Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Jón Þór Stefánsson skrifar 28. júlí 2025 20:00 Liam og Noel Gallagher á tónleikum í Cardiff í byrjun mánaðar. Getty Spennan milli Oasis-bræðranna Liam og Noel Gallagher er að sögð vera að magnast upp nú á meðan tónleikaferðalag þeirra stendur sem hæst. Líkt og frægt er töluðust bræðurnir ekki við og áttu í hatrömmum deilum um margra ára skeið, eða þangað til þeir ákváðu að grafa stríðsöxina í fyrra og boðuðu til fjölda tónleika. Túrinn hófst fyrr í þessum mánuði, hingað til hafa þeir haldið sig við Bretlandseyjar, en til stendur að fara til Norður- og Suður Ameríku, Asíu, og Ástralíu. Að sögn Daily Mail stendur samband Gallagher-bræðranna ekki á eins traustum fótum og látið er líta út fyrir. Miðillinn fullyrðir að starfsmenn sem eru baksviðs á tónleikunum séu látnir setja límmiða yfir myndavélar farsíma sinna svo þeir festi ekki á filmu hvernig samband bræðranna sé í raun og veru. Jafnframt hefur Daily Mail eftir heimildarmönnum sínum, sem eru sagðir í innsta hring, að áhyggjur aukist nú varðandi það hversu lengi bræðurnir geti starfað saman. „Liam eyðir meiri tíma með hundinum sínum en með Noel. Þeir þola ekki hvorn annan og þetta er að verða rosalegt vandamál, og skipulagsleg martröð,“ er haft eftir einum heimildarmanni. Þá segir að bræðurnir gisti ekki á sömu hótelum, og að búið sé að sjá til þess að þeir muni ferðast í sitthvorri einkaþotunni þegar þeir ferðast heimshorna á milli vegna túrsins. Það sé gert svo þeir verji sem minnstum mögulegum tíma saman. „Að fljúga saman í járnboxi í þúsund feta hæð er uppskrift að stórslysi,“ er haft eftir heimildarmanni. Oasis saman á tónleikum, reyndar árið 1996. Þá er haft eftir öðrum, sem er sagður náinn Noel, að samband þeirra sé á svo hálum ís að óhugsandi sé að þeir muni klára tónleikaferðalagið. „Hvorugur þeirra er tilbúinn að fyrirgefa hinum og gleyma því sem átti sér stað í fortíðinni. Það að þeir ætli að verja næstu þremur mánuðunum saman á sviði er alveg ótrúlegt. Þeir geta ekki einu sinni verið saman í herbergi í meira en sex mínútur. Í frétt Daily Mail er einnig haft eftir heimildarmönnum að helsta ástæða tónleikaferðalagsins séu peningarnir sem bræðurnir munu fá í vasann fyrir vikið. Búist sé við því að gróðinn af miðasölu og sölu á varningi verði um 400 milljónir sterlingspunda, eða um 65 milljarðar króna. „Þegar allt kemur til alls varðandi þá Liam og Noel og þennan túr, sama hversu slæmt þetta verður, þá vegur peningurinn meira en illdeilurnar,“ er haft eftir heimildarmanni. Tónlist Bretland Hollywood Mest lesið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Fleiri fréttir Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Sjá meira
Líkt og frægt er töluðust bræðurnir ekki við og áttu í hatrömmum deilum um margra ára skeið, eða þangað til þeir ákváðu að grafa stríðsöxina í fyrra og boðuðu til fjölda tónleika. Túrinn hófst fyrr í þessum mánuði, hingað til hafa þeir haldið sig við Bretlandseyjar, en til stendur að fara til Norður- og Suður Ameríku, Asíu, og Ástralíu. Að sögn Daily Mail stendur samband Gallagher-bræðranna ekki á eins traustum fótum og látið er líta út fyrir. Miðillinn fullyrðir að starfsmenn sem eru baksviðs á tónleikunum séu látnir setja límmiða yfir myndavélar farsíma sinna svo þeir festi ekki á filmu hvernig samband bræðranna sé í raun og veru. Jafnframt hefur Daily Mail eftir heimildarmönnum sínum, sem eru sagðir í innsta hring, að áhyggjur aukist nú varðandi það hversu lengi bræðurnir geti starfað saman. „Liam eyðir meiri tíma með hundinum sínum en með Noel. Þeir þola ekki hvorn annan og þetta er að verða rosalegt vandamál, og skipulagsleg martröð,“ er haft eftir einum heimildarmanni. Þá segir að bræðurnir gisti ekki á sömu hótelum, og að búið sé að sjá til þess að þeir muni ferðast í sitthvorri einkaþotunni þegar þeir ferðast heimshorna á milli vegna túrsins. Það sé gert svo þeir verji sem minnstum mögulegum tíma saman. „Að fljúga saman í járnboxi í þúsund feta hæð er uppskrift að stórslysi,“ er haft eftir heimildarmanni. Oasis saman á tónleikum, reyndar árið 1996. Þá er haft eftir öðrum, sem er sagður náinn Noel, að samband þeirra sé á svo hálum ís að óhugsandi sé að þeir muni klára tónleikaferðalagið. „Hvorugur þeirra er tilbúinn að fyrirgefa hinum og gleyma því sem átti sér stað í fortíðinni. Það að þeir ætli að verja næstu þremur mánuðunum saman á sviði er alveg ótrúlegt. Þeir geta ekki einu sinni verið saman í herbergi í meira en sex mínútur. Í frétt Daily Mail er einnig haft eftir heimildarmönnum að helsta ástæða tónleikaferðalagsins séu peningarnir sem bræðurnir munu fá í vasann fyrir vikið. Búist sé við því að gróðinn af miðasölu og sölu á varningi verði um 400 milljónir sterlingspunda, eða um 65 milljarðar króna. „Þegar allt kemur til alls varðandi þá Liam og Noel og þennan túr, sama hversu slæmt þetta verður, þá vegur peningurinn meira en illdeilurnar,“ er haft eftir heimildarmanni.
Tónlist Bretland Hollywood Mest lesið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Fleiri fréttir Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Sjá meira