Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júlí 2025 19:14 Auglýsingaherferð American Eagle hefur farið misvel ofan í fólk. Auglýsingaherferð fatamerkisins American Eagle með leikkonunni Sydney Sweeney hefur verið gagnrýnd fyrir að innihalda rasíska undirtóna og ýja að kynbótastefnu með orðagríni um góð gen. Herferðin er fyrir nýjustu gallabuxnalínu American Eagle og heitir „Sydney Sweeney Has Great Jeans“ eða „Sydney Sweeney á frábærar gallabuxur“. Hins vegar hljómar „jeans“ alveg eins og „genes“ sem merkir gen og er leikið með orðagrín í auglýsingunni. Herferðin fór vel af stað í síðustu viku og ruku hlutabréf American Eagle upp fyrsta daginn. Hins vegar er nú farið að örla á meiri gagnrýni og beinast þau sérstaklega að tveimur myndböndum herferðarinnar. Annars vegar þar sem hin ljóshærða og bláeygða Sweeney stendur fyrir framan risastórt plakat af sjálfri sér sem á stendur „Sydney Sweeney er með frábær gen“. Undir lok myndbands er svo búið að skipta „genes“ út fyrir „jeans“. View this post on Instagram A post shared by American Eagle (@americaneagle) Hitt myndbandið er af Sweeney hneppa að sér gallabuxum meðan hún flytur mónólóg um gen. „Gen flytjast frá foreldrum til afkomenda og ákvarða oft eiginleika á borð við hárlit, persónuleika og jafnvel augnalit. Genin mín/Gallabuxurnar mínar eru blá/ar,“ segir Sweeney í myndbandinu. Sydney Sweeney x American Eagle, oh my god. pic.twitter.com/tDkeGT9R7G— Sydney Sweeney Daily (@sweeneydailyx) July 24, 2025 Hundaflauta, högg fyrir vókið eða bara gallabuxnaauglýsing Herferðin hefur vakið misjöfn viðbrögð og virðist umræða um hana skiptast í fylkingar, eins og vill verða í því menningarstríði sem stendur yfir í Bandaríkjunum. Margir hafa lýst herferðinni sem taktlausri og sagt hana bergmála orðfæri tengt kynbótastefnu og hvítri kynþáttahyggju. „Að fá bláeygða, ljóshærða, hvíta konur og einblína herferð þinni í kringum að hún sé með fullkomin gen virkar skrýtið, sérstaklega í ljósi núverandi ástands í Bandaríkjunum,“ sagði einn notandi á X (Twitter) og tengdi við markvissar aðgerðir Trump gegn DEI-málum, þ.e. þeim er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi. „Þetta er hundaflauta fyrir uppgang íhaldssemi í þessu landi,“ sagði annar netverji. View this post on Instagram A post shared by American Eagle (@americaneagle) Á móti gagnrýnisröddunum eru þó ákveðinn hópur, sem virðist hallast til hægri, sem fagnar herferðinni og segir hana högg fyrir „vókið“ og „vók auglýsingar“. „Vók auglýsingar eru dauðar, Sydney Sweeney drap þær,“ skrifaði einn X-verji en hægrimenn hafa uppnefnt ýmsa hluti er varða réttindabaráttu kynjanna, hinsegin fólks eða hörundsdökkra sem vók. „Persónulega sé ég ekki hvað er svona umdeilt, fyrir mér er þetta bara auglýsing fyrir gallabuxur,“ sagði hins vegar einn hlutlausari TikTok-notandinn. Hvorki Sweeney né American Eagla hafa tjáð sig um gagnrýnina. Tíska og hönnun Bandaríkin Hollywood Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Óþekkjanleg stjarna Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney mun leika Christy Martin í nýrri ævisögumynd um bandaríska boxarann. Fyrsta opinbera ljósmyndin úr kvikmyndinni sýnir óþekkjanlega dökkhærða Sweeney. 23. júlí 2025 15:26 Sydney Sweeney selur sápu úr skítugu baðvatni sínu Súperstjarnan Sydney Sweeney hefur bráðlega sölu á sápunni Baðvatnssæla Sydneyar sem er framleidd úr baðvatni leikkonunnar. Sweeney segir sápuna tilkomna vegna reglulegra beiðna aðdáenda um að fá sýni af baðvatni hennar. 