Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar 29. júlí 2025 07:01 Það er ekki alltaf auðvelt að ná sambandi við fólk. Fyrir suma gerist það náttúrulega, en aðrir eiga í erfiðleikum með fyrsta orð, bros eða spurningu. Þetta er sérstaklega áberandi í smáspjalli (small talk), þessum félagslega dansi sem virðist léttur á yfirborðinu en getur vakið óöryggi og sjálfsefa hjá þeim sem upplifa sig ekki örugga í samskiptum. Hjá mér hefur smáspjall oft kallað fram tilfinningu um að ég sé utan við samfélagið, að ég nái ekki að tengjast í réttri „tíðni“. Ekki vegna þess að ég vilji ekki tala við fólk, heldur vegna þess að mér finnst ég ekki alltaf eiga heima þar. Það er oft litið á smáspjall sem eitthvað létt, kurteislegt eða jafnvel yfirborðslegt. En í raun krefst það hæfileika sem ekki allir hafa fengið að rækta, þ.e.a.s. að skapa öryggi, að hlusta af einlægni, að lesa stemninguna og gefa af sér án mikils undirbúnings. Hæfileikar í samskiptum eru oft vanmetnir. Við teljum þá ekki með í prófum eða gráðum, en þeir ráða miklu um það hvernig við tengjumst og hvernig samfélagið virkar. Fólk sem á erfitt með smáspjall er ekki hæfileikalaust, það kann að vera með mikla næmni, hugsun eða innsæi sem einfaldlega þarf að fá að njóta sín með öðrum hætti. Ef við viljum breyta samfélaginu til hins betra, þurfum við að víkka hugtakið hæfileiki og viðurkenna að það að eiga samtal, jafnvel létt og stutt, sé ekki sjálfsagt fyrir alla. Það er stundum stærsti hæfileikinn af öllum þ.e. að mæta öðru fólki þar sem það er. Það sem gerir þetta erfiðara er hvernig við sem samfélag skilgreinum hæfileika. Þegar ég hugsa um hugtakið „hæfileiki“ dettur mér fyrst í hug hæfileiki til að mennta sig, til að syngja, til að hlaupa hratt eða leysa flókin verkefni. En sjaldan hugsa ég um hæfileika í samskiptum, hlustun, nærveru eða innsæi. Þó eru þetta einmitt færniþættir sem skipta sköpum í daglegu lífi og í smáspjalli, þar sem tengslin hefjast. Sem barn í grunnskóla bjó ég yfir mörgum hæfileikum. Ég gat sungið, leikið og var mjög frjór í hugsun. Sköpunargáfan mín var sterk og ímyndunaraflið lifandi. En á sama tíma glímdi ég við lesblindu, ADHD og hegðunarerfiðleika. Ég var ekki góður í öllu og oft ekki séður sem námsmaður, þó ég næði lágmarkseinkunnum og hefði greinilega einhverja færni til að læra. Þessi reynsla hefur mótað mig sem kennara. Ég hef aftur og aftur séð ólíka hæfileika blómstra í ólíkum nemendum, hæfileika sem ekki alltaf fá að njóta sín í skólaumhverfi sem leggur megináherslu á það sem hægt er að mæla. Samfélagið og skólakerfið hafa tilhneigingu til að lyfta ákveðinni tegund náms upp þ.e. þeirri sem birtist í stigum, einkunnum og prófum. Ég styð staðlað námsmat þar sem það á rétt á sér. Ekki síst í greinum eins og lestri, sem er undirstaða alls annars náms. Án læsis er erfitt að byggja upp sjálfstæð vinnubrögð, fræðilegan skilning eða traust á eigin getu. En við verðum líka að vera meðvituð um að nám og hæfileikar birtast á fleiri sviðum en þeim sem auðvelt er að skrásetja eða raða í töflur. Við megum þó ekki gleyma því að slík próf ná aðeins að meta hvort einstaklingur hafi þá hæfni sem krafist er í námi en þau segja lítið um sköpunargáfu, innsæi, eða aðra dýpri hæfileika. Þegar við lítum á hæfileika sem eitthvað sem þarf að vera sýnilegt, mælanlegt eða verðlaunað, þá hættum við að sjá þá fjölbreytni sem raunverulega býr í fólki. Við hættum að hlusta eftir því sem er hljótt, og metum einungis það sem er augljóst. Og þar með missum við af dýrmætum manneskjum sem kunna að hafa hæfileika sem skólamatið nær aldrei utan um. Því þarf umræðan um hæfileika og menntun að víkka. Við verðum að rýma til fyrir þá hæfileika sem ekki sjást í einkunnum, prófum eða gráðum, en sem gera okkur að betri einstaklingum, betri vinum og betra samfélagi. Og ef við byrjum á að hlusta, jafnvel í smáspjalli getur það orðið byrjunin að stærra samtali. Samtali um gildi hvers og eins, þekkingu sem ekki er alltaf á einkunnaspjöldum, og tengsl sem vaxa í þögn jafnt sem tali. Höfundur er mannvinur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Árni Reynisson Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Sjá meira
