvæmlega báturinn var stöðvaður. Í færslu utanríkisráðuneytisins á X (Twitter) sagði „óleyfilegar tilraunir til að rjúfa herkví eru hættulegar, ólöglegar og grafa undan fyrirliggjandi mannúðaraðstoð“. Ísrael hefur verið harðlega gagnrýnt af mannúðarsamtökum fyrir að stöðva alla mannúðaraðstoð til Gasa frá 2. mars og einungis beina aðstoð gegnum Mannúðarsjóð Gasa sem er stýrt af Ísrael og Bandaríkjunum. Jafnframt hefur mikill fjöldi Palestínubúa verið drepinn af Ísraelsher meðan þeir voru að reyna að ná sér í neyðarvistir. FFC hefur aftur á móti sagt að áhöfninni, sem er frá ýmsum löndum og inniheldur nítján aðgerðarsinna og tvo blaðamenn, hafi verið rænt af ísraelskum hermönnum. Þá hefur hópurinn birt fjölda myndbanda af meðlimum áhafnarinnar hvetja ríkisstjórnir sínar til að beita Ísrael refisaðgerðum. Tugir þúsunda manna hafa verið drepnir í Palestínu frá því Ísrael hóf innrás í landið til að hefna fyrir aðgerðir Hamas 7. október þar sem 1.200 Ísraelsbúar voru drepnir og 251 tekinn í gíslingu. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Reyna aftur að sigla til Gasa Aðgerðarsinnar í Freedom Flotilla Coalition hyggjast reyna að sigla aftur til Gasastrandarinnar. Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, var með í síðustu för hópsins sem endaði á að hópurinn var stöðvaður af ísraelska hernum. 13. júlí 2025 14:44 „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Yfirvöld í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau segja tíma til kominn að ljúka stríðinu á Gasa. 25. júlí 2025 16:57 Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Ísraelska þingið samþykkti þingsályktunartillögu á miðvikudag þess efnis að Ísrael innlimi Vesturbakkann eða héröðin Júdeu, Samaríu og Jórdandal líkt og Ísraelar kalla þau. Þingsályktunartillagan er ekki bindandi en er til marks um bæði aukið afdráttarleysi Ísraelsmanna í ólöglegri landtöku sinni sem og lausung innan sitjandi ríkisstjórnar. 25. júlí 2025 14:34 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Breska ríkisútvarpið fjallar um málið en þetta er önnur skúta FFC (Freedom Flotilla Coalition) sem Ísraelsher stöðvar rétt fyrir komuna að Gasa. Ferð hinnar fyrstu vakti mikla athygli þar sem sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg var um borð. Í það skiptið var skútunni siglt að landi og aðgerðarsinnunum flogið til sinna heima. Á myndefni frá því í nótt má sjá áhöfn Handala með hendur á lofti meðan ísraelskir hermenn taka stjórn á henni. Israeli forces illegally boarded ‘Handala’ in international waters, abducting 21 unarmed civilians.Demand your government end its complicity in Israeli war crimes, ensure the unhindered delivery of humanitarian aid, and call for the immediate release of all crew members. pic.twitter.com/PSGDSPWznG— Freedom Flotilla Coalition (@GazaFFlotilla) July 27, 2025 Talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins sagði í nótt að skútunni yrði siglt „örugglega“ að ströndum Ísraels og að „allir farþegarnir væru öruggir“. Ekki kemur fram hvar nákvæmlega báturinn var stöðvaður. Í færslu utanríkisráðuneytisins á X (Twitter) sagði „óleyfilegar tilraunir til að rjúfa herkví eru hættulegar, ólöglegar og grafa undan fyrirliggjandi mannúðaraðstoð“. Ísrael hefur verið harðlega gagnrýnt af mannúðarsamtökum fyrir að stöðva alla mannúðaraðstoð til Gasa frá 2. mars og einungis beina aðstoð gegnum Mannúðarsjóð Gasa sem er stýrt af Ísrael og Bandaríkjunum. Jafnframt hefur mikill fjöldi Palestínubúa verið drepinn af Ísraelsher meðan þeir voru að reyna að ná sér í neyðarvistir. FFC hefur aftur á móti sagt að áhöfninni, sem er frá ýmsum löndum og inniheldur nítján aðgerðarsinna og tvo blaðamenn, hafi verið rænt af ísraelskum hermönnum. Þá hefur hópurinn birt fjölda myndbanda af meðlimum áhafnarinnar hvetja ríkisstjórnir sínar til að beita Ísrael refisaðgerðum. Tugir þúsunda manna hafa verið drepnir í Palestínu frá því Ísrael hóf innrás í landið til að hefna fyrir aðgerðir Hamas 7. október þar sem 1.200 Ísraelsbúar voru drepnir og 251 tekinn í gíslingu.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Reyna aftur að sigla til Gasa Aðgerðarsinnar í Freedom Flotilla Coalition hyggjast reyna að sigla aftur til Gasastrandarinnar. Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, var með í síðustu för hópsins sem endaði á að hópurinn var stöðvaður af ísraelska hernum. 13. júlí 2025 14:44 „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Yfirvöld í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau segja tíma til kominn að ljúka stríðinu á Gasa. 25. júlí 2025 16:57 Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Ísraelska þingið samþykkti þingsályktunartillögu á miðvikudag þess efnis að Ísrael innlimi Vesturbakkann eða héröðin Júdeu, Samaríu og Jórdandal líkt og Ísraelar kalla þau. Þingsályktunartillagan er ekki bindandi en er til marks um bæði aukið afdráttarleysi Ísraelsmanna í ólöglegri landtöku sinni sem og lausung innan sitjandi ríkisstjórnar. 25. júlí 2025 14:34 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Reyna aftur að sigla til Gasa Aðgerðarsinnar í Freedom Flotilla Coalition hyggjast reyna að sigla aftur til Gasastrandarinnar. Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, var með í síðustu för hópsins sem endaði á að hópurinn var stöðvaður af ísraelska hernum. 13. júlí 2025 14:44
„Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Yfirvöld í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau segja tíma til kominn að ljúka stríðinu á Gasa. 25. júlí 2025 16:57
Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Ísraelska þingið samþykkti þingsályktunartillögu á miðvikudag þess efnis að Ísrael innlimi Vesturbakkann eða héröðin Júdeu, Samaríu og Jórdandal líkt og Ísraelar kalla þau. Þingsályktunartillagan er ekki bindandi en er til marks um bæði aukið afdráttarleysi Ísraelsmanna í ólöglegri landtöku sinni sem og lausung innan sitjandi ríkisstjórnar. 25. júlí 2025 14:34