30. maí 2025 09:51 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Herferðin er fyrir nýjustu gallabuxnalínu American Eagle og heitir „Sydney Sweeney Has Great Jeans“ eða „Sydney Sweeney á frábærar gallabuxur“. Hins vegar hljómar „jeans“ alveg eins og „genes“ sem merkir gen og er leikið með orðagrín í auglýsingunni. Herferðin fór vel af stað í síðustu viku og ruku hlutabréf American Eagle upp fyrsta daginn. Hins vegar er nú farið að örla á meiri gagnrýni og beinast þau sérstaklega að tveimur myndböndum herferðarinnar. Annars vegar þar sem hin ljóshærða og bláeygða Sweeney stendur fyrir framan risastórt plakat af sjálfri sér sem á stendur „Sydney Sweeney er með frábær gen“. Undir lok myndbands er svo búið að skipta „genes“ út fyrir „jeans“. View this post on Instagram A post shared by American Eagle (@americaneagle) Hitt myndbandið er af Sweeney hneppa að sér gallabuxum meðan hún flytur mónólóg um gen. „Gen flytjast frá foreldrum til afkomenda og ákvarða oft eiginleika á borð við hárlit, persónuleika og jafnvel augnalit. Genin mín/Gallabuxurnar mínar eru blá/ar,“ segir Sweeney í myndbandinu. Sydney Sweeney x American Eagle, oh my god. pic.twitter.com/tDkeGT9R7G— Sydney Sweeney Daily (@sweeneydailyx) July 24, 2025 Hundaflauta, högg fyrir vókið eða bara gallabuxnaauglýsing Herferðin hefur vakið misjöfn viðbrögð og virðist umræða um hana skiptast í fylkingar, eins og vill verða í því menningarstríði sem stendur yfir í Bandaríkjunum. Margir hafa lýst herferðinni sem taktlausri og sagt hana bergmála orðfæri tengt kynbótastefnu og hvítri kynþáttahyggju. „Að fá bláeygða, ljóshærða, hvíta konur og einblína herferð þinni í kringum að hún sé með fullkomin gen virkar skrýtið, sérstaklega í ljósi núverandi ástands í Bandaríkjunum,“ sagði einn notandi á X (Twitter) og tengdi við markvissar aðgerðir Trump gegn DEI-málum, þ.e. þeim er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi. „Þetta er hundaflauta fyrir uppgang íhaldssemi í þessu landi,“ sagði annar netverji. View this post on Instagram A post shared by American Eagle (@americaneagle) Á móti gagnrýnisröddunum eru þó ákveðinn hópur, sem virðist hallast til hægri, sem fagnar herferðinni og segir hana högg fyrir „vókið“ og „vók auglýsingar“. „Vók auglýsingar eru dauðar, Sydney Sweeney drap þær,“ skrifaði einn X-verji en hægrimenn hafa uppnefnt ýmsa hluti er varða réttindabaráttu kynjanna, hinsegin fólks eða hörundsdökkra sem vók. „Persónulega sé ég ekki hvað er svona umdeilt, fyrir mér er þetta bara auglýsing fyrir gallabuxur,“ sagði hins vegar einn hlutlausari TikTok-notandinn. Hvorki Sweeney né American Eagla hafa tjáð sig um gagnrýnina.
Tíska og hönnun Bandaríkin Hollywood Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Óþekkjanleg stjarna Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney mun leika Christy Martin í nýrri ævisögumynd um bandaríska boxarann. Fyrsta opinbera ljósmyndin úr kvikmyndinni sýnir óþekkjanlega dökkhærða Sweeney. 23. júlí 2025 15:26 Sydney Sweeney selur sápu úr skítugu baðvatni sínu Súperstjarnan Sydney Sweeney hefur bráðlega sölu á sápunni Baðvatnssæla Sydneyar sem er framleidd úr baðvatni leikkonunnar. Sweeney segir sápuna tilkomna vegna reglulegra beiðna aðdáenda um að fá sýni af baðvatni hennar. 30. maí 2025 09:51 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Óþekkjanleg stjarna Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney mun leika Christy Martin í nýrri ævisögumynd um bandaríska boxarann. Fyrsta opinbera ljósmyndin úr kvikmyndinni sýnir óþekkjanlega dökkhærða Sweeney. 23. júlí 2025 15:26
Sydney Sweeney selur sápu úr skítugu baðvatni sínu Súperstjarnan Sydney Sweeney hefur bráðlega sölu á sápunni Baðvatnssæla Sydneyar sem er framleidd úr baðvatni leikkonunnar. Sweeney segir sápuna tilkomna vegna reglulegra beiðna aðdáenda um að fá sýni af baðvatni hennar. 30. maí 2025 09:51