„Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Jón Ísak Ragnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 27. júlí 2025 11:44 Kaleo á sviðinu í gær. Vísir/Viktor Freyr Hreiðar Hreiðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir með ólíkindum hvað tónleikahátíð Kaleo í Vaglaskógi í gær gekk vel. Ekkert stórslys hafi orðið og önnur vandamál hafi verið minniháttar. Hljómsveitin Kaleo hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi síðan 2015 með tónlistarhátíð í Vaglaskógi í gær. Fjöldinn allur af tónlistarmönnum kom fram á þéttri dagskrá allan daginn, en uppselt varð á tónleikana á örskotstundu. „Já, þetta fór algjörlega fram úr björtustu vonum, og gekk mjög vel, algjörlega slysalaust,“ segir Hreiðar aðalvarðstjóri um tónleikana í gær. „Þetta voru einhver tvö ölvunaratvik sem við þurftum að skipta okkur af , og einhver ágreiningur milli tveggja, þriggja aðila, annars var þetta með ólíkindum hvað þetta gekk vel.“ Hann segir að á svæðinu hafi á bilinu sjö til tíu þúsund manns verið samankomnir. Þar hafi verið fólk á öllum aldri, börn og ungmenni, foreldrar, afar og ömmur. „Það var alveg einstakt hvað þetta gekk vel og hvað fólk virtist koma í góðu. Það var svona góður andi yfir öllum, fólk kom greinilega og ætlaði að njóta dagsins, og það var náttúrulega það sem gerði þetta svona gott í bland við gott veður.“ Skipulagning tónleikanna hafi verið til fyrirmyndar og undirbúningur góður. Lögreglan hafi verið með um tuttugu manns á svæðinu, en fjöldi viðbragðsaðila með björgunarsveit, öryggisgæslu og öðrum meðtöldum hafi verið um hundrað. Hreiðar segir yndislegt þegar hlutirnir ganga svona vel, fólk komi að njóta og allt gangi upp. Kaleo Tónleikar á Íslandi Þingeyjarsveit Tónlist Menning Lögreglumál Tengdar fréttir Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Jakob Frímann Magnússon, einn aðalskipuleggjenda stórtónleika Kaleo í Vaglaskógi næsta laugardag, segir að allur undirbúningur hátíðarinnar hafi gengið vel. Stærsta áskorunin verði að koma öllum sjö þúsund tónleikagestum á svæðið í tæka tíð. 22. júlí 2025 13:21 Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Nú streymir fólk í Vaglaskóg, þar sem stórtónleikar hljómsveitarinnar Kaleo fara fram á morgun. Undirbúningur hefur gengið vel að sögn tónleikahaldara og allt er að verða tilbúið fyrir stóra daginn. 25. júlí 2025 22:26 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Hljómsveitin Kaleo hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi síðan 2015 með tónlistarhátíð í Vaglaskógi í gær. Fjöldinn allur af tónlistarmönnum kom fram á þéttri dagskrá allan daginn, en uppselt varð á tónleikana á örskotstundu. „Já, þetta fór algjörlega fram úr björtustu vonum, og gekk mjög vel, algjörlega slysalaust,“ segir Hreiðar aðalvarðstjóri um tónleikana í gær. „Þetta voru einhver tvö ölvunaratvik sem við þurftum að skipta okkur af , og einhver ágreiningur milli tveggja, þriggja aðila, annars var þetta með ólíkindum hvað þetta gekk vel.“ Hann segir að á svæðinu hafi á bilinu sjö til tíu þúsund manns verið samankomnir. Þar hafi verið fólk á öllum aldri, börn og ungmenni, foreldrar, afar og ömmur. „Það var alveg einstakt hvað þetta gekk vel og hvað fólk virtist koma í góðu. Það var svona góður andi yfir öllum, fólk kom greinilega og ætlaði að njóta dagsins, og það var náttúrulega það sem gerði þetta svona gott í bland við gott veður.“ Skipulagning tónleikanna hafi verið til fyrirmyndar og undirbúningur góður. Lögreglan hafi verið með um tuttugu manns á svæðinu, en fjöldi viðbragðsaðila með björgunarsveit, öryggisgæslu og öðrum meðtöldum hafi verið um hundrað. Hreiðar segir yndislegt þegar hlutirnir ganga svona vel, fólk komi að njóta og allt gangi upp.
Kaleo Tónleikar á Íslandi Þingeyjarsveit Tónlist Menning Lögreglumál Tengdar fréttir Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Jakob Frímann Magnússon, einn aðalskipuleggjenda stórtónleika Kaleo í Vaglaskógi næsta laugardag, segir að allur undirbúningur hátíðarinnar hafi gengið vel. Stærsta áskorunin verði að koma öllum sjö þúsund tónleikagestum á svæðið í tæka tíð. 22. júlí 2025 13:21 Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Nú streymir fólk í Vaglaskóg, þar sem stórtónleikar hljómsveitarinnar Kaleo fara fram á morgun. Undirbúningur hefur gengið vel að sögn tónleikahaldara og allt er að verða tilbúið fyrir stóra daginn. 25. júlí 2025 22:26 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Jakob Frímann Magnússon, einn aðalskipuleggjenda stórtónleika Kaleo í Vaglaskógi næsta laugardag, segir að allur undirbúningur hátíðarinnar hafi gengið vel. Stærsta áskorunin verði að koma öllum sjö þúsund tónleikagestum á svæðið í tæka tíð. 22. júlí 2025 13:21
Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Nú streymir fólk í Vaglaskóg, þar sem stórtónleikar hljómsveitarinnar Kaleo fara fram á morgun. Undirbúningur hefur gengið vel að sögn tónleikahaldara og allt er að verða tilbúið fyrir stóra daginn. 25. júlí 2025 22:26