Fótbolti

Katla mögu­lega á leið til Ítalíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Katla á EM sem fram fór í Sviss í sumar.
Katla á EM sem fram fór í Sviss í sumar. EPA/PETER KLAUNZER

Katla Tryggvadóttir, landsliðskona Íslands í knattspyrnu, er mögulega á leið til liðs á Ítalíu eftir að hafa spilað með Kristianstad í Svíþjóð undanfarna mánuði.

Það er Fótbolti.net sem greinir frá. Hin tvítuga Katla tók í sumar þátt á sínu fyrsta stórmóti og er talin með efnilegri leikmönnum Íslands um þessar mundir. Þessi framliggjandi miðjumaður lék með Val og Þrótti Reykjavík hér á landi áður en Kristianstad fékk hana til liðs við sig á síðasta ári.

Nú gæti verið að hún sé á leið frá Svíþjóð. Fiorentina er sagt vilja fá þennan lunkna leikmann í sínar raðir. Það ætti ekki að vera erfitt fyrir hana að nálgast upplýsingar um félagið þar sem Alexandra Jóhannsdóttir, samherji Kötlu hjá Kristianstad og íslenska landsliðinu, lék með liðinu áður en hún færði sig yfir til Svíþjóðar.

Fiorentina endaði í 4. sæti Serie A kvenna á síðustu leiktíð.

Katla og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir eftir leik Íslands á EM.EPA/SALVATORE DI NOLFI



Fleiri fréttir

Sjá meira


×