„Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 27. júlí 2025 22:17 Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. vísir / diego Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, var óneitanlega ánægður með frammistöðu sinna minna og hrósaði þeim innilega eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Fram í kvöld. Það sem fór úrskeiðis hjá Víkingum í kvöld var óneitanlega að þeir náðu ekki að nýta þau góðu færi sem þeir fengu. „Mér fannst frammistaðan mjög góð og við spiluðum mjög vel allan leikinn, vorum kannski lengi að byrja leikinn en komumst svo vel inn í hann og vorum töluvert betra liðið.“ „Alls ekki sanngjörn úrslit og gífurlega svekkjandi úrslit, við vorum klárlega miklu sterkari aðilinn í leiknum. Við vorum í fyrri hálfleik aðeins að flækja þetta fyrir okkur, við vorum að fara fullmikið í gegnum miðjuna þeirra og fengum meðal annars markið á okkur þannig.“ „Engu að síður flott spilamennska í fyrri hálfleik og frammistaðan mun betri í seinni hálfleik eftir að við lagfærum nokkra hluti. Við vorum mun aggressívari í því sem við gerðum og við fengum fullt af tækifærum og stöðum til þess að skora mörk en boltinn vildi eitthvernveginn ekki inn. Það getur svo allt gerst í lokinn þegar það munar bara um eitt mark. Það er búið að vera keyrsla á okkur og ferðalög, menn eru að leggja mikið á sig og þeir sýndu mikinn kraft í dag og við náðum að stjórna leiknum á móti vel hvíldu Fram liði.“ „Við verðum að nýta þessar stöður sem við fáum, við fengum klárlega tækifærin í leiknum í dag og þetta er að kosta okkur svolítið mikið að nýta ekki þessi færi og við verðum að bæta það.“ Sölvi Geir þjálfari Víkinga var ánægður með innkomu varamanna og náði hann með þeim breytingum betri stjórn á leiknum. Sölvi er einnig ánægður með innkomu Óskars Borgþórssonar sem skrifaði undir hjá Víkingum í lok júní. „Óskar er búinn að vera frábær frá því hann kom, hann er ‘’complete’’ leikmaður sem er svakalega áræðin, vill ráðast á menn og er góður í því. Hann er með góð skot og er duglegur varnarlega, þetta er bara duglegur leikmaður sem við erum með í höndunum og ekki skemmir fyrir að þetta er æðislegur drengur.“ „Varamennirnir sem komu inn voru stórkostlegir allir saman og ég er virkilega sáttur með þá. Við erum með stóran og breiðan hóp og þeir komur sterkir inn og breyttu gang leiksins. Ég er mjög sáttur með frammistöðu leikmanna en ekki sáttur með færa nýtinguna en það er eitthvað sem við getum bætt.“ Besta deild karla Fram Víkingur Reykjavík Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira
Það sem fór úrskeiðis hjá Víkingum í kvöld var óneitanlega að þeir náðu ekki að nýta þau góðu færi sem þeir fengu. „Mér fannst frammistaðan mjög góð og við spiluðum mjög vel allan leikinn, vorum kannski lengi að byrja leikinn en komumst svo vel inn í hann og vorum töluvert betra liðið.“ „Alls ekki sanngjörn úrslit og gífurlega svekkjandi úrslit, við vorum klárlega miklu sterkari aðilinn í leiknum. Við vorum í fyrri hálfleik aðeins að flækja þetta fyrir okkur, við vorum að fara fullmikið í gegnum miðjuna þeirra og fengum meðal annars markið á okkur þannig.“ „Engu að síður flott spilamennska í fyrri hálfleik og frammistaðan mun betri í seinni hálfleik eftir að við lagfærum nokkra hluti. Við vorum mun aggressívari í því sem við gerðum og við fengum fullt af tækifærum og stöðum til þess að skora mörk en boltinn vildi eitthvernveginn ekki inn. Það getur svo allt gerst í lokinn þegar það munar bara um eitt mark. Það er búið að vera keyrsla á okkur og ferðalög, menn eru að leggja mikið á sig og þeir sýndu mikinn kraft í dag og við náðum að stjórna leiknum á móti vel hvíldu Fram liði.“ „Við verðum að nýta þessar stöður sem við fáum, við fengum klárlega tækifærin í leiknum í dag og þetta er að kosta okkur svolítið mikið að nýta ekki þessi færi og við verðum að bæta það.“ Sölvi Geir þjálfari Víkinga var ánægður með innkomu varamanna og náði hann með þeim breytingum betri stjórn á leiknum. Sölvi er einnig ánægður með innkomu Óskars Borgþórssonar sem skrifaði undir hjá Víkingum í lok júní. „Óskar er búinn að vera frábær frá því hann kom, hann er ‘’complete’’ leikmaður sem er svakalega áræðin, vill ráðast á menn og er góður í því. Hann er með góð skot og er duglegur varnarlega, þetta er bara duglegur leikmaður sem við erum með í höndunum og ekki skemmir fyrir að þetta er æðislegur drengur.“ „Varamennirnir sem komu inn voru stórkostlegir allir saman og ég er virkilega sáttur með þá. Við erum með stóran og breiðan hóp og þeir komur sterkir inn og breyttu gang leiksins. Ég er mjög sáttur með frammistöðu leikmanna en ekki sáttur með færa nýtinguna en það er eitthvað sem við getum bætt.“
Besta deild karla Fram Víkingur Reykjavík Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira