Erlent

Elsti Gallagher-bróðirinn á­kærður fyrir nauðgun

Jón Þór Stefánsson skrifar
Paul Gallagher hefur aldrei verið viðloðinn Oasis.
Paul Gallagher hefur aldrei verið viðloðinn Oasis. Getty

Paul Gallagher, eldri bróðir Oasis-liðanna Liams og Noels Gallagher, hefur verið ákærður fyrir nauðgun og önnur brot.

Sky News greinir frá þessu.

Lundúnalögreglan hefur ákært Paul fyrir nauðgun, þvingandi hegðun, þrjú kynferðisbrot, fyrir að taka kyrkingartaki þrisvar sinnum, og þrjár morð- og ofbeldishótanir. Meint brot eru sögð hafa verið framin frá árinu 2022 til 2024.

Paul, sem er 59 ára gamall, er einu ári eldri en Noel og sjö árum eldri en Liam. Hann hefur aldrei verið viðloðinn hljómsveitina Oasis, þar sem hinir bræðurnir eru aðalsprauturnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×