Það er ekki alltaf auðvelt að ná sambandi við fólk. Fyrir suma gerist það náttúrulega, en aðrir eiga í erfiðleikum með fyrsta orð, bros eða spurningu. Þetta er sérstaklega áberandi í smáspjalli (small talk), þessum félagslega dansi sem virðist léttur á yfirborðinu en getur vakið óöryggi og sjálfsefa hjá þeim sem upplifa sig ekki örugga í samskiptum. Hjá mér hefur smáspjall oft kallað fram tilfinningu um að ég sé utan við samfélagið, að ég nái ekki að tengjast í réttri „tíðni“. Ekki vegna þess að ég vilji ekki tala við fólk, heldur vegna þess að mér finnst ég ekki alltaf eiga heima þar. Það er oft litið á smáspjall sem eitthvað létt, kurteislegt eða jafnvel yfirborðslegt. En í raun krefst það hæfileika sem ekki allir hafa fengið að rækta, þ.e.a.s. að skapa öryggi, að hlusta af einlægni, að lesa stemninguna og gefa af sér án mikils undirbúnings. Hæfileikar í samskiptum eru oft vanmetnir. Við teljum þá ekki með í prófum eða gráðum, en þeir ráða miklu um það hvernig við tengjumst og hvernig samfélagið virkar. Fólk sem á erfitt með smáspjall er ekki hæfileikalaust, það kann að vera með mikla næmni, hugsun eða innsæi sem einfaldlega þarf að fá að njóta sín með öðrum hætti. Ef við viljum breyta samfélaginu til hins betra, þurfum við að víkka hugtakið hæfileiki og viðurkenna að það að eiga samtal, jafnvel létt og stutt, sé ekki sjálfsagt fyrir alla. Það er stundum stærsti hæfileikinn af öllum þ.e. að mæta öðru fólki þar sem það er. Það sem gerir þetta erfiðara er hvernig við sem samfélag skilgreinum hæfileika. Þegar ég hugsa um hugtakið „hæfileiki“ dettur mér fyrst í hug hæfileiki til að mennta sig, til að syngja, til að hlaupa hratt eða leysa flókin verkefni. En sjaldan hugsa ég um hæfileika í samskiptum, hlustun, nærveru eða innsæi. Þó eru þetta einmitt færniþættir sem skipta sköpum í daglegu lífi og í smáspjalli, þar sem tengslin hefjast. Sem barn í grunnskóla bjó ég yfir mörgum hæfileikum. Ég gat sungið, leikið og var mjög frjór í hugsun. Sköpunargáfan mín var sterk og ímyndunaraflið lifandi. En á sama tíma glímdi ég við lesblindu, ADHD og hegðunarerfiðleika. Ég var ekki góður í öllu og oft ekki séður sem námsmaður, þó ég næði lágmarkseinkunnum og hefði greinilega einhverja færni til að læra. Þessi reynsla hefur mótað mig sem kennara. Ég hef aftur og aftur séð ólíka hæfileika blómstra í ólíkum nemendum, hæfileika sem ekki alltaf fá að njóta sín í skólaumhverfi sem leggur megináherslu á það sem hægt er að mæla. Samfélagið og skólakerfið hafa tilhneigingu til að lyfta ákveðinni tegund náms upp þ.e. þeirri sem birtist í stigum, einkunnum og prófum. Ég styð staðlað námsmat þar sem það á rétt á sér. Ekki síst í greinum eins og lestri, sem er undirstaða alls annars náms. Án læsis er erfitt að byggja upp sjálfstæð vinnubrögð, fræðilegan skilning eða traust á eigin getu. En við verðum líka að vera meðvituð um að nám og hæfileikar birtast á fleiri sviðum en þeim sem auðvelt er að skrásetja eða raða í töflur. Við megum þó ekki gleyma því að slík próf ná aðeins að meta hvort einstaklingur hafi þá hæfni sem krafist er í námi en þau segja lítið um sköpunargáfu, innsæi, eða aðra dýpri hæfileika. Þegar við lítum á hæfileika sem eitthvað sem þarf að vera sýnilegt, mælanlegt eða verðlaunað, þá hættum við að sjá þá fjölbreytni sem raunverulega býr í fólki. Við hættum að hlusta eftir því sem er hljótt, og metum einungis það sem er augljóst. Og þar með missum við af dýrmætum manneskjum sem kunna að hafa hæfileika sem skólamatið nær aldrei utan um. Því þarf umræðan um hæfileika og menntun að víkka. Við verðum að rýma til fyrir þá hæfileika sem ekki sjást í einkunnum, prófum eða gráðum, en sem gera okkur að betri einstaklingum, betri vinum og betra samfélagi. Og ef við byrjum á að hlusta, jafnvel í smáspjalli getur það orðið byrjunin að stærra samtali. Samtali um gildi hvers og eins, þekkingu sem ekki er alltaf á einkunnaspjöldum, og tengsl sem vaxa í þögn jafnt sem tali. Höfundur er mannvinur og kennari.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar