„Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2025 12:46 Deion Sanders var ekki í neinum feluleik þegar hann ræddi veikindi sín opinskátt. Getty/AAron Ontiveroz Einn litríkasti leikmaðurinn og þjálfarinn í sögu ameríska fótboltans hefur komið fram og sagt frá harðri baráttu sinni við krabbamein. Hann fagnaði sigri í þeirri baráttu og ætlar líka að eyða skömminni. Deion Sanders var lengi stórstjarna í NFL deildinni en er nú þjálfari háskólaliðs University of Colorado þar sem hann er óhræddur við yfirlýsingarnar og hefur tekist að búa til gríðarlega skemmtilega stemmningu í kringum liðið sitt. Sanders eða „Prime Time“ eins og hann var kallaður á leikmannaferlinum var alltaf maður stóru augnablikanna og hann ætlar ekki að gefa sig í stærsta stríði lífsins utan vallar. Síðasta ár hefur reynst honum afar erfitt eftir að hann greindist með krabbamein. Sigraðist á krabbameininu Hinn 57 ára gamli Sanders kom fram á blaðamannafundi í gær og sagðist hafa sigrast á krabbameininu sem var í þvagblöðru hans. Hann var opinskár og hreinskilinn þegar kom að veikindunum og afleiðingum þeirra á líkama hans. Fjarlægja þurfti þvagblöðru Sanders til að komast fyrir krabbameinið. Sanders mætti á fundi með lækni sínum og var óhræddur að ræða stöðuna á sér. Hann sagðist vera staðráðinn að eyða skömminni í kringum veikindi sem þessi. „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður. Hún [Janet Kukreja læknir] hefur ekki aðeins meðhöndlað mig heldur hefur hún einnig komið mér í samband við fólk sem hefur þurft að ganga í gegnum það sama. Ég gat talað við þau og fengið betur að vita hvað bíður mín. Ekki bara með augum læknis heldur í gegnum reynslu þess sem hefur gengið í gegnum svona áður,“ sagði Sanders. Pissar á sig eins og barnabarnið Hann viðurkennir líka að lenda ítrekað í því að pissa á sig. „Ég get ekki stjórnað blöðrunni minni. Þótt ég fari fjórum til fimm sinnum á klósettið á nóttu þá er ég að vakna eins og barnabarnið mitt. Við glímum við sama vandamál núna og förum í keppni um hvor okkar er með þyngri bleyju í lok næturinnar,“ sagði Sanders í léttum tón og eins og honum einum er lagið. Hann vildi líka koma einu á hreint. „Ef þið sjáið ferðaklósett á æfingum okkar eða í leikjum þá á það ekki að koma ykkur á óvart, Staðan er bara þannig,“ sagði Sanders. Hann heldur ekki í sér lengur. Sanders hefur lenti í fleiri vandræðum með heilsu sína, því hann fékk blóðtappa í fæturna og missti tvær tær árið 2022. Hann fór líka í neyðaraðgerð árið 2023 vegna blóðtappa í mjöðm og í fæti fyrir neðan hné. Sanders ætlar að halda áfram að þjálfa og það er áfram mikill áhugi á honum og hans liði enda skemmtikraftur af guðs náð. Hann segir fullur orku til að hella sér út í þjálfun og ætlar sér stóra hluti með University of Colorado liðið á næsta tímabili. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Sjá meira
Deion Sanders var lengi stórstjarna í NFL deildinni en er nú þjálfari háskólaliðs University of Colorado þar sem hann er óhræddur við yfirlýsingarnar og hefur tekist að búa til gríðarlega skemmtilega stemmningu í kringum liðið sitt. Sanders eða „Prime Time“ eins og hann var kallaður á leikmannaferlinum var alltaf maður stóru augnablikanna og hann ætlar ekki að gefa sig í stærsta stríði lífsins utan vallar. Síðasta ár hefur reynst honum afar erfitt eftir að hann greindist með krabbamein. Sigraðist á krabbameininu Hinn 57 ára gamli Sanders kom fram á blaðamannafundi í gær og sagðist hafa sigrast á krabbameininu sem var í þvagblöðru hans. Hann var opinskár og hreinskilinn þegar kom að veikindunum og afleiðingum þeirra á líkama hans. Fjarlægja þurfti þvagblöðru Sanders til að komast fyrir krabbameinið. Sanders mætti á fundi með lækni sínum og var óhræddur að ræða stöðuna á sér. Hann sagðist vera staðráðinn að eyða skömminni í kringum veikindi sem þessi. „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður. Hún [Janet Kukreja læknir] hefur ekki aðeins meðhöndlað mig heldur hefur hún einnig komið mér í samband við fólk sem hefur þurft að ganga í gegnum það sama. Ég gat talað við þau og fengið betur að vita hvað bíður mín. Ekki bara með augum læknis heldur í gegnum reynslu þess sem hefur gengið í gegnum svona áður,“ sagði Sanders. Pissar á sig eins og barnabarnið Hann viðurkennir líka að lenda ítrekað í því að pissa á sig. „Ég get ekki stjórnað blöðrunni minni. Þótt ég fari fjórum til fimm sinnum á klósettið á nóttu þá er ég að vakna eins og barnabarnið mitt. Við glímum við sama vandamál núna og förum í keppni um hvor okkar er með þyngri bleyju í lok næturinnar,“ sagði Sanders í léttum tón og eins og honum einum er lagið. Hann vildi líka koma einu á hreint. „Ef þið sjáið ferðaklósett á æfingum okkar eða í leikjum þá á það ekki að koma ykkur á óvart, Staðan er bara þannig,“ sagði Sanders. Hann heldur ekki í sér lengur. Sanders hefur lenti í fleiri vandræðum með heilsu sína, því hann fékk blóðtappa í fæturna og missti tvær tær árið 2022. Hann fór líka í neyðaraðgerð árið 2023 vegna blóðtappa í mjöðm og í fæti fyrir neðan hné. Sanders ætlar að halda áfram að þjálfa og það er áfram mikill áhugi á honum og hans liði enda skemmtikraftur af guðs náð. Hann segir fullur orku til að hella sér út í þjálfun og ætlar sér stóra hluti með University of Colorado liðið á næsta tímabili. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports)
NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Sjá